Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Fundir/Mannfagnaðir
Sjálfstæðisfélögin í Hafnar-
firði og fulltrúaráð þeirra
Aðalfundir
verða haldnir í sjálfstæðisfélögunum í
Hafnarfirði og fulltrúaráði þeirra í
sjálfstæðisheimilinu Norðurbakka 1,
Hafnarfirði, sem hér segir:
Stefnir, f.u.s., mánudaginn 13. janúar 2014,
kl. 20:00.
Sjálfstæðisfélagið Fram, þriðjudaginn 14.
janúar 2014, kl. 18:00.
Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði,
þriðjudaginn 14. janúar 2014, kl. 20:00.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnar-
firði, fimmtudaginn 23. janúar 2014,
kl. 19:30.
Dagskrá aðalfundanna er:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnirnar.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund sunnudag kl. 14.
Safnaðarheimili Grensáskirkju
Sunnudagurinn 5. jan. 2014.
Samkoma kl. 17 í Grensáskirkju
Ræðumaður sr. Kjartan
Jónsson.
Gleðilegt nýtt ár.
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Garðar Björg-
vinsson, Michael-miðill,
Símon Bacon, Guðríður
Hannesdóttir kristalsheilari
og auk annarra, starfa hjá
félaginu og bjóða félags-
mönnum og öðrum upp á einka-
tíma. Upplýsingar um félagið,
starfsemi þess, rannsóknir og
útgáfur, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18, auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Bílstjóri/vélamaður
Óska eftir starfi sem bílstjóri eða vélamaður.
Er með reynslu í lagerstjórnun, útkeyrslu og
mikla reynslu í jarðvinnu.
Vanur að vinna sjálfstætt.
Áhugasamir hafi samband í síma 869 0030
eða á netfangið jardvinna@gmail.com
SAFNSTJÓRI
Ábyrgðarsvið safnstjóra:
• Þátttaka í undirbúningi stofnunar nýs borgarsafns
sem gert er ráð fyrir að taki til starfa um mitt ár
2014.
• Forysta við að innleiða breytingar á rekstri og
starfsemi þeirra eininga sem undir sameinað safn
heyra, með það að markmiði að efla fagmennsku,
styrkja rekstur og auka sýnileika safnsins gagnvart
borgarbúum og gestum.
• Ábyrgð á stjórnun, rekstri og stjórnsýslu safnsins.
• Undir verksvið heyra fjármál, starfsmannamál
og framkvæmd ákvarðana menningar- og
ferðamálaráðs og borgaryfirvalda sem að safninu
snúa.
• Safnstjóri skipuleggur þjónustu safnsins og
leiðir aðra faglega starfsemi þess í samræmi við
samþykktir og lög.
Kröfur gerðar til umsækjenda:
• Háskólamenntun á framhaldsstigi og staðgóða
þekkingu á sviði safnsins.
• Góða þekkingu á safna- og/eða menningarstarfi.
• A.m.k. 5 ára stjórnunarreynslu.
• Sannfærandi leiðtogahæfileika, frumkvæði og
skipulagshæfni.
• Skilning á markaðsstarfi og hæfni til að leiða öfluga
kynningu á safninu.
• Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er
kostur.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Góða tungumálakunnáttu og mikla hæfni til að setja
fram mál í ræðu og riti.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs sem fer með framkvæmd menningar- og
ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Sviðsstjóri ræður safnstjórann til fimm ára að höfðu samráði við menningar-
og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar.
Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar og um ráðningarréttindi gilda reglur um
réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg.
Nánari upplýsingar veita: Sviðsstjóri svanhildur.konradsdottir@reykjavik.is og skrifstofustjóri rekstrar
og fjármála berglind.olafsdottir@reykjavik.is Vakin er sérstök athygli á markmiðum starfsmanna- og
mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem er að finna á www.reykjavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar nk. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 15. mars
nk. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Menningar- og ferðamálasvið
Laus er til umsóknar staða safnstjóra hjá nýju safni í eigu Reykjavíkurborgar sem mun fela í sér samruna og
samþættingu starfsemi Minjasafns Reykjavíkur, Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Ljósmyndasafns
Reykjavíkur og Viðeyjar.
Safnið hefur umsjón með menningarminjum í Reykjavík og ber ábyrgð á söfnun, skráningu, rannsóknum og
miðlun á fjölbreyttum safnkosti: munum, húsum, ljósmyndum, og minjum tengdum sjómennsku, siglingum,
útgerð o.fl. sem eru einkennandi fyrir menningararf borgarinnar og varpar ljósi á sögu hennar og menningu.
Það ber jafnframt ábyrgð á skráningu fornleifa, húsa og mannvirkja, rannsóknum og eftirliti þeirra, og er
ráðgjafi borgaryfirvalda um verndun menningarminja í Reykjavík og um önnur menningarsöguleg verkefni.
Undir safnið munu heyra söfnin og sýningarstaðirnir Árbæjarsafn og Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2,
ásamt sérsöfnum og safnheildum, Ljósmyndasafn Reykjavíkur í Grófarhúsi, Sjóminjasafnið að Grandagarði 8
og Viðey.
Safnið mun starfa samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og lögum um
skil menningarverðmæta til annarra landa nr. 57/2011. Safnið og stjórn þess starfa í samræmi við siðareglur
ICOM, Alþjóðaráðs safna, menningarstefnu, ferðamálastefnu og samþykktir Reykjavíkurborgar.
Tækni- og verkfræðingar
VSB Verkfræðistofa leitar að tækni- eða verk-
fræðingum til starfa sem fyrst á sviði burðarvirkja
og rafkerfa.
Starf á sviði burðarvirkja felst í hönnun burðar-
virkja bygginga. Starfsreynsla og þekking á Auto-
CAD og helstu burðarþolsforritum er nauðsynleg.
Frekari upplýsingar gefur Björn Gústafsson
(bjorn@vsb.is).
Starf á sviði rafkerfa felst í hönnun raflagna í
mannvirki auk annarra tilheyrandi verkefna við
undirbúning og eftirfylgni framkvæmda. Reynsla
af hönnun og þekking á AutoCAD og helstu
hönnunarforritum er æskileg. Frekari upplýsingar
gefur Örn Guðmundsson (orn@vsb.is).
Leitað er að einstaklingum þar sem fagmennska
og metnaður er í fyrirrúmi við lausn verkefna.
Góð almenn tölvufærni áskilin auk færni í ritun
texta og framsetningu gagna. Hæfni og áhugi
viðkomandi hefur áhrif á þróun í starfi.
Umsókn um starf með upplýsingum um
menntun, hæfni og starfsreynslu óskast skilað
á skrifstofu VSB eða á ofangreind netföng eigi
síðar en 14. janúar nk. Fyllsta trúnaðar er gætt.
VSB Verkfræðistofa ehf. er fjölhæf verkfræðistofa sem sinnir
verkfræðilegri ráðgjöf. Á stofunni starfa 17 manns. VSB veitir
viðskiptavinum ráðgjöf með lausnum sem einkennast af
hagkvæmni, fagmennsku og áreiðanleika. VSB er til húsa að
Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði og hefur starfað síðan árið 1987.
Tónlistarkennari
Afleysing óskast í hlutastarf tónlistarkennara
á vorönn 2014 í Waldorfskólann Lækjarbotnum.
Umsókn berist ásamt ferilskrá fyrir 20. janúar
á waldorf@simnet.is