Morgunblaðið - 04.01.2014, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Það verður ekkert afmæli í dag,“ segir Jón Trausti Sigurðarson,sem er 32 ára í dag. „Í staðinn fer ég í fjölskylduboð austur ísveit, sem er bara hið besta mál. Á þessum aldri er það gott
tækifæri til að þurfa ekki að halda upp á afmælið. Ekki að ég myndi
gera það, það er þá bara pottþétt að ég þarf þess ekki. Þessi afmæl-
isdagur mun því fara fram í kyrrþey.“ Síðustu ár segist Jón Trausti þó
hafa haldið afmæli nokkuð markvisst. „Ég hélt það meira að segja á
bar í fyrra. Það var í eina skiptið sem ég hef haldið afmælið mitt á bar.
Kannski aðeins of seint. Ekki seinna vænna,“ segir Jón Trausti.
„Ég hélt alltaf afmælisveislur heima hjá mér, þar blandaðist saman
fólk sem ætti líkega aldrei að hittast; ólíkir vinahópar og fjölskylda
sem blandast eins og olía og vatn. Það er kannski kominn tími til að
slútta því bara. Svo er það líka þannig að þegar maður eignast börn
getur maður bara haldið upp á afmælið þeirra í staðinn,“ en Jóni
Trausta og Ingu Láru Ingvarsdóttur fæddist sonurinn Flóki Forni 26.
september á nýliðnu ári. „Þetta var gott ár. Ég varði ritgerðina mína
sama dag og drengurinn fæddist,“ en Jón Trausti lauk meistaranámi í
lögfræði við Háskóla Íslands í október. „Það var engin útskrift, manni
var bara afhent skírteini á laugardegi fyrir hádegi. Svo var ég líka
lögregluþjónn á Ísafirði í sumar. Þar sá ég ýmislegt sem ég hefði ann-
ars aldrei séð. Maður veit að margt af þessu er til en þarf aldrei að
horfast í augu við.“ gunnardofri@mbl.is
Jón Trausti Sigurðarson er 32 ára í dag
Feðgar Jón Trausti og Flóki Forni, sonur Jóns og Ingu Láru Ingv-
arsdóttur, á Þorláksmessu. Flóki fæddist 26. september í fyrra.
Afmælisdagurinn
fer fram í kyrrþey
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Guðlaug Hinriksdóttir frá Brekku á Seltjarnarnesi er níræð í
dag, 4. janúar.
Eiginmaður hennar var Sigurlaugur Bjarnason frá Fjalla-
skaga í Dýrafirði, d. 1978. Þau eignuðust 8 börn sem öll eru á
lífi. Eru ömmu-, langömmu- og langalangömmubörnin orðin
37 talsins. Þau bjuggu lengst af á Ragnheiðarstöðum í Flóa.
Þar voru þau með blandaðan búskap og mikla gulróta- og
kartöflurækt. Hún býr nú á Höfðagrund 2 á Akranesi.
Guðlaug er heilsugóð og sér um sig sjálf. Hún þakkar ættingjum, vinum og sam-
ferðafólki hlýju og vinsemd í gegnum árin. Hún verður í Liljuhúsi við Arkarlæk á
afmælisdaginn í glöðum hópi afkomenda.
Árnað heilla
90 ára
Ó
lafur G. Arnalds fæddist
í Reykjavík 5.1. 1954
og ólst þar upp við
Stýrimannastíginn.
Hann var í Miðbæj-
arskólanum, lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar, lauk
stúdentsprófi frá MR 1974, BS-prófi
í jarðfræði frá HÍ 1980, lauk MS-
prófi í jarðvegsfræði frá Montana
State University í Bandaríkjunum
1984 og Ph.D.-prófi í jarðvegsfræði
frá Texas A&M University 1990.
Til sjós á síðutogurum BÚR
Ólafur fór 15 ára á síðutogarann
Þorkel Mána og var á síðutogurum
BÚR næstu fjögur sumur.
Þú hefur ekki verið sjanghæjaður
um borð eins og ýmsir útigangs-
menn borgarinnar á þessum árum?
„Nei. Ég var þarna af fúsum og
frjálsum vilja. Kom vitaskuld blá-
edrú um borð og var þess vegna oft-
ast á stýrinu á útstíminu.
Þetta var í sjálfu sér ekki erfið
sjómennska. Við vorum mikið á
karfa en sumum þótti úthaldið of
langt. Þetta var engu að síður mikill
skóli fyrir óharðnaðan ungling. En
þá voru líka viðhorfin önnur. Öllum
þótti sjálfsagt að unglingar kynnt-
ust samfélagi sínu með vinnu-
framlagi til sjávar og sveita. Þetta
var mitt framlag og lengi vel fylltist
maður ákveðnu stolti þegar maður
leit í baksýnisspegilinn og rifjaði
upp þessi sumur til sjós.“
Ólafur var síðan í sumarvinnu við
hafnargerð í Súgandafirði og fanga-
vörður við Síðumúlafangelsið í eitt
sumar. Hann hóf síðan sumarstörf
hjá Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins, vann þar á háskólaárunum,
var sérfræðingur þar 1991-97 og
vann þá einkum að rannsóknum á
jarðvegsrofi og að mati á ástandi
beitilanda. Hann var deildarstjóri
og verkefnastjóri við Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins 1998-2005,
Ólafur G. Arnalds prófessor – 60 ára
Sandar og gróður Ólafur virðir fyrir sér útsýnið af Pétursey á Mýrdalssandi með Mýrdalsjökul í baksýn.
Moldin og landið
Fjallarómantík Ólafur og Ása Lovísa njóta veðurblíðunnar á Rjúpnafelli.
Þorbjörg Erna Óskarsdóttir varð áttræð 2. janúar sl. Í tilefni
af þeim tímamótum tekur hún á móti vinum og ættingjum
sunnudaginn 5. janúar kl. 14-18 í veislusal í Frostafold 18-20,
efstu hæð.
80 ára
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is