Morgunblaðið - 04.01.2014, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
„Hugmyndin að plötunni kom þegar
ég og Charles Ross vorum að vinna
að annarri plötu með söngkonunni
Kjuregej,“ segir tónlistarmaðurinn
Halldór Warén,
en hann gaf á
dögunum út plöt-
una Ekki bara
fyrir börn. Hug-
myndin að plöt-
unni Ekki bara
fyrir börn er
byggð á geisladisknum Not just for
kids sem þeir Jerry Garcia og David
Grisman gáfu út árið 1993. „Vinkona
mín, Kristín Birgisdóttir, kom með
þessa plötu til mín fyrir mörgum ár-
um. Hún er mjög akústísk og róleg
en tónlistin er samt kunnugleg á
þann hátt að þú hefur örugglega
heyrt eitthvað af tónlistinni áður í út-
varpinu til dæmis. Ég og Ross fórum
að taka upp eitt og eitt lag með ís-
lenskum textum eftir Sævar Sig-
urgeirsson (úr Ljótu Hálfvitunum)
en þetta verkefni var samt alltaf í aft-
ursætinu þar til í haust þegar við
ákváðum að kýla á þetta og ljúka við
plötuna,“ segir Halldór.
Halldór býr á Egilsstöðum og hið
sama er að segja um marga þá sem
koma fram á plötunni. „Svili minn,
Magni Ásgeirsson, syngur með okk-
ur bakraddir. Hann var í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum. Esther
Jökulsdóttur hef ég þekkt lengi og
hún er líka að austan. Freyr Eyjólfs-
son hefur einnig verið með okkur í
þessu, og foreldrar hans búa á Egils-
stöðum þannig að við höfum verið að
kippa hinum og þessum Austlend-
ingum inn í þetta með okkur,“ bætir
Halldór við.
Sannkölluð Suðurríkjatónlist
Þegar Halldór er beðinn um að
lýsa tónlistinni stendur ekki á
svarinu. „Þetta er upprunalega
hreinræktuð bluegrass-tónlist með
kassagítar og mandólíni, en við ger-
um þetta að svolítið meiri þjóðlaga-
tónlist. Við notum mikið klapp og
stapp, blásum í flöskur og svoleiðis.
Sum lögin eru þannig að þú vilt dansa
við þau. Yfirleitt fannst mér lagið
ekki vera tilbúið fyrr en ég var farinn
að yppta öxlum og taka undir eins og
sannur redneck,“ segir Halldór. Plat-
an var tekin upp víða um landið, og
jafnvel fyrir utan landsteinana. „Ég
er með stúdíó heima þar sem við
byrjuðum. Síðan er hluti af söngnum
tekinn upp á sveitabæ á Suðurlandi
þar sem ég var staddur með fjöl-
skyldu minni og annað var tekið upp í
Reykjavík. Síðan tók Freyr Eyjólfs-
son upp sinn hluta í París.“
Sungið um Lagarfljót
Sævar Sigurgeirsson sá um að
færa alla textana yfir á íslensku
nema tvo. „Það er ótrúlegt hvernig
þessir textar komu allt í einu upp úr
honum. Eini textinn sem við lentum í
smá vandræðum með var í laginu
Lagarfljót. Ég var búinn að tala við
nokkra um að gera texta en svo end-
aði það með því að ég bað Stefán
Snædal Bragason, bæjarritara
Fljótsdalshéraðs, um að spreyta sig
og það tókst. Upprunalega lagið
fjallar um ána Shenandoah í Missouri
í Bandaríkjunum, svo ég sá fyrir mér
að þetta ætti að fjalla um Lag-
arfljótið. Þetta er endapunkturinn á
plötunni og svolítið trist lag,“ segir
Halldór að lokum.
„Bluegrass-tónlist með
kassagítar og mandólíni“
Halldór Warén gefur út plötuna Ekki bara fyrir börn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Erlend fyrirmynd Hugmyndin að plötunni Ekki bara fyrir börn er byggð á geisladisknum Not just for Kids sem
Jerry Garcia og David Grisman gáfu út 1993, að sögn Halldórs Warén.
Fyrsta barnaleiðsögn ársins í
Þjóðminjasafni Ísland verður á
morgun, sunnudag, kl. 14.
„Skoðaðar verða beinagrindur
frá landnámsöld og silfurhellir en
í hellinum leynast meðal annars
kóngulær og drekar,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu frá safninu.
Þar kemur fram að leiðsögnin
sé um 45 mínútur að lengd, að-
gangur sé ókeypis og allir vel-
komnir.
Morgunblaðið/Golli
Spennandi Gestum gefst m.a. tækifæri til að skoða beinagrindur frá landnámsöld.
Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands:
Sunnudagur 5. janúar kl. 14: Ókeypis barnaleiðsögn
Síðasta sýningarhelgi jólasýninga á 3. hæð og á Torgi
Sigfús Eymundsson myndasmiður
- Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal
Silfur Íslands í Bogasal
Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is
www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning
Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17.
SKÖPUNARVERK - KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 8.11. 2013 - 9.2. 2014
GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013
GERSEMAR 8.11. 2013 - 19.1. 2014
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánud.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Lokað í janúar.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Lokað í janúar.
Dvalið hjá djúpu vatni
Rúna – Sigrún Guðjónsdóttir
Opið 12-17,
fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is,
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Viðmið
Paradigm
(7.6. – 5.1.2014)
Síðasta sýningarhelgi
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is