Morgunblaðið - 04.01.2014, Page 48
Fiðringur „Mesta fiðringinn vekur þó frétt þess efnis að von sé á nýrri plötu
frá hinni ótrúlegu Joönnu Newsom en síðasta plata, Have One on Me, kom
út 2010,“ segir m.a. í pistli um það sem ber hæst í tónlistarútgáfu á árinu.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Maður er svona nýbyrjaður að
kanna allar þessar plötur sem fóru
framhjá manni á síðasta ári og þá
er þegar farið að birta langar og
ítarlegar greinar um það sem í
vændum er á þessu ári! Kannski
hyggilegast að lesa þær rækilega
svo maður sé ekki hlaupandi um
eins og hauslaus hæna alltaf
hreint í desember. Ég ætla að
tæpa á þeim „stærstu“ í þessum
pistli og hendi líka inn „minni“
plötum en þeim mun forvitnilegri.
Fregnir herma að …
Það hefur verið mikið suðað um
plötu sem kemur út núna í næstu
viku, nýja plötu Bruce Springs-
teen, High Hopes. Platan er
reyndar nokkurs konar afganga-
safn en einhvers staðar sagði að
það sem Stjórinn setti til hliðar á
disknum sínum væri betra en
gómsætur aðalréttur flestra.
Jamm … Stjóradýrkunin getur
verið mikil og ég er sekur sem
syndin í þeim efnum. En höldum
okkur við stórlaxana, Beck kemur
með nýtt verk í febrúar og ný U2
plata hefur verið sett á í apríl. At-
hugið að allar dagsetningar ber þó
að nálgast með fyrirvara og sumar
platnanna hafa enn engar slíkar.
U2 snúa aftur eftir allnokkurt hlé
og það gerir Slipknot einnig í ár.
Ný Metallica-
plata er þá óstað-
fest og ný Guns’n’
Roses einnig.
Reyndar má fast-
lega gera ráð fyr-
ir því að sú síð-
arnefnda komi
ekki út, sé litið til
sögu þeirrar
sveitar. Foo Fig-
hters snúa þá
einnig aftur og
von er á nýrri
plötu frá Fleet
Foxes líka en fréttir eru því miður
fremur óljósar. Síðasta plata,
Helplessness Blues (2011), olli
mér vonbrigðum og ég er því nokk
spenntur fyrir þessari.
Lana Del Rey ætlar að gefa út
plötuna Ultraviolence og eru
margir á iði vegna þessa en spáð
er ímyndaryfirhalningu að hætti
David Bowie. Merkilegt hvað
margir af vinsælustu listamönnum
Eftirvænting Margir bíða spenntir eftir næstu plötu Beck sem kemur út í febrúar.
heims eru um leið hin mestu ólík-
indatól og þannig á plata Azaeliu
Banks víst að vera vel súr, en von-
andi kemur hún út í ár en hún
virðist ætla að hafa endalausan
aðdraganda og hefur henni verið
frestað trekk í trekk. Aðrir uglu-
speglar eins og Frank Ocean og
Kanye West verða með plötur og
Lily Allen ætlar að snúa aftur
með bravúr á þessu ári og er þeg-
ar er farin að undirbúa slíkt með
yfirlýsingaglöðum viðtölum. Það
er þá gleðilegt að framúrskarandi
listamenn á borð við St. Vincent
og Bat for Lashes munu leggja í
púkkið, sem og poppjöfrarnir Gri-
mes og Robyn.
Mesta fiðringinn vekur þó frétt
þess efnis að von sé á nýrri plötu
frá hinni ótrúlegu Joönnu New-
som en síðasta plata, Have One on
Me, kom út 2010. Þá er líklegt –
en kannski ekki – að Adele gefi út
nýja plötu í ár og ku hún bera tit-
ilinn 26, í takt við síðustu plötu-
heiti. Síðasta plata, 21, sló nær-
fellt öll met sem hægt var að slá
og pressan því talsverð. Alexis
Petridis hjá Guardian spáir því að
platan muni koma út að hætti
Beyonce og er það glúrið mat hjá
Petridis, þar sem sú aðferðafræði
skilaði gríðarlegum árangri og
ætti að virka vel fyrir viðlíka of-
urstjörnu. Eða hvað?
Forvitnilegt
Belle and Sebastian mun gefa
út nýtt efni í ár og er það vel, svo
og hin ógurlega
Swans. Öflugar
indísveitir eins og
Spoon og The
New Pornograp-
hers verða með
plötur og „Am-
eríkana“ risarnir
The Hold Steady
og Drive-By Truc-
kers einnig.
Styrkjandi líka að
sjá nafn Wilco og
ég hlakka til að
heyra nýtt efni
frá Lindu Perhacs, einum helsta
áhrifavaldi Juliu Holter sem átti
eina af betri plötum síðasta árs.
Neneh Cherry átti rosalega plötu
árið 2012 með framsækna djass-
tríóinu The Thing og það verður
athyglivert að heyra meira frá
henni í ár. Og að lokum, Mark
Kozelek: Sings Christmas Carols
kemur út í nóvember á þessu ári.
Það verður eitthvað!
Hvað mun bera hæst á nýhöfnu
tónlistarári? Ýmsir titlar staðfestir
en aðrir eru á vangaveltustigi
AFP
Iðinn Kanye West mun senda
frá sér plötu á þessu ári.
Yfirhalning Lana Del Rey gefur út
Ultraviolence og spáð er ímyndar-
yfirhalningu að hætti Bowie.
»Merkilegt hvaðmargir af vinsæl-
ustu listamönnum
heims eru um leið
hin mestu ólík-
indatól og þannig á
plata Azaeliu Banks
víst að vera vel súr
Hvað segir tón-
listarvölvan?
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2014