Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Síða 28
Bergrún Íris segir stílinn á heimilinu persónulegan og heimilislegan.
Heillumst
af ólíkum
stefnum
Vinnustofan þar sem Bergrún getur lokað að sér og unnið að verkefnum.
B
ergrún Íris, blaðamaður og teiknari, hefur mikinn áhuga á
hönnun og heimilum og stýrði hún sjónvarpsþættinum Innlit/
útlit fyrir nokkrum árum. „Stíllinn á heimilinu er mjög per-
sónulegur og heimilislegur. Við hjónin heillumst í grunninn af
mjög ólíkum stefnum, eiginmaðurinn er mínimalískur og ég gamaldags
en hálfstefnulaus. Ég held okkur hafi tekist ágætlega að finna smekk-
legan milliveg. Allavega líður okkur báðum ofsalega vel hérna,“ segir
Bergrún og bætir við að ómeðvitað sé ákveðin litapalletta í gangi.
„Ég hef næstum blæti fyrir ákveðnum litum og áferðum á efnum.
Mér finnst heimilið mitt nakið án mynda á veggjunum og bóka í hill-
um.“
Hjónin eiga fjögurra ára son og segir Bergrún fjölskylduna elska
að fylgjast með skipum koma og fara enda er heimilið við hafið.
Bergrún eignaðist langþráða vinnustofu þegar fjölskyldan flutti í
íbúðina fyrir jól og finnst gott að geta loksins lokað að sér þegar
hún vinnur heima.
„Fjögurra ára orkuboltinn minn er dásamlegur en stundum þarf
mamma að vinna og þá er betra að geta lokað að sér á meðan þeir
feðgarnir leika sér. Sonurinn fær þó stundum að sitja við hliðina á
mér og mála og teikna, enda borðið nógu stórt fyrir okkur bæði tvö.“
Hvað er á óskalistanum inn á heimilið?
„Ó svo margt. Fyrst og fremst langar okkur í fallegan stiga, helst
með fljótandi tröppum. Fyrir ofan íbúðina er háaloft með góðri loft-
hæð og það er á planinu að setja kvist og gera tvö falleg herbergi
uppi. Ég get varla hugsað um annað en fallega stigann okkar,“ segir
Bergrún að lokum.
Ýmsir munir prýða vegginn á
vinnustofunni.
Pastellituðu Kitchen-aid hrærivélina
fengu hjónin í brúðargjöf.
BERGRÚN ÍRIS SÆVARSDÓTTIR BÝR ÁSAMT EIGINMANNI
SÍNUM OG SYNI Í FALLEGU HÚSI NÁLÆGT HÖFNINNI Í
HAFNARFIRÐI. FJÖLSKYLDAN EYÐIR MIKLUM TÍMA VIÐ
STOFUGLUGGANN ENDA ÚTSÝNIÐ STÓRKOSTLEGT.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
ELSKA AÐ FYLGJAST MEÐ SKIPUM KOMA OG FARA
Falleg klukka úr gleri og spegli.
Bekkur og Íslandskort í forstofunni.
Iittala-skálar með litríku sælgæti.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014
Heimili og hönnun