Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 Matur og drykkir V ið hittumst hópur góðra vina minna en við þekkjumst allir vel innbyrðis. Ég kynntist þeim öllum núna á síðari árum en síðustu tvö ár hafa samskiptin á milli okkar aukist mikið og vinskapurinn styrkst,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason en þeir félagar hafa brallað ýmislegt saman síðustu mánuði og meðal annars farið í ísklifur. Sölvi segir að það sem muni mestu fyrir hann þegar hann heldur mat- arboð sé að vera búinn að kaupa sem mest inn daginn áður en boðið er haldið. „Það er svo miklu skemmtilegra að elda ef maður get- ur gert það laus við stress og tíma- hrak þótt ég hafi reyndar fallið sjálfur á þeirri reglu í þetta skiptið, en það kom held ég ekki að sök. Sjálfur reyni ég að nota ferskt og gott hráefni og ég er alæta á mat svo að ef það er fyrir hendi er ég yfirleitt ánægður með það sem er á boðstólum.“ Sölvi segir að þrátt fyrir að góður matur sé ein sína af hans helstu nautnum í lífinu og maturinn skipti því að sjálfsögðu öllu máli til að boð- ið heppnist vel sé samvist með góð- um vinum þó efst á listanum í matarboðum. „En þegar fólk er vel satt af góðum mat reynast samræður þó gjarnan skemmtilegri.“ Sölvi bauð upp á silungsrétt sem sló í gegn en hann segir fyrirmyndina vera rétt sem hann kaupir stundum hjá Fylgifiskum og sé í miklu eftir- læti hjá honum. Þá mælir hann sérstaklega með kjúklingabaunakarríinu sem góðum millirétt og meðlæti. „Ég er kannski ekki duglegur í eldhús- inu en vil trúa því að ég eigi þar mína spretti.“ SÖLVI TRYGGVASON BÝÐUR HEIM Afslöppuð matarboð best Kjúklingabaunakarríið sló í gegn og gaf matnum aukið bragð en réttinn tekur ekki nema um fimm mínútur að útbúa. Hópurinn bregður á leik og fer með borðbæn. Frá vinstri: Sölvi Tryggvason, Helgi Þór Gunnarsson, forstöðumaður búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða, Krist- inn Jón Ólafsson, nýsköpunar- og frum- kvöðlafræðingur, og Kristján Bergmann, markaðsstjóri Hertz. SÖLVI TRYGGVASON BAUÐ NOKKRUM FÉLÖGUM SÍNUM HEIM Í LÉTTAN KVÖLDVERÐ Í VIKUNNI Á HEIMILI SITT Í HLÍÐUNUM. SÖLVI SEGIST EIGA SÍNA SPRETTI Í ELDHÚSINU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Sölvi lýsir matnum og á von á því að gríska jógúrtið verði stjarna kvöldins. 1 lambalærissneið á hvern gest lófafylli smátt skorin fersk basilíka lófafylli smátt skorið ferskt oreganó eða 1½ msk. þurrkað ½ krukka sólþurrkaðir tómatar 1 dl hvítlauksolía 2-3 hvítlauksrif, kramin Blandið öllu hráefninu saman í skál nema kjötinu. Veltið lærissneiðunum upp úr maríneringunni, einnig má láta þær liggja í skálinni í um klst. Steikið kjötið á pönnu við háan hita svo það lokist vel. Setj- ið það svo nokkrar mínútur í 120°C heitan ofn. Með þessu er gott að hafa bakaðar sætar kartöflur, kryddaðar með sjávarsalti og svörtum pipar. Gott salat og léttsteikta sveppi og hvítlauk. Lífrænt pestó og fetaostur saman í skál er líka afar gott meðlæti. EINFALDASTA PIPARSÓSA Í HEIMI 1 piparostur 5 dl matreiðslurjómi Hitið varlega saman í potti við vægan hita, bæta má ferskum kryddjurtum út í ef vill. Ítalskt maríneraðar lambalærissneiðar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.