Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 Matur og drykkir E ftir að ég kom heim úr framhaldsnámi í Bandaríkjunum árið 2010 var ekki mikið um vinnu í fyrstu. Þannig að ég var bara mikið að dunda mér við að elda og vera húsmóðir heima hjá mér,“ segir Katrín, spurð um tilurð bloggsíðunnar Modern Wifestyle. Danskur eiginmaður hennar stakk upp á að hún tæki myndir af því sem hún eldaði og bakaði, og bloggaði um það, en sjálf hafði hún ekkert hugsað út í slíkt. Bloggið var hins vegar fljótt að spyrjast út og ýmis tækifæri fylgdu. „Þetta var bara áhugamál, og átti aldrei að vera neitt annað – en einhvern veginn breyttist það í vinnuna mína,“ segir hún hógvær. Ekkert neikvætt við að vera húsmóðir Í dag segir Katrín bloggið í raun sinn tengilið við ljósmyndaheiminn en fjölmörg verkefni hafa komið til í gegnum síðuna, bæði myndatök- ur tengdar mat og ekki. „ÞAÐ ER ENGIN SKÖMM AÐ ÞVÍ AÐ VILJA STRAUJA JÓLARÚMFÖTIN“ Framtíðarplanið var allt annað UM TÆPLEGA 12 ÁRA SKEIÐ HEFUR LJÓSMYNDARINN OG MATARBLOGGARINN KATRÍN BJÖRK ALIÐ MANNINN Í KAUPMANNAHÖFN. TILVILJUM RÉÐ ÞVÍ AÐ HÚN HLEYPTI AF STOKKUNUM BLOGGSÍÐUNNI WWW.MODERNWIFESTYLE.COM, SEM HEFUR HELDUR BETUR REYNST HENNI NOTADRJÚG. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ljósmyndarinn og bloggarinn Katrín segir bloggið hafa haft óvænt áhrif. Profiteroles eru gómsætar fylltar, franskar vatnsdeigsbollur, fullkomnar fyrir bolludaginn framundan. Vel er hægt að geyma þær óbakaðar í frysti eða í loftþéttum umbúðum ef bak- aðar. Geymið þær þá „tómar, svo þær linist ekki of mikið. Ef ykkur finnast þær hafa linast eftir geymsl- una skellið þeim í ofninn í 5 mín. áð- ur þær eru fylltar, svona til að hressa þær við. Ef maður er ekki fyrir lakkr- ís má líka nota 1 msk. Cognac eða Grand Mariner í staðinn fyrir lakkr- íssírópið hér. PROFITEROLES – FRANSKAR VATNSDEIGSBOLLUR 2,5 dl vatn 125 g smjör ½ tsk. salt 140 g hveiti 4 egg 1. Hitið ofninn í 200°C 2. Setjið vatn, smjör og salt í pott og bræðið saman yfir vægum hita. Hrærið í á meðan. Passið að hafa hit- ann vægan svo vatnið gufi ekki upp áður en smjörið bráðnar. Þegar smjörið er bráðið, hækkið hitann og láttu suðuna koma upp. 3. Takið pottinn af hitanum og bland- ið hveiti saman við. Hrærið vel. Setj- ið pottinn aftur yfir miðlungshita og hrærið kröftuglega í 2 mínútur eða þar til deigið er glansandi og helst saman sem bolti. 4. Setjið deigið í hrærivél og látið ganga hægt í ca 30 sek. til að hleypa gufunni úr því. 5. Bætið næst eggjum við, einu í einu og hrærið vel á milli. 6. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið ca 2 cm dúllur á bök- unarpappír. 7. Úðið smávatni yfir bollurnar rétt áður en þær eru bakaðar. 8. Þegar bollurnar eru komnar í ofninn, lækkið hitann í 180°C og bakið í 20 mínútur 9. Takið þá bollurnar út og skerið örlítið gat á þær með beittum hníf. Setjið þær síðan aftur inn í ofninn í 5 mínútur til viðbótar LAKKRÍSFYLLING 3 dl nýmjólk 3 eggjarauður 0,5 dl sykur 1 msk. hveiti 2,5 msk. maíssterkja 2 msk. lakkríssíróp eða lakkr- ísduft 2 dl rjómi 1. Hitið mjólk að suðumarki – ekki láta hana sjóða. Ef nota á lakkr- ísduft, leysið það næst upp í mjólk- inni. 2. Þeytið eggjarauður, sykur, hveiti og maíssterkju þar til kekkjalaust og mjúkt. 3. Hellið helmingnum af mjólkinni í örmjórri bunu í eggin á meðan þeytið. Gætið þess að hella ekki of miklu í einu svo að þið fáið ekki eggjahræru. 4. Hellið eggjamjólkinni til baka í pottinn (með afganginum af mjólk- inni) og hitið yfir miðlungshita þar til hnausþykkt. Hrærið allan tímann. 5. Takið af hitanum. Ef þið notið sír- ópið eða áfengi skal hræra því sam- an við núna 6. Kælið kremið 7. Þeytið rjómann og blandið saman við kalt kremið 8. Setjið kremið í sprautupoka með 0,5 cm oddi og sprautið varlega inn í bollurnar. Profiteroles með lakkrískremi „Ég stend auðvitað sterk fyrir sem ljósmyndari. Ég get t.d. unnið allar myndirnar mínar, myndbönd og alla grafík sjálf,“ segir hún. En hvernig kom nafnið á síðunni til? „Þegar ég var atvinnulaus heima fór ég mikið að velta fyrir mér hvers vegna svo oft er talað um það að vera „húsmóðir“ sem eitt- hvað neikvætt,“ svarar hún snöggt. „Við nútímakonur virðumst oft svolítið uppteknar af því að verða ekki eins og ömmur okkar eða mæður, sem voru heima. Eins og við viljum líta þannig á að einhver hafi þvingað þær til þess,“ bætir hún við. Segir hún sína skoðun að þetta viðhorf þurfi alls ekki vera ráðandi, konum megi alveg þykja gaman að eiga fallegt heimili og elda. „Það er heldur engin skömm að því að strauja jólarúmfötin,“ bætir hún kankvís við í lokin og gef- ur hér uppskrift að frönskum „profiteroles“. Segist hún afar hrifin af franskri matargerð og menningu, eftir að hafa dvalið langdvölum þar syðra á táningsárunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.