Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 37
Seint á 17. öld kom fram hópur í Bandaríkjunum sem trúði því að konur gætu unnið til jafns við karla. Kölluðu þau sig The shakers- hópinn. Þar var kona ein, Tabitha Babbitt, sem átti að saga tré með karlmanni. Þá var sagað með risa- stórri tveggja manna sög þar sem sögin sagarði aðeins þegar togað var í hana. Þegar sögin var dregin til baka var sú hreyfing nánast til- gangslaus. Babbitt fannst þetta bjánaleg aðferð og bjó til sögunar- blað, setti það á reiðhjólagjörð og prófaði sig áfram. Hún sótti aldrei um einkaleyfi vegna reglna hópsins en hún er viðurkenndur upphafs- maður sögunarblaðsins. Sögunarblað Josephine Cochrane fann upp þessa yndislegu uppfinningu vegna þess að þjónustufólkið hennar braut iðulega fína mat- arstellið hennar en Cochrane fannst fátt skemmtilegra en að halda matarboð. Hún var vell- auðug en eftir lát eiginmanns síns 1883 fór hún að velta fyr- ir sér hvort ekki væri hægt að búa til vél sem gæti þvegið upp. Sem betur fer tókst henni það og fékk hún einka- leyfið 1886. Það gekk reyndar illa að koma vélinni nýju á markað en eftir að hótel og aðrir stórir vinnustaðir sáu snilldina fór almenningur að njóta góðs af vél Cochrane. Uppþvotta- vélin 23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FINNDU OKKUR Á Fatapressan (Ellen Elgin) Forritun (Ada Lovelace) Tippex (Bette Nesmith Graham) Bleyjur (Marion Donovan) Vatnshitarinn (Ida Forbes) Straubretti (sarah Boone) Sjónpípa í kafbáta (Sarah Mather) Aðrar góðar Martha Coston missti manninn sinn ár- ið 1847 þegar hún var aðeins 21 árs gömul. Þau áttu fjögur börn. Hún hafði enga hugmynd um hvernig ætti að fram- fleyta fjölskyldunni og á einu andvöku- kvöldi fór hún að skoða gömul blöð eig- inmannsins. Sá hún þar hugmynd að blysi til að sjómenn gætu átt samskipi sín á milli að kvöldi til. Í 10 ár þróaði hún hugmyndina og svo fór að banda- ríski herinn keypti hugmyndina. Í ævi- minningum sínum sagði Coston frá því að herinn hefði aldrei greitt henni um- samið verð vegna blysanna, ástæðuna sagði hún vera þá að hún væri kona. Neyðarblys

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.