Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Side 38
Þrívíddarprentarar geta prentað þrívíða hluti, eins og heitið ber með sér, með því að byggja hlutinn upp smám saman, lag fyrir lag. Tæknin er dýr, enn sem komið er, en til eru prentarar á skaplegu verði. Prentarinn bræðir plastþráð í þunnt lag og leggur síðan hvert lagið ofan á annað. Einnig eru til prent- arar sem blanda málmsalla við lím sem síðan er bakað við háan hita, aðrir nota plastsalla og enn aðrir bræða efnið saman jafnharðan með öfl- ugum leysigeislum. Með slíkum prentara er hægt að prenta flest það sem manni dettur í hug og með mikilli nákvæmni. Nú er væntanlegur á mark- aðinn matarprentarinn The ChefJet og The ChefJet Pro sem spáð er velgengni um heim allan. Eins og lesendur geta getið sér til um þá er Pro serían aðeins betri og dýrari. Í staðinn fyrir plast og málm er notast við vatn og sykur sem grunn. Prentarinn getur notast við súkkulaði, vanilu, mintu, epli, kirsuber og vatnsmelónubragð nú. Trú- lega bættist við bragð frá því þetta var skrifað og þangað til að blaðið barst inn um lúguna. Það bæt- ast reglulega við ný bragðefni. Stærðin er ennþá svolítið lítil, 10X14X8 sentimetrar sem er þó hæfileg stærð fyrir fallegan eftirrétt. Allt er hægt að prenta og borða. Hugmyndaflugið er það eina sem stoppar viðkomandi. Frá því tækið var prófað er vinsælasti rétturinn eftirprent af brúðguma og brúði. Stefnt er að því að prentarinn komi á almennan markað í lok árs 2014. SÆLGÆTI GERT ÚR ENGU Þrívíddarprentun með bragði Hver vill ekki fá að smakka sælgæti sem er búið til úr engu? ÞEGAR ÞRÍVÍDDARPRENTUN ER ANNARS VEGAR ER ÓHÆTT AÐ TALA UM BYLTINGU OG ÞVÍ SPÁÐ AÐ ÞRÍVÍDDARPRENTARAR EIGI EFTIR AÐ HAFA MIKIL ÁHRIF Á LÍF OKKAR Á NÆSTU ÁRUM OG ÁRATUGUM, EKKI SÍST EFTIR AÐ ÞEIR KOMAST Í ALMENNINGSEIGU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is The ChefJet Pro kemur til með að kosta 10 þúsund dali rúmlega 1,1 milljón. AFP 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 Græjur og tækni G oogle-fyrirtækið er eitt það verðmætasta í heimi. Nafnið er í huga flestra tengt leitarvél, en á undanförnum árum hefur það í auknum mæli snúið sér að gerð ýmiss konar vélbúnaðar. Fyr- irtækið leggur mikið upp úr rann- sóknar- og þróunarstarfi og reynir jafnan að vera í fremstu röð þegar kemur að upplýsingatækni. Stjórn- endur og talsmenn Google eru dug- legir við að upplýsa hluthafa og aðra áhugasama um hvað er fram- undan hjá fyrirtækinu. Það er því auðvelt að fá nokkuð glögga mynd af því að hverju fyrirtækið er að vinna. Blaðamenn tæknivefsins Ars Tecnica tóku nýlega saman lista yf- ir þau verkefni sem vitað er til, eða talið er líklegt, að unnið sé að inn- an veggja Google. Listinn er langur og forvitnilegur og því ekki úr vegi að skoða aðeins nánar hvers er að vænta. Google-vélmenni Í lok síðasta árs tilkynnti Google að fyrirtækið hefði stofnað deild sem á að sinna þróun vélmenna. Það er Andy Rubin sem fer fyrir deildinni, en hann er maðurinn á bak við Android-stýrikerfið. Á und- anförnum vikum hefur Google keypt upp hvert fyrirtækið á fætur öðru sem sinnt hefur þróun vél- menna, þar á meðal fyrirtækið Boston Dynamics, sem var eiginleg þróunardeild bandaríska hersins í þessum efnum. Það er ljóst að Google ætlar sér að standa í fremstu röð vélmenna í framtíðinni, en ef marka má sögusagnir er þessi deild ekki hugsuð sem lang- tíma rannsóknar- og þróunardeild, heldur er henni ætlað að koma söluvænni vöru á markað sem fyrst, helst strax á þessu ári. Glerið frá Google Það eru tvö ár síðan fyrstu prufu- gerðirnar af Google-glerinu (Glass) fóru að sjást í umferð á ráðstefnum og á nefi einstaka starfsmanna Google, en það er ekki enn komið í almenna sölu. Google-glerið líkist gleraugnaumgjörð, án gleraugna. Umgjörðin inniheldur raddstýrða myndbandsupptökuvél sem tekur upp það sem fyrir augu ber, ásamt litlum skjá sem birtir viðeigandi upplýsingar. Á síðasta ári kom ný útgáfa af glerinu sem gerir það það kleift að nota þau með venjulegum gleraugum. Það er líklegt að þetta skemmtilega tæki verði fáanlegt á þessu ári. Android alls staðar Google hefur sagt að það megi bú- ast við tveimur nýjum útgáfum af Android-stýrikerfinu á þessu ári. Eitt af því sem Google hefur unnið að í tengslum við nýja útgáfu af Android er að þróa stýrikerfið til notkunar í bílum. Afþreyingarkerfi í bílum er þegar orðið umtalsvert. Útvarp, sjónvarpsskjáir og mp3 spilarar eru staðalbúnaður í mörg- um betri bílum, ásamt GPS- staðsetningartæki, og öðrum bún- aði. Google vill freista þess að sam- eina öll þessi tól undir stjórn Android. Fyrirtækið er þegar í við- ræðum við Audi, GM, Honda og Hyundai um þátttöku. Netvæðing heimilisins Nýverið keypti Google fyrirtækið Nest sem framleiðir nettengd hita- stýritæki (thermostat) og reyk- skynjara fyrir heimili sem hægt er að tengja við snjallsíma. Kaupin hafa vakið athygli þar sem augljóst þykir að fyrirtækið hefur tals- verðan áhuga á að netvæða heimili, og kynnti meðal annars frumgerð af hugbúnaði fyrir Android til að stjórna lýsingu árið 2011. Talsmenn Google lýstu þá yfir að draumur þeirra væri að allt heimilið yrði tengt við Android-stýrikerfið, sem er einmitt þróað af Google. Fyrr- verandi forstjóri Nest, sem fylgdi með í kaupunum, stjórnar nú nýrri deild innan Google sem einblínir á netvæðingu heimilishaldsins. Það er því ekki ólíklegt að innan skamms megum við vænta þess að sjá fleiri snjalltæki á heimilum, á borð við Nest. Heilsuvernd Heilsuvernd er einn sá þáttur okkar daglega lífs sem er að taka stakkaskiptum með aukinni snjall- tækjavæðingu. Hér, líkt og annars staðar er Google að leita eftir fót- festu. Nýlega sagði fyrirtækið frá því að það ynni að snjöllum augn- linsum fyrir sykursjúka. Lins- urnar innihalda nema sem skynjar glúkósamagn í tárum og lætur vita í gegnum snjallsíma þegar gera þarf ráðstafanir. Þetta þýðir DUGLEGIR AÐ UPPLÝSA HLUTHAFA OG ÁHUGASAMA Hvað myndi Google gera? * Kaupin hafavakið athygliþar sem augljóst þykir að fyrirtækið hefur talsverðan áhuga á að netvæða heimili GOOGLE ER EITT VERÐMÆTASTA FYRIRTÆKI HEIMS. ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GÆTU VÖRUR GOOGLE VERIÐ ALLT UMLYKJANDI. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.