Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Blaðsíða 43
Esprit 6.645 kr. Þægileg einföld peysa hentar til dæmis við grófar gallabuxur. 23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Þ að er enginn hefðbundinn vinnudagur hjá mér, það fer allt bara eftir hvaða verkefni ég er að vinna og fyrir hvaða fyrirtæki. Allt frá því að vera í myndatöku í stúdíói allan daginn og klæðast 30-100 mismun- andi fatasamsetningum í að vera í tískumyndatökum fyrir auglýs- ingar. Aðra daga erum við herbergisfélagarnir sendir í áheyrnarprufur fyrir kvikmyndir og sjónvarpsauglýsingar,“ segir Adam Karl, sem hefur meðal ann- ars starfað fyrir Polo Ralph Laur- en, Nike, Adidas, Puma, London bridge og Levi’s. Fyrstu tvo mán- uðina segir Adam hafa verið mjög rólega. „Ég eyddi mestum tím- anum í áheyrnarprufum og í prufu- tökum, en núna er þetta allt komið á ról.“ Boðaður í prufur Ævintýrið byrjaði á því að Adam var boðaður í prufur hjá fyrirsætu- skrifstofunni Elite á Íslandi fyrir skemmstu. Adam hélt að hann væri að fara í tökur á Íslandi en seinna um kvöldið fékk hann smá- skilaboð þess efnis að útsendari fyrirsætuskrifstofu á Indlandi hefði áhuga á að fá hann út með sér, þar sem Adam gæti starfað sem fyr- irsæta. Adam sló til og segir lífið á Ind- landi allt öðruvísi en heima á Ís- ENGIR TVEIR DAGAR EINS Boðaður til Indlands í smáskilaboðum Adam Karl Helgason hefur unnið við herferðir stórra tískuhúsa. ADAM KARL HELGASON VAR BOÐAÐUR Í PRUFUR HJÁ FYRIRSÆTUSKRIFSTOFUNNI ELITE Á ÍSLANDI ÞAR SEM HONUM VAR SAMDÆGURS BOÐIÐ STARF Á INDLANDI. ADAM BÝR NÚ Í MUMBAI Á INDLANDI ÞAR SEM HANN STARFAR FYRIR FYRIRTÆKI Á BORÐ VIÐ POLO RALPH LAUREN, NIKE OG ADIDAS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is umferðarreglurnar fáar sem engar. Beljur eru ekki sjaldséðar og labba þær um hvar sem þær vilja, flestar japlandi á plastpokum.“ Adam segir allt ganga vel í starfinu. Hann hafi kynnst fjöl- mörgu nýju og skemmtilegu fólki í gegnum það og eignast marga nýja vini víðsvegar úr heiminum. Heimþráin verður þó æ meiri og hlakkar Adam til að koma heim til Íslands og hitta fólkið sitt í lok apríl. landi. „Fátæktin hérna er gríðarleg en hér er líka hellingur af ríku fólki. Ég er ennþá að reyna að venjast stéttaskiptingunni. Á Ind- landi er allt frá litlum börnum sem betla pening og til milljóna- mæringa sem keyra Lamborghini og Ferrari. Indverjarnir eru flestallir mjög vinalegir en það er eins og það breytist þegar fólk stígur upp í bíl, þá sér hver um sig. Ekkert tillit er tekið til gangandi vegfarenda og Síðumúla 35 www.jens.is Kringlunni og Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg gjöf Vatnajökull 7.900.- Eyjafjallajökull 5.900.- Jöklaskálar Norðurljós 12.800.- 6.900.- 6.900.- 13.900.- Topshop 9.990 kr. Falleg vélprónuð peysa. Freebird 13.245 kr. Jersey-bolur í mildum pasteltón. Pastelbleikt sett hjá Alex- ander Wang. Úr sumarlínu Rag & Bone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.