Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Síða 44
Fjármál heimilanna Átta vikna reglan EPA *Verð á flugmiðum sveiflast til og oft erfittfyrir neytendur að átta sig á hvenær bester að kaupa. Eru miðarnir ódýrastir ásíðustu stundu? Eða er sniðugt að kaupamiða með sem lengstum fyrirvara?Rannsókn hagfræðingsins MakotoWatanabe árið 2010 leiddi í ljós að bestu líkurnar á góðu verði eru þegar átta vik- ur eru í flugdaginn. Hjónin Sólrún Gunnarsdóttir fiðlu- leikari og Friðrik Jónsson sál- fræðinemi haga lífinu sínu sam- kvæmt því mottói að lífið sé skemmtilegra ef fólk leyfir sér að vera smáskrítið og öðruvísi. Eftir að fá tvo loðbolta af kattarkyni á heim- ilið hafa kettir orðið þeim mikil- vægir, göngutúrar um hverfi að kynnast öllum kisunum urðu þess valdandi að þau stofnuðu Facebook- hópinn Kattavaktin þar sem katta- unnendur hjálpast að við að koma týndum kisum aftur heim til sín. Hvað eruð þið mörg í heimili? Hér býr einn ungur maður og tvær til þrjár kisur, eftir því hvort Sólrún er talin með þeim (sem ég myndi persónulega gera). Risastóri, snjalli Sveinn og litli matarþjófurinn hann Bilbó sjá til þess að bæta auka lögum af hári á föt heimilisins. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Pepperóní og maís. Maís hefur þann undursamlega hæfileika að passa vel með öllu og pepperóní er nauðsyn- legasta kjötáleggið. Svo er nú alltaf passað upp á harðfisksbirgðirnar til að gera kisum glaðan dag, þá breyt- ist Bilbó litli í Gollri þegar ljúfling- urinn fyllist urrandi grundsemda um að allir ætli að stela harðfiskinum hans. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Það er nú ekki mikið, ætli það sé ekki svona um það bil 15.000. Við stefnum yfirleitt á 10.000 en skyndi- biti eða hvítvínsflöskur kunna að freista okkar af og til, sérstaklega þegar um vinahittinga er að ræða. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Ætli það sé ekki gosið (koffínfíknin er fögur) og ísarnir (við gerum reyndar heimatilbúinn ís svo við er- um orðin smásnobb með þá, en Ben & Jerries klikkar ekki). Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Bíllaus lífsstíll okkar sparar hrúgur af peningum, við mælum með því fyrir alla. Fólki finnst kannski erfitt að venjast því en það breytir öllu fyrir fjármálin. Svo eru ódýr áhugamál: borðspil eru okkar helsta tóm- stundaiðja, ódýr og gefandi fyrir fé- lagsleg samskipti. Hvað vantar helst á heimilið? Auka frystir er draumurinn! Okk- ur langar að eiga alltaf nokkrar tegundir af heimatilbúnum ís tilbú- inn, sem okkur skortir pláss fyrir, og geta boðið upp á ísbar fyrir gesti. Eyðir þú í sparnað? Ætli borðspilasöfnin komist ekki næst því. Við lítum svo á að í hvert sinn sem við fjárfestum í enn einu borðspilinu séum við að styðja við ódýr áhugamál. Þau verða hræódýr með nógu mikilli notkun, ef maður horfir á verð fyrir skemmtun! FRIÐRIK JÓNSSON OG SÓLRÚN GUNNARSDÓTTIR Spara með spilunum Friðrik og Sólrún stýra Kattavaktinni og gera heimalagaðan ís. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aurapúkinn hefur yndi af lífsins lystisemdum en um leið veit hann að það sem er dýrara og fínna er ekki alltaf peninganna virði. Púkanum finnst það t.d. oft eiga við þegar kemur að matvöru. Aurapúkinn fór eitt sinn í gegn- um tímabil þar sem hann þóttist vera agalegur kaffisnobbari. Hann fjárfesti í pressukönnu og agalega fínum bollum, og drakk með mikilli viðhöfn. Svo líða árin og aðstæður breytast, svo púkinn þurfti einn daginn að láta sér nægja að kaupa skyndikaffi. Nema hvað skyndikaffið reyndist alls ekki svo slæmt, enda einhver sérútgáfa með fáguðu nafni. En hvað gerist svo? Jú, enn harðnar í ári og Púkinn kaupir „venjulegu“ týpuna af skyndikaffi og var hún barasta líka í fínasta lagi. Undir lok- in keypti púkinn afskaplega ódýra sparnaðarútgáfu frá sama kaffifram- leiðanda og sopinn er alveg jafn- góður og hann hefur alltaf verið – en hver bolli bara miklu ódýrari. púkinn Aura- Er óhætt að kaupa ódýrt? U mræðan um vöruverð á Íslandi getur verið skrítin, ekki síst þegar stjórnmálamenn eiga í hlut. Verðlag virðist á stundum vera mjög afstætt hugtak. Það fer ekki framhjá neyt- endum að krónutalan á verðmerk- ingunum úti í búð fer hækkandi og vísitala neysluverðs hefur verið á fleygiferð undanfarin ár. Sem dæmi má nefna að vísitala neyslu- verðs var 334,8 stig í janúar 2009 en var orðin 415,9 stig í janúar á þessu ári. Þessi breyting jafngildir því að reikna mætti með að vara sem kostaði 1.000 kr. fyrir fimm árum myndi kosta um 1.240 kr. í dag. Ef almenningi þykir þetta full- mikil hækkun þá er það ekki skrítið. Sýna tölur OECD að fyrir tímabilið 2010-2013 var ekkert að- ildarríki Efnahags- og framfara- stofnunar með meiri verðbólgu en Ísland, að undanskildu Tyrklandi. OECD gefur viðmiðunarárinu 2010 gildið 100. Árið 2013 hafði vísitala neysluverðs á Íslandi náð 113,6 stigum. Til samanburðar var Þýskaland með 105,7 stig árið 2013, Danmörk 106,1 stig Kanada 105,5 og í Japan hafði verðlag staðið í stað, í 100 stigum. Þegar þessar tölur eru skoðaðar verður vitaskuld að hafa hugfast að hækkun vöruverðs segir bara hálfa söguna. Laun hækka líka og hjálpa til við að láta kaupmátt heimilanna halda – misvel þó – í við verðbólguna. Hlutfallsleg breyting segir held- ur ekki allt. Í sumum lönd er verðlag hærra en í öðrum og ákveðnar borgir eða landsvæði geta líka verið með hærra verðlag en aðrir landshlutar. Þegar hér er komið sögu vandast því sam- anburðurinn. Ein ágæt heimild er vefurinn Numbeo.com sem safnar saman tölum um verð á vörum og þjón- ustu í fjöldamörgum borgum um allan heim. Verður að hafa þann fyrirvara á að mælingarnar eru ekki beinlínis vísindalegar, en þær virðast samt yfirleitt fara mjög nærri lagi. Dýrari borgir Í fljótu bragði virðist samanburð- urinn við aðrar borgir vera Reykjavík hagstæður. Samkvæmt Numbeo má reikna með að vörur og þjónusta séu um 12% dýrari í París, 19% dýrari í Stokkhólmi og 52% dýrari í Osló. En við eigum eftir að skoða hinn þáttinn sem ræður kaup- mætti almennings, og það er tekjuhliðin. Numbeo safnar líka launatölum og þegar þær eru settar í sam- hengi við verðlagstölurnar er út- koman ekki mjög góð. Reykjavik lendir þá n.v. um miðbikið á borgalistanum og kaupmátturinn er töluvert meiri fyrir venjulegan launamann í öllum borgunum sem nefndar voru hér að ofan. Borið saman við meðalmanninn í Reykjavík er meðaljón í Osló með 23% meiri kaupmátt í sinni heimaborg, Parísarbúinn með 10% meiri kaupmátt og vel megandi Lúxemborgari er 79% betur staddur. Það er því ekki amalegt að búa og starfa í Lúxemborg en íbúar fjölda annarra borga hafa það enn betra, ef marka má tölur Numbeo. Ætti t.d. kaupmáttur meðalmanns- ins í Las vegas að vera 88% betri en hjá Reykvíkingnum, 93% betri hjá íbúa Dresden, 112% betri í Lausanne í Sviss og 114% betri í kanadísku undraborginni Ottawa sem trónir efst á listanum. Í kaupmáttartölunum á Reykja- vík meira skylt við Hyderabad á Indlandi, Monterrey í Mexíkó og Alicante á Spáni. VERÐLAG SETT Í SAMHENGI VIÐ LAUN Kaupmátturinn er víða meiri ALÞJÓÐLEGUR SAMABURÐUR SETUR MEÐALMANNINN Í REYKJAVÍK Í HÓP MEÐ ÍBÚUM MONTERREY Í MEXÍKÓ OG HY- DERABAD Á INDLANDI. VERÐLAG ER HÆRRA EN KAUPMÁTTUR ER UM LEIÐ TÖLUVERT MEIRI T.D. Í OSLÓ OG PARÍS. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tölur frá vefnum Numbeo benda til þess að íbúar Ottawa séu með heimsins mesta kaupmátt m.v. verðlag. Brosand Ottawabúi bíður eftir strætó í snjónum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.