Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014 Þ að var nokkur fréttaþytur vegna til- lagna Obama forseta um skipun í embætti sendiherra síns mikla ríkis í þremur tilgreindum löndum. Þyt- urinn barst hingað, vegna þess að einn sendiherranna er á leið hingað. Hinir eiga að fara til Óslóar og Búdapest. Gamall siður, en er hann góður? Það varð hluti af umræðunni að allir hinir tilnefndu höfðu gefið álitlegar fjárhæðir til að styrkja kosn- ingabaráttu forsetans. Það þykir ekki vera eins mikið hneyksli og það hljómar annars staðar, enda rík hefð fyrir aðferðinni í Bandaríkjunum. En þingmaðurinn frægi, McCain, sem var keppinautur Obama um emb- ætti fyrir tæpum 6 árum, hafði sig nokkuð í frammi er þingnefnd hans yfirheyrði sendiherraefnin. Þar gat hann þess sérstaklega að hann ætlaði út af fyrir sig ekki að finna sérstaklega að því, að hinir tilnefndu væru þekktir styrkveitendur sitjandi forseta. Það væri í reynd viðurkenndur háttur og þrír af hverjum tíu sendiherrum Bandaríkjanna hefðu að jafnaði átt rót í því kerfi. Forsetaframbjóðandinn Obama hefði hins vegar gagnrýnt aðferðina af nokkrum þunga, en í forsetatíð hans hefði hlutfallið farið úr 30% í 37%. McCain sagði gagnrýni sína lúta að frammistöðu kandídatanna á fundinum. Enginn þeirra hefði nokkru sinni komið til þeirra landa sem þeir væru sendir til og þekking þeirra á gestgjafalandinu væri í molum. Þessi ummæli urðu til þess að íslenskir fjölmiðlar slógu því upp að McCain hefði hæðst að væntan- legum sendiherra á Íslandi. En þegar betur var að gáð kom í ljós að eina athugasemdin sem sneri að honum var sú að ekkert sendiherraefnanna hefði komið til gestgjafalandsins. Það er þó í raun auka- atriði og hin óskráða regla hefur verið sú, að eftir að einstaklingur er tilnefndur sem verðandi sendiherra í viðkomandi landi sé ekki við hæfi að hann sæki þang- að fyrr en tilnefning hans hefur verið samþykkt af því, þótt formsatriði sé og dagsetning afhendingar trúnaðarbréfs hafi verið ákveðin. Sendiherraefnið til Íslands var ekki staðið að vanþekkingu á landshögum og stjórnarháttum þar. Það gerðu hins vegar hinir tveir og þá ekki síst tilvonandi sendiherra í Ósló. Sá vissi ekki að Noregur væri konungsríki og taldi að Norðmenn hefðu sýnt fyrirlitningu á „öfgaflokknum“ kenndum við framfarir og vissi ekkert um að hann væri í ríkisstjórn. En í framhaldinu urðu nokkrar um- ræður um skipun sendiherra, ekki síst Bandaríkj- anna, út frá þeim forsendum sem nefndar hafa verið. Þótti mörgum hinar „ófaglegu“ embættisskipanir gagnrýnisverðar ef ekki yfirgengilegar. Allt er það í samræmi við þekkta umræðuhefð. Mestu skiptir þó auðvitað að sá sem í hlut á geti gegnt starfi sínu með árangri. Auðvitað fyrst og síðast fyrir landið sem sendir hann, en einnig fyrir viðtökulandið. Ýmsir virðast gefa sér að skipunum annarra en embættis- manna til áratuga sé eingöngu beint að litlum löndum eða ómerkilegum í augum stórveldisins, svo sem þeim sem þarna voru í umræðu. Það er rangt. Rétt er að athuga að í Bandaríkjunum gefa menn sér ekki, að þeim sem gert hafa það gott í viðskiptum hljóti að vera fátt annað gefið og vera miklu lakari menn í hagsmunagæslu fyrir eigið land en hinir sem hafa legið yfir bókum og jafnvel skrifað langa ritgerð um afmarkað efni. Nánast er undantekningarlaust að fjárhagslega öfl- ugur stuðningsmaður forsetans, sem hefur gert það mjög gott í viðskiptalífi, er skipaður sendiherra í London og á því að gæta hins „sérstaka sambands“ sem Bretar tala núorðið mun meira um en Banda- ríkjamenn. Ein ástæða þess er að rekstur þess emb- ættis „með fullri reisn“ er svo útgjaldafrekur að gert er ráð fyrir að sendiherrann leggi sjálfur til drjúgan hluta þess fjár sem þarf til. Í London hafa margir auðugir menn gegnt starfanum og hafa reynst mjög öflugir. En dæmin um hina eru líka til, rétt eins og gerist með atvinnumennina. Persóna þess sem á í hlut og eiginleikar hennar skipta mestu máli eins og annars staðar í tilverunni. Í aðdraganda og byrjun heimsstyrjaldarinnar síðari var demókratinn Joseph Kennedy, sem var einn af helstu auðmönnum vestra, skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Í upphafi féll hann ekki illa að opinberum markmiðum Roosevelts forseta, sem voru að tryggja að Bandarík- in flæktust ekki inn í nýja evrópska styrjöld. En þeg- ar á leið þótti sendiherrann verða til vandræða, vegna þess hve mjög hann dró taum Þýskalands Hitlers gegn Bretum. Kennedy sendiherra var ekki nasisti. Þessum bandaríska Íra þótti hins vegar ekki mikið til Breta koma og var sannfærður um að Hitler myndi vinna stríðið auðveldlega og því myndu bandarískir hagsmunir skaðast af of nánu sambandi við Breta, enda myndi það styggja Hitler. Ekki þarf að fjölyrða um að Bretar og Winston Churchill þá alveg sér- staklega höfðu illan bifur á Joseph Kennedy og fögn- uðu því mjög þegar hann var kallaður heim. John Kennedy dvaldi löngum í sendiherrahöllinni og hann var á hinn bóginn hlynntur málstað Breta og gerðist sérlegur aðdáandi Churchills og veitti honum göml- uðum æðstu orðu sem Bandaríkin geta veitt útlend- ingum (en Churchill var bandarískur í móðurætt). Hvað um okkur? Dæmin um bandaríska sendiherra á Íslandi eru auð- vitað margvísleg. Margir ágætir atvinnusendiherrar hafa dvalið hér, sumir öflugir og vel metnir, en sumir slappir og gagnslitlir. Þeir sem komið hafa með bak- grunn úr viðskiptalífinu lúta sömu lögmálum, sumir slakir, aðrir ágætir og nokkrir frábærir. Þótt Íslend- ingar eigi ekki að temja sér minnimáttarkennd (sem virðist innbrennd í einn af íslensku stjórnmálaflokk- unum) þá hljóta þeir að vera raunsæir og þekkja þau Beintenging við Hvíta húsið eða faglegur þráður í skrifborð á þriðju hæð * Dæmin um bandaríska sendi-herra á Íslandi eru auðvitaðmargvísleg. Margir ágætir atvinnu- sendiherrar hafa dvalið hér, sumir öflugir og vel metnir, en sumir slapp- ir og gagnslitlir. Þeir sem komið hafa með bakgrunn úr viðskiptalífinu lúta sömu lögmálum, sumir slakir, aðrir ágætir og nokkrir frábærir. Reykjavíkurbréf 21.02.14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.