Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 47
takmörk sem blasa við. Stalín, alvaldur Sovétsins, var
eitt sinn minntur á mikilvægi páfans í Róm og spurði
þá hversu mörgum herfylkjum sá stýrði. Og það var
rétt til getið að nokkur hundruð svissneskir varðliðar
ná ekki máli á þá stikuna og eru þó fleiri en opinber-
lega vopnfærir Íslendingar. En nú er alræðið, sem
Stalín fór lengst allra fyrir, brennandi kirkjur til
grunna, komið á öskuhauga sögunnar, en kirkjurnar
blómstra á ný, fullar af söng og fólki sem trúir. Fullyrt
er að þrír einstaklingar hafi haft meira að segja um að
svo fór en aðrir, þótt fjarri sé að þeir eigi einir allan
heiður. Það eru þau Ronald Reagan, Margrét Thatc-
her og Jóhannes Páll páfi. Í tilfelli þess síðastnefnda
voru það ekki svissnesku varðliðarnir sem gerðu út-
slagið, heldur fordæmi hins pólska páfa sjálfs, persóna
hans, hugrekki og óbifanleg sannfæring.
Íslenskir ráðamenn hafa, oftast nær, gert sér fulla
grein fyrir því, að þeir séu ekki umræðuefnið í helstu
valdastofnunum veraldar. Þess vegna er ólíklegt að
forsetinn í Washington eða þingið velti því mikið fyrir
sér hver sé þangað sendur í þágu bandarískra hags-
muna. Ekki síst nú, eftir að Bandaríkjamenn ákváðu
að hernaðarleg staðsetning landsins væri orðin auka-
atriði. Hinir faglegu starfsmenn bandaríska utanrík-
isráðuneytisins telja sendiherrastarf á Íslandi því
ekki háan söðul að sitja í. Þungavigtarmenn í þeim
hópi sækja því annað og hinir, sem hingað koma, hafa
ekki mikil tengsl. Þau eru alls engin við Hvíta húsið
og einatt einnig sáralítil innan ráðuneytisins sem
sendir þá. Þeir góðu menn ná því ekki lengra, þótt
nokkuð liggi við, en upp á næsta skrifborð í ráðuneyt-
inu, og eru sem í órafjarlægð frá sjöttu hæð þess, ráð-
herrahæðinni. Svo hversu vel sem sendimaðurinn
kann að hafa undirbúið sína dvöl dregur framan-
greind staðreynd úr möguleikum hans til að hafa
áhrif.
Áhrifavaldar fyrir Ísland
En svo höfum við hin dæmin. Þar má nefna sendi-
herrana Nick Ruwe og konu hans Nancy og síðar
Chuck Cobb og konu hans Sue, en hún varð sjálf síðar
sendiherrra Bandaríkjanna. Þessir sendiherrar voru
báðir öflugir og Cobb er einhver athafnasamasti
sendiherra sem hér hefur verið. Þótt liðnir séu rúmir
tveir áratugir frá því að hann lauk starfi sínu hér
kemur hann enn hingað á hverju ári. Veitir sjóður
hans ungu fólki í báðum löndum styrk til að efla sam-
skiptin og hefur Cobb greitt götu fjölmargra Íslend-
inga vestan hafs. En mikilvægastir voru þessir tveir
sendiherrar vegna hinna nánu tengsla sem þeir höfðu
við forseta Bandaríkjanna í sinni tíð. Nick Ruwe var
skrifsofustjóri Nixons eftir að hann lét af embætti og
persónulegur vinur Reagans. Nancy kona hans starf-
aði í Hvíta húsinu, sem starfsmannastjóri Betty Ford
forsetafrúar, og var síðar formaður nefndar sem sá
um að útvega listaverk til að skreyta forsetabústað-
inn. Löngu eftir að maður hennar féll frá gátu ís-
lenskir ráðamenn og vinir beðið Nancy að útvega sér
með litlum fyrirvara samtöl við áhrifamenn vestra,
hvort sem var í stjórnmála- eða viðskiptalífi. Hún
sagði aldrei nei og tengsl hennar voru ótrúleg. Þegar
minnst er á ummæli McCains um að sendiherrarnir
hefðu ekki einu sinni komið til „fyrirheitna“ landsins
þá átti það ekki við um Nick. Hann hafði komið til Ís-
lands 25 sinnum þegar hann var skipaður sendiherra.
Hann sagði bréfritara þá sögu að þegar Reagan hefði
rætt við sig um sendiherratign hefði hann spurt hvert
hugur Ruwes stefndi. „Iceland,“ svaraði Nick Ruwe.
Reagan misheyrði svarið og hugsaði upphátt: Ire-
land. Nei, sagði Ruwe: Iceland. „Nick,“ sagði forset-
inn þá og brosti út að eyrum. „You come cheap.“
Þegar ákveðið var með örstuttum fyrirvara að
halda toppfund Reagans og Gorbasjefs stakk sá síð-
arnefndi upp á að mæst yrði á miðri leið, í London eða
Reykjavík. Sagan segir að þá hafi Reagan valið
Reykjavík með þessum orðum: „Ekki London, því þá
mun mín elskulega góða vinkona þar anda alveg sam-
fellt ofan í hálsinn á mér. Ég veit ekki mikið um
Reykjavík en ég veit að þar er Nick og það dugir
mér.“
Þegar þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna,
Nixon, Ford og Carter, voru sendir sem fulltrúar
þeirra við útför Sadats forseta Egyptalands, fól
Reagan Nick Ruwe að skipuleggja þá ferð.
Óborganlegur sendiherra
Þegar bréfritari fór til fundar við George Bush eldri
var dvalið í fáeina daga áður á heimili Cobb-hjónanna
í Florida. Hinn athafnasami sendiherra hafði skipu-
lagt vinnukvöldverði með áhrifamönnum í fylkinu.
Þegar lagt var á stað til fundarins með forsetanum
var upplýst að hann myndi hitta samtals 14 þjóð-
arleiðtoga þann sama dag. Bréfritara varð hugsað til
þess að forsetinn myndi eiga fullt í fangi með að ná
valdi á fjölbreyttum umræðuefnum við svo marga, og
þá kannski ekki síst við fulltrúa lands sem ekki hefði
stórbrotna þýðingu í alþjóðlegum stjórnmálum. Þessi
hugsun ágerðist þegar í ljós kom að fulltrúi Sovét-
ríkjanna (á útleið) var næstur á undan í röðinni. Þeg-
ar sest var í stólinn við hlið forsetans og ákveðið að
nefna strax þau 2-3 atriði sem gesturinn vildi helst
ræða, greip forsetinn fljótlega fram í og sagði: „Ég
veit allt um það sem þú vilt ræða. Jeb, sonur minn,
hringdi til mín í gær og sagði að þið hefðuð borðað
saman og fór yfir helstu áhersluatriði þín.“ Hugsað
var hlýlega til fyrirhyggju Cobbs sendiherra og
glaðst yfir því að enginn hinna 13 viðmælenda Banda-
ríkjaforseta hefði fengið þann undirbúning, sem að-
eins þeir sem greiðastan aðgang áttu, gátu veitt.
Reagan bregst við
íslenskum fjölmiðli
Ronald Reagan var, ólíkt því sem óvinveittir spuna-
meistarar héldu að fólki, bæði bókamaður og ötull við
bréfaskriftir. Eina íslenska dagblaðið, sem vitað er til
að forsetinn hafi fjallað um í persónulegum bréfum
sínum, er hið gamla málgagn framsóknarmanna,
Tíminn. Þar hafði verið sagt frá því að talið væri að
forsetinn væri af íslenskum ættum. Reagan fær þýð-
ingu á greininni og skrifar vini sínum í sendiráðinu í
Reykjavík persónulegt bréf um málið: „Ég vil byrja á
að taka fram að þessi frásögn á sér alls enga stoð.
Langalangafi minn í föðurætt fæddist í Ballyporeen á
Írlandi. Kráin á staðnum heitir í höfuðið á mér og ég
hef séð hvað kirkjubækurnar segja og, nei, ég hef
aldrei gefið fyrirmæli um að þeim upplýsingum skuli
leynt. En til að vera nákvæmur, þá var ég fæddur í
Tampico, Illinois. Fyrir utan skrár frá þeim stað á ég
eldri bróður, sem man fæðingu mína. Hann varð ekki
kátur, vildi systur. Það eru fáir enn til staðar sem
muna fæðingu mína. Flestir eru gengnir, en ég man
það fólk og tengsl þess við fjölskylduna. Nick, ég er
undrandi á, hversu þessi saga fer ofan í smáatriði og
er hugsandi yfir því. Ég veit að það eru til a.m.k. tveir
aðrir sem bera þetta nafn, Ronald Reagan. Annar var
lögreglumaður í Sacramento þegar ég var ríkisstjóri.
Hinn var foringi í hernum í seinni heimsstyrjöldinni.
Ég hitti hann aldrei sjálfur, en aðrir foringjar í hern-
um, sem höfðu hitt hann, sögðu hann hafa kynnt sig
sem Ronald Reagan, leikara. Hann neitaði þó að gefa
mönnum eiginhandarráritun – sagði herinn hafa
bannað sér það. Jæja, nóg um þetta.
Þessi R.R. er írskur, enskur og skoskur og fór í sína
fyrstu og fram til þessa einu heimsókn til Íslands í
boði Gorbasjefs aðalritara. Eins og ég sagði þá var
þetta mögnuð fjölskyldusaga sem Tíminn prentaði,
hún er bara ekki mín. Elsulegar kveðjur til frúar-
innar, með mikilli hlýju, Ron.“
Mikið hefði öll íslenska fjölmiðlaflóran öfundað
Tímann af allri þessari umfjöllun valdamesta manns
veraldar hefði hún vitað um hana.
En nú hefur tíminn tekið þá báða, Ron og Tímann,
blessuð sé minning þeirra.
Morgunblaðið/Kristinn
23.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47