Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2014, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2014
BÓK VIKUNNAR Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William
Faulkner í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar er bók sem unn-
endur gæðaskáldskapar mega ekki láta framhjá sér fara.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Kunningi minn einn hafði orð á þvíum daginn að hann setti sigósjálfrátt í varnarstellingar
fengi hann í hendur bók sem væri
lengri en 500 síður. Honum finnst
hann lesa alltof margar bækur þar
sem höfundar eru að teygja lopann og
dásamar hinn góða rithöfund Sjón
fyrir að geta sagt miklar sögur í
stuttum og knöppum eðaltexta.
Það er vissulega lítil skemmtun í
því að lesa mörg hundruð blaðsíðna
bók sem manni leiðist og reyndar
engin ástæða til að eyða tíma sínum í
það. Það er í góðu lagi að gefast upp,
nema vitanlega bókin sé lesin vegna
náms- eða vinnuskyldu. Þá er lítið
annað hægt að
gera en að lesa
og þjást.
Ein af tísku-
bókum ársins er
The Goldfinch
eftir bandarísku
skáldkonuna
Donnu Tart, al-
þjóðleg met-
sölubók upp á
770 síður. Tveir
kunningjar mínir
voru alsælir með
hana svo ég byrjaði að lesa hana full
bjartsýni. Ég gafst upp á blaðsíðu 257
því ekkert í bókinni hreif mig. Mér
var ómögulegt að lifa mig inn í sögu-
þráðinn og persónur bókarinnar
fannst mér einkennilega líflausar.
The Goldfinch hefur ekki verið
þýdd á íslensku
en önnur löng
metsölubók er
nýkomin út á ís-
lensku og er að
slá í gegn. Það er
Sannleikurinn
um mál Harrys
Quebert eftir
Svisslendinginn
Joël Dicker, sem
nú trónir á toppi
metsölulista Ey-
mundsson. Sú er tæpar 700 síður, full
af óvæntum atvikum, áhugaverðum
persónum og oft glittir í skemmti-
legan húmor, sem er ansi beittur þeg-
ar höfundur fjallar um markaðs-
lögmálin í bókmenntaheiminum. Það
felst mikil ánægja í því að lesa bók
þar sem höfundur kemur manni með
reglulegu millibili á óvart. Við lestur
þessarar bókmenntalegu glæpsögu
ályktar maður hvað eftir annað sem
svo að nú sé ráðgátan til lykta leidd
og botnar ekkert í því að nokkur
hundruð blaðsíður séu eftir af bókinni.
Ætlar höfundur að teygja lopann það
sem eftir er bókar? hugsar maður
með sjálfum sér – en er staddur á al-
gjörum villigötum í þeim hugsunum.
Það eru ekki allar 700 blaðsíðna
skáldsögur sem virka, en þessi gerir
það sannarlega. Skemmtileg og
áhugaverð lesning.
Orðanna hljóðan
LÖNGU
BÆK-
URNAR
Alþjóðleg
metsölubók.
Bókin á toppnum.
S
ögur úr Biblíunni handa börn-
um á Norðurlöndum er ný
bók sem Skálholtsútgáfan
stendur að og er bókin sam-
starfsverkefni fimm norrænna
útgefenda. Bókin er rituð af fimmtán
norrænum höfundum og myndskreytt af
jafnmörgum norrænum listamönnum.
Fulltrúar Íslands í bókinni eru Óskar
Guðmundsson rithöfundur og Halla Sól-
veig Þorgeirsdóttir myndlistarmaður, en
þau túlka meðal annars Nóaflóðið og sög-
una af Jesú í musterinu í máli og mynd-
um.
„Bókin er norrænt samstarfsverkefni en
Skálholtsútgáfan hefur verið í samstarfi
við norræna bókaútgefendur og gefið út
eitt og annað og það nýjasta er þessi
barnabiblía sem kemur út á öllum nor-
rænu tungumálunum. Bókin er ætluð
börnum sex ára og eldri,“ segir Edda
Möller, starfsmaður Skálholtsútgáfunnar.
„Tíu manna hópur frá norrænu útgáfufyr-
irtækjunum valdi sögurnar. Við sem vor-
um í þeim hópi erum af Biblíusögukyn-
slóðinni og lærðum sögurnar í barnaskóla.
Við valið höfðum við í huga þær sögur
sem okkur þykir vænt um og höfum í
hávegum. Sögur Gamla testamentisins eru
sumar tyrfnar en aðrar eru ansi góðar
eins og um Jónas og hvalinn, Daníel í
ljónagryfjunni og Jósef og bræður hans.
Við völdum sögur sem sýna persónur
sem búa yfir hugrekki og dugnaði og for-
vitni, gleði og sorg og vinátta er mjög
sterkt afl í þessum sögum. Þetta eru
sögur sem fjalla um það að vera mann-
eskja og kenna börnum að standa fyrir
sínu.
Þegar við í útgáfunefndinni höfðum val-
ið sögurnar fengu rithöfundarnir frjálsar
hendur til að túlka þær og myndlist-
armenn myndskreyttu síðan. Sögurnar
voru ritaðar með heim barna og áhuga
að viðmiði og höfundarnir og myndlist-
armennirnir komu með tillögur um hvern-
ig mætti túlka þær. Útkoman er mjög
skemmtileg. Í fyrstu sögunni um það
hvernig Guð skapaði heiminn kemur til
dæmis fram hvað Guð er að hugsa. Um
leið er sköpunarsagan orðin að ævintýri
sem passar vel inn í hugarheim barna.“
Finnst þér mikilvægt að börn þekki
sögur Biblíunnar?
„Bæði menningarlega og trúarlega
finnst mér mjög mikilvægt að börn þekki
sögur Biblíunnar því þær segja svo
margt um lífið. Sögur Gamla testament-
isins eru margar mjög áhugaverðar og
skemmtilegar en ég er miklu meiri Nýja
testamentis kona. Sögur Nýja testament-
isins og saga Jesú sérstaklega sýna svo
vel fyrir hvað kristin trú stendur. Þetta
eru sögur um gleði og samkennd.“
EDDA MÖLLER SEGIR MENNINGARLEGA OG TRÚARLEGA MIKILVÆGT AÐ BÖRN ÞEKKI BIBLÍUSÖGUR
Sögur um gleði og samkennd
„Þetta eru sögur sem fjalla um það að vera manneskja og kenna börnum að standa fyrir sínu, segir
Edda Möller um bókina. Sögur úr Biblíunni handa börnum á Norðurlöndum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FIMMTÁN NORRÆNIR HÖFUNDAR
OG JAFNMARGIR NORRÆNIR
MYNDLISTARMENN SAMEINA
KRAFTA SÍNA Í NÝRRI BÓK MEÐ
SÖGUM ÚR BIBLÍUNNI.
Ég hef víst verið bókaormur alla ævi. Á barnsaldri kunni ég Tinna og
Ástrík nánast utan að og man eftir að hafa lesið alls kyns léttmeti.
Eitt sinn reyndi pabbi líka að lesa Njálu fyrir mig og Patrek, annan
yngri bróður minn – Jói var ekki fæddur. En þetta varð endasleppt því
fljótlega sagði Patti hneykslaður og sár: „Þú
lofaðir brennu en það gerist bara ekki
neitt.“
Hiklaust get ég svo sagt að á fullorðins-
árum hef ég helst laðast að góðum sagn-
fræðiritum, eins andlaust og það kann að
hljóma þegar sagnfræðingur á í hlut. En
svona er þetta, ég veit fátt betra en að sitja í
sófa á kvöldin með hnausþykka ævisögu eða
fræðibók. Yfirleitt heillar skáldskapurinn
ekki eins mikið. Mér finnst sagnfræði vera hvort tveggja, listgrein og
akademísk vísindi. Í góðu fræðiriti ætti því að renna saman ritsnilld og
tök höfundar á að útskýra rás viðburða án þess að söguþráðurinn líði
fyrir. Í hugann koma stríðsárabækur Þórs Whitehead hér heima og
rit Peters Hennessy, eins lærimeistara míns úr sagnfræðináminu á
Englandi.
Loks verð ég að viðurkenna að síðustu misseri hef ég kolfallið fyrir
verkum um söguna sem gæti hafa gerst. Síðast var ég að lesa aftur
Föðurland Roberts Harris og hef það núna að gæluverkefni að
skrifa um Íslandssöguna sem gæti hafa gerst. Hvað ef landnám í Vest-
urheimi hefði lánast? Hvað ef Ísland hefði verið innlimað í Bretaveldi?
Hvað ef þjóðin hefði verið flutt á Jótlandsheiðar eftir móðuharð-
indin? Hvað ef Þjóðverjar hefðu hernumið landið í seinna stríði?
Hvað ef, hvað ef …
Í UPPÁHALDI
GUÐNI TH. JÓHANNESSON
SAGNFRÆÐINGUR
Guðni Th. Jóhannesson var Tinnaaðdáandi þegar hann var barn en nú
laðast hann að góðum sagnfræðiritum.
Morgunblaðið/Ómar
Tinni.