Morgunblaðið - 21.05.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
SÓLPALLAR!
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Erum að fara af stað í nýsmíði
og endurbætur. Komum á staðinn
og gefum fast verðtilboð.
100% VINNUBRÖGÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þeir voru léttir á brún og brá, íbúar Hrafnistu
sem fóru í vorferð í gær, enda fengu þeir ferða-
veður eins og best verður á kosið. Ferðin var far-
in í boði Kiwanisklúbbsins Heklu og var þetta 50.
árið í röð sem Hekla hefur boðið íbúum Hrafn-
istu í ferðalag. Kiwanisklúbburinn Hekla varð 50
ára í janúar, sá fyrsti sem var stofnaður hér á
landi, og því vorferðirnar verið árlegar frá upp-
hafi. Í dag var farið um Vesturbæ Reykjavíkur,
ekið um Reykjavíkurhöfn, Örfirisey, Gróttu og
Seltjarnarnes og endað í veislukaffi í Bústaða-
kirkju.
Kiwanisklúbburinn Hekla bauð íbúum Hrafnistu í fimmtugasta skipti í rútuferðalag
Morgunblaðið/Þórður
Viðraði vel til vorferðar eldri borgara
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitar-
félaganna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í
húsnæði Ríkissáttasemjara kl. 21.45 í gærkvöldi.
Með því náðist að afstýra vinnustöðvun tæplega
4.300 grunnskólakennara sem átti að standa yfir í
dag. Skólahald er því með hefðbundnu sniði í dag.
„Við teljum að við höfum náð ásættanlegri nið-
urstöðu fyrir okkar fólk. Nú fer þetta í kynningu.
Það kemur svo í ljós hvort félagsmenn okkar séu
sammála okkar eða ekki. Það er næsta skref,“
sagði Ólafur Loftsson, formaður Félags grunn-
skólakennara, eftir að skrifað hafði verið undir
samninginn í gærkvöldi.
Samningurinn gildir út árið 2016 og er áþekkur
þeim sem framhaldsskólakennarar gerðu við ríkið
í síðasta mánuði, að sögn Ólafs. Í honum er meðal
annars kveðið á um að vinnumat verði gert fyrir
grunnskólakennara. Verkefnastjórn taki við því
verkefni á næstunni að því gefnu að kjarasamn-
ingurinn verði samþykktur í atkvæðagreiðslu fé-
lagsmanna. Niðurstaðan verði svo lögð fyrir kenn-
ara í atkvæðagreiðslu í febrúar á næsta ári.
„Svo er í þessu almenn launahækkun eins og
aðrir hafa fengið og fleiri leiðréttingar sem tengj-
ast þessum breytingum. Það er það sem við erum
að fara að kynna fyrir trúnaðarmönnum okkar [í
dag],“ segir Ólafur, sem vildi ekki fara dýpra í efni
samningsins fyrr en hann hefði verið kynntur
trúnaðarmönnum.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður launanefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að grund-
vallarbreytingar á vinnutímaákvæði kjarasamn-
ingsins sem samið hafi verið um skapi gríðarleg
tækifæri til jákvæðrar þróunar á skólastarfi.
Launahækkanir séu á svipuðum nótum og hjá
framhaldsskólakennurum.
„En við erum auðvitað að kaupa réttindi af
kennurum þannig að þetta eru ekki allt saman
beinar launahækkanir. Það eru hlutir sem fara út
á móti,“ segir hún.
Þar á meðal verður eldri kennurum boðið að
selja kennsluafslátt sem þeir njóta fyrir hærri
laun.
Vinnustöðvun kennara afstýrt
Skrifað undir nýjan kjarasamning grunnskólakennara um kl. 22 í gærkvöldi Samningurinn gildir
út árið 2016 Fer líklega í atkvæðagreiðslu í næstu viku eftir að efni hans hefur verið kynnt kennurum
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Vöfflukaffi eftir undirskrift í gærkvöldi.
Öruggt þykir að ekki sé lengur hætta
á síldardauða í Kolgrafafirði, líkt og
veturinn 2012-2013. Um 80.000 tonn
af síld höfðu þar vetursetu, en fram
kemur á vef umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins að síldin haldi yfirleitt
til hafs í maí. Hætta var talin mest
yfir háveturinn. Súrefnisstaðan í
firðinum er sögð „mjög góð“ og hafa
súrefnismælar verið fjarlægðir.
Um 50.000 tonn af síld drápust í
firðinum í tveimur atburðum vetur-
inn 2012-2013. Voru þá þar yfir
200.000 tonn þegar mest var.
„Magnið sl. vetur var mun minna
og bendir flest til þess að þar hafi
elstu árgangar íslensku sumargots-
síldarinnar verið á ferð. Yngri ár-
gangar virðast hafa haft vetursetu
nú að mestu úti fyrir Suðausturlandi
og í Kolluál utan við Snæfellsnes,
auk þess sem nokkurt magn smásíld-
ar fannst í Hvammsfirði,“ segir á vef
ráðuneytisins. Er svo tekið fram að
óvissa sé um hversu mikið magn síld-
ar mun leita í fjörðinn næsta vetur.
Í nóvember var reynt að hrekja
síldina út með hvellhettum. Ekki
tókst að ljúka tilrauninni á fullnægj-
andi hátt vegna erfiðra aðstæðna.
Tvisvar í vetur féll súrefnismagn svo
langt niður að sá möguleiki var skoð-
aður að reyna að reka síldina úr firð-
inum, í bæði skiptin batnaði súrefnis-
staðan með auknum vindi.
Hafrannsóknastofnun og Vega-
gerðin hafa lagt mat á valkosti til að
fyrirbyggja síldardauða í firðinum.
Algjör lokun fjarðarins er sögð dýr
og hafa veruleg umhverfisáhrif. Þá
er frekari opnun þverunar með nýrri
brúargerð ekki talin hafa afgerandi
áhrif á súrefnisbúskap í firðinum, en
verða mjög dýr. Óvíst þykir hvort
slíkir kostir bera tilætlaðan árangur.
Hætta á síldardauða er
liðin hjá í Kolgrafafirði
Yngri árgangar
fóru annað í vetur
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Síldardauði Í Kolgrafafirði.
Vinnan við kjarasamning gunn-
skólakennara hefur verið löng
og ströng. Deilunni var vísað til
Ríkissáttasemjara 18. mars og
síðan hafa ríflega þrjátíu samn-
ingafundir verið haldnir.
Kennarar lögðu niður störf á
fimmtudag í síðustu viku. Til
stóð að þeir gerðu það aftur í
dag og á þriðjudag í næstu viku
hefði ekki samist áður.
Yfir þrjátíu
fundir haldnir
LANGUR AÐDRAGANDI
Í nægu var að snú-
ast hjá lögreglunni
á höfuðborgar-
svæðinu í gær. Um
hádegi var maður
handtekinn í aust-
urbænum vegna
þjófnaðar í verslun
en hann reyndi að
komast undan afgreiðslumanni en
lögreglumenn sáu þá hlaupa og gátu
aðstoðað við að handsama geranda.
Um kl. hálfþrjú var tilkynnt um tvo
menn að slást á Laugavegi. Tveir
voru handteknir á staðnum. Um
svipað leyti var tilkynnt að maður
væri að sparka í bifreiðar á Eið-
istorgi, hann var mjög vímaður og
var vistaður í fangaklefa. Þá var til-
kynnt um þjófnað í verslun í Kópa-
vogi stuttu síðar.
Handsömuðu þjóf
á harðahlaupum
Fulltrúar Icelandair og Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna hittust
hjá Ríkissáttasemjara upp úr há-
degi í gær og stóð fundurinn til
klukkan níu um kvöldið.
Magnús Pétursson ríkis-
sáttasemjari segir aftur verða
fundað snemma í dag. „Það er verið
að reyna að komast áfram með
þetta en það er ekki viðeigandi að
gefa viðræðunum einkunn,“ segir
Magnús um árangur samninga-
viðræðnanna í gær.
Aftur fundað í deilu
flugmanna í dag