Morgunblaðið - 21.05.2014, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
víða notað gasviðskipti til að hafa
áhrif á stjórnarstefnu annarra ríkja,
einkum Úkraínu.
Vinsamleg orð og heimsóknir
„Það eru engar ýkjur ef sagt er að
samstarfið milli ríkja okkar sé meira
en nokkru sinni í sögunni,“ sagði
Pútín í viðtali við kínverska fjölmiðla
fyrir opinbera heimsókn sína í gær.
Kínverjar eru einnig fullir áhuga,
Rússland var fyrsta landið sem Xi
heimsótti eftir að hann varð forseti
og efnt var til sameiginlegra flotaæf-
inga ríkjanna tveggja í gær nálægt
Sjanghæ.
Kínverjar og Rússar eiga það
einnig sameiginlegt að grannríki
þeirra eru mörg ósátt við yfirgang
risanna og leita nú sum skjóls hjá
Bandaríkjamönnum. Rússar ógna
sínum grönnum með hervaldi til að
verja hagsmuni rússneskumælandi
minnihlutahópa í umræddum lönd-
um. Þeir hafa þegar sýnt að þeim er
alvara með því að hernema Krím og
ýta undir uppreisn í Úkraínu. Kín-
verjar krefjast yfirráða margra um-
deildra smáeyja. Og Kína hikar ekki
við að senda herskip til að sýna mátt
sinn og megin.
Reynir að semja við Kína um langtímakaup á gasi
Pútín á biðilsbuxun-
um á Sjanghæ-fundi
AFP
Samstarf Xi Jinping og Vladímír
Pútín ræða saman í Sjanghæ í gær.
Gjaldeyrisbrask?
» Ein hugmyndin sem rædd
hefur verið er að Rússar sam-
þykki að taka við greiðslu fyrir
gasið í gjaldmiðli Kína, júani,
þótt hann sé ekki enn notaður í
alþjóðaviðskiptum.
» Það gæti þó orðið á næstu
árum og Rússar gætu notað
féð til að kaupa margs konar
neysluvöru af Kína. Yfir-
burðastöðu Bandaríkjadoll-
arans yrði ógnað.
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Mikill áhugi er meðal Rússa og Kín-
verja á nánara samstarfi á ýmsum
sviðum, ekki síst til að hamla gegn
ofurvaldi og áhrifum Bandaríkjanna
og Evrópusambandsins í alþjóða-
málum. Ein hugmyndin, sem Vla-
dímír Pútín Rússlandsforseti leggur
nú ofurkapp á, er að samið verði um
kaup Kínverja á rússnesku gasi til
allt að 30 ára.
Samningurinn gæti orðið andvirði
allt að 400 milljarða dollara. Helm-
ingurinn af gjaldeyristekjum Rússa
er frá olíu- og gasiðnaði en verðlag á
þessum afurðum er sveiflukennt á
mörkuðum. Miklu skiptir því að
tryggja kaupendur til langs tíma.
Ekki tókst þó að semja um verðið
á fundi Pútíns með Xi Jinping, for-
seta Kína, í Sjanghæ í gær en hugs-
anlegt að það takist áður en Pútín
snýr aftur heim í dag. Kínverjar hafa
mikla þörf fyrir gasið en vita að Pút-
ín er í þröngri stöðu vegna hættunn-
ar á að helsti kaupandinn, Evrópu-
ríkin, reyni að losna úr þeim
óþægilegu faðmlögum sem mikil við-
skipti við Rússa geta verið. Nægir að
minna á það hvernig Rússar hafa
Leitin að flaki MH370, malasísku
farþegaþotunni sem fyrir um 10 vik-
um hvarf með 239 manns um borð,
hefur engan árangur borið. En nú
hefur bandarískur blaðamaður, Ni-
gel Cawthorne, sett fram nýja kenn-
ingu, að sögn International Business
Times. Hann segir að þotan hafi
vegna mistaka verið skotin niður á
sameiginlegri heræfingu Taílend-
inga og Bandaríkjamanna.
Cawthorne segir að stjórnvöld í
báðum ríkjunum hafi þaggað málið
niður. Þeim sem hófu leitina hafi
markvisst verið beint inn á rangar
brautir til að flakið fyndist ekki.
Fram kemur í breska Independent
að nýsjálenskur starfsmaður á olíu-
borpalli hafi orðið vitni að því hvað
gerðist og séð brennandi þotuna
steypast í hafið.
Flest fórnarlömbin voru Kínverj-
ar. Cawthorne segir að ættingjar
þeirra sem fórust muni sennilega
aldrei fá að vita hvað raunverulega
gerðist 8. mars þegar þotan hvarf
skömmu eftir flugtak frá vellinum í
Kuala Lumpur. kjon@mbl.is
AFP
Ráðgáta Ein af þotum flugfélagsins Malaysia Airlines í Kuala Lumpur.
Hvarf MH370 hefur valdið deilum milli Malasíumanna og Kínverja.
Skotin niður vegna
mistaka á heræfingu?
Leitin að þotunni árangurslaus
Lengi hefur verið deilt hart um
hugsanleg tengsl milli bólusetningar
í æsku og einhverfu. Margt hefur
verið nefnt sem líkleg orsök heil-
kennisins en yfirleitt er talið að
þekking manna á orsakasamhenginu
sé enn of lítil. Flestar rannsóknir
benda þó til þess að orsakanna sé
einkum að leita í erfðafræðinni.
Hins vegar er talið mjög flókið að
greina með hvaða hætti einkennin
erfast, hvaða gen valda heilkenninu.
Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á
að tengslin við bólusetningu séu
engin. Í vefritinu ScienceDirect er
sagt frá nýrri, mjög umfangsmikilli
rannsókn sem alþjóðlegt teymi vís-
indamanna, m.a. á sviði faraldsfræði,
gerði nýlega á málinu. Var niður-
staðan sú að tengslin væru engin.
Alls var um að ræða fimm að-
skildar rannsóknir á alls 1.256.407
börnum og fimm aðrar á 9.920 börn-
um. Hvorki tókst að greina tengsl
við einhverfu né einhverfuafbrigði.
Efni sem notuð eru í bóluefni, hvort
sem um er að ræða bóluefni gegn
einum sjúkdómi eða mörgum í senn
(MMR), tengjast ekki með neinum
hættu þróun einhverfu. kjon@mbl.is
Bólusetning ekki sökudólgur
Ný rannsókn sýnir að hún orsakar ekki einhverfu
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Dallas tunga 2+t
Verð frá 149.900 kr
Cubic TV skápur
Verð 19.900 kr
20% afsláttur
af öllum sófum / sófasettum
í völdum áklæðum
ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞíNUM ÞÖRFUM
MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI
SÓFAR
Í ÖLLUM STÆRÐUM
Verðdæmi:
Tungusófar 2+tunga
Hornsófar 2H2
Sófasett 3+1+1
frá 215.120kr
frá 275.120kr
frá 303.120kr
Torino hornsófi 2H2
Verð frá 267.120 kr