Morgunblaðið - 21.05.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 21.05.2014, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Rjómablíða Veðrið lék heldur betur við borgarbúa og borgargesti í gær og var setið við hvert borð við Austurvöll. Golli Vinstri menn ætla af göflunum að ganga yfir því að veiðigjald sem lagt er á sjávar- útveginn lækki vegna versnandi afkomu. En þeir sjá ekkert at- hugavert við að veita bandarískum auð- mönnum tugmilljóna króna í skattaafslætti. Í huga þeirra eru auð- menn frá draumaborginni Holly- wood miklu merkilegri en íslenskir útgerðarmenn. Allir eru þeir, hver með sínum hætti, að nýta auðlindir landsins og sjávar. Allir veita fjöl- mörgum störf, beint og óbeint. Munurinn er aðeins sá að banda- ríski auðmaðurinn yfirgefur landið að loknu verki, en íslenski útgerðarmaðurinn heldur áfram ár eftir ár, a.m.k. svo lengi sem ekki er gengið af honum dauðum. Jafnræði vefst ekki fyrir vinstri mönnum. Þess vegna gat Seðla- bankinn, með stuðningi rík- isstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, tekið upp reglu sem geng- ur gegn öllum hugmyndum um sanngirni og jafnræði. Í skjóli óréttlætis hefur erlendum aðilum verið boðið að kaupa íslensk fyr- irtæki og fasteignir með 20% af- slætti. Hið sama gildir um þá fáu Íslendinga sem eiga eignir í öðrum löndum – þeir njóta forréttindanna. Áhugalausir um jafnræði Vinstri menn – hinir norrænu jafn- aðarmenn – höfðu því ekki áhyggjur þegar gjaldþrota risafyr- irtæki voru endurreist í skjóli skuldaafskrifta og fjármuna frá lífeyr- issjóðum. Eftir stóðu litlir og sjálfstæðir at- vinnurekendur, sem höfðu ekki gert annað en gæta ráðdeildar í rekstri og barist ójafnari baráttu við risafyrirtækin, sem höfðu greið- an aðgang að láns- og áhættufé. Jafnræði og sanngirni voru látin lönd og leið með stuðningi og vel- vilja vinstri manna. Engu er líkara en að vinstri menn séu áhugalausir um jafnræði. Hugmyndafræði þeirra byggist á „félagslegu réttlæti og jöfnuði“ og á þeim grunni réðst norræna vinstri stjórnin í róttækar skatta- hækkanir, jafnt á fyrirtæki sem einstaklinga. Þegar upp var staðið fólst hið „félagslega réttlæti“ ekki í öðru en að jafna tekjur niður á við í stað þess að fjölga tækifærum þeirra sem minnst hafa á milli handanna til að afla sér hærri tekna. En fögnuður vinstri manna var ósvikinn: Jöfnuður í þjóðfélaginu hafði aukist. Engu skipti þó flestir væru verr settir en áður. Á leið sinni til „félagslegs rétt- lætis“ var vinstri mönnum nauð- synlegt að breyta stöðugt leikregl- unum. Með því var komið í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki gætu gert áætlanir til langs tíma (og jafnvel grætt). Atvinnulífið og fyrirtækin héldu að sér höndum og jöfnuðurinn jókst niður á við. Sí- breytilegt regluverk, hærri skattar og hótun um enn hærri skatta voru verkfæri til að knýja fram „fé- lagslegt réttlæti“. Draumaland „félags- legs réttlætis“ Draumaríki vinstri manna er land með flóknu skatta- og milli- færslukerfi. Þannig eru völdin treyst og best tryggð. Skattalegar ívilnanir til þeirra sem njóta vel- þóknunar stjórnvalda eru dæmi um hvernig reynt er að spinna valda- þræði og ná tökum á frjálsu at- vinnulífi. Það er margt sem mælir með því að ýtt sé undir fjárfestingu í at- vinnulífinu með skattalegum hvöt- um. En ívilnanir sem eru sér- sniðnar að einstökum fyrirtækjum, líkt og byrjað var á í tíð vinstri stjórnar, innleiða óréttlæti og ójöfnuð. Þóknanlegir auðmenn og Hollywood-stjörnur njóta velvildar í formi skattfríðinda en íslenski framtaksmaðurinn, sem hefur byggt upp sitt litla fyrirtæki, er úti í kuldanum, hokinn undan þungum skattabagga. Birtingarmynd „félagslega rétt- lætisins“: Sumir eru jafnari en aðr- ir. Verst er að skattalegar ívilnanir eru lítið annað en dulinn ríkis- styrkur til eins fyrirtækis eða at- vinnugreina – ríkisstyrkur sem önnur fyrirtæki og einstaklingar greiða. Hlutverk hægri manna Telji stjórnvöld nauðsynlegt að hvetja til fjárfestinga í atvinnulífinu eiga þau að innleiða almenna og al- gilda reglu í skattalögum. Þannig eiga útgerðarmaðurinn sem byrjar fullvinnslu í landi, eigandi dekkja- verkstæðisins sem fjölgar starfs- mönnum, byggingaverktakinn sem innleiðir nýjar og ódýrari aðferðir við byggingar, að sitja við sama borð og fjárfestar (innlendir sem erlendir) sem vilja hætta fjár- munum í nýsköpun. Það getur varla verið flókið að fylgja þessari einföldu jafnræðisreglu. Skattalegar ívilnanir eru draugar sósíalismans. Eitt hlutverk hægri manna er að kveða niður slíka drauga og byggja upp heilbrigt skattaumhverfi sem örvar allt efna- hagslífið. Þetta gerði Sjálfstæðis- flokkurinn þegar hann tók við for- ystu í ríkisstjórn og fjármálaráðu- neytinu árið 1991. Umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu, þar sem skattar voru ýmist lækkaðir eða felldir niður, skiluðu ríkissjóði auknum tekjum. Frá 1991 til 2007 tvöfölduðust tekjurnar að raunvirði. Meiri hófsemd í tekjuskatti fyrir- tækja skilaði öllum meira. Árið 1985 var tekjuskatturinn 50% en var kominn niður í 18% árið 2003. Skatttekjur ríkisins af fyrirtækjum hækkuðu engu að síður úr 0,9% í 1,5% sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu. Auðvitað eigum við að bjóða er- lenda kvikmyndajöfra velkomna hingað til lands. Það er eftirsókn- arvert fyrir land og þjóð að þeir komi hingað og nýti íslenska nátt- úru og þjónustu íslensks fagfólks í kvikmyndagerð. En við eigum að bjóða þeim hingað eins og öllum öðrum með almennu, einföldu og hagstæðu skattaumhverfi – um- hverfi sem við hin fáum einnig að búa við. Eftir Óla Björn Kárason » Auðmenn og Hollywood-stjörnur njóta velvildar í formi skattfríðinda en íslenski framtaksmaðurinn er úti í kuldanum, hokinn undan þungum skattabagga. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af hverju eru Tom Cruise og Russell Crowe jafnari en við hin? Nauðsynlegt er að fjölga íbúðum í Reykjavík, bæði almennum og fé- lagslegum. Stað- reyndin blasir við, því að vanræksla þessa málaflokks af hálfu núverandi meirihluta í borginni er alger. Á þessu kjörtímabili hafa aðeins bæst við 67 íbúðir í eignasafn Félagsbústaða, en ættu að vera a.m.k. 400. Fólk býr í ólöglegu húsnæði úti um allan bæ, hús- næðisöryggi er lítið og bitnar þetta ástand einna helst á þeim sem minnst mega sín. Á heimasíðu Reykjavík- urborgar er haft eftir Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylk- ingarinnar, að byrjað hafi verið að byggja 614 íbúðir í Reykjavík á árinu 2013 en á árabilinu 2007-2012 hefði þurft að byggja 2.700 fleiri íbúðir en raunin varð. Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands fjölgaði íbúðum í Reykjavík um sex á árinu 2011 og 132 á árinu 2012. Nú korter í kosningar þykist meirihlutinn hins vegar vera að vakna til lífsins með fögur fyr- irheit um uppbyggingu sem hann hefur ekki sinnt á þessu kjörtímabili. Samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er stefnt að því að byggja að meðaltali 700 íbúðir á ári eða 14.500 íbúð- ir á tímabilinu og eiga rúmlega 2⁄3 hlutar þessara íbúða að vera byggðir í Vatnsmýrinni, mið- borginni – gömlu höfninni og í Elliðaárvogi. Staðreyndin er hins vegar sú að til þess að hægt sé að byggja á þessum stöðum þarf flugvöllurinn að fara, kaupa þarf upp atvinnu- húsnæði, skipuleggja Elliðaár- voginn og byggja steinklumpa allan hafnarbakkann. Tillög- urnar eru óraunhæfar. Ef það tækist að byggja 700 íbúðir á ári eða samtals 2.800 íbúðir næstu fjögur árin þá liggur al- veg ljóst fyrir að það verða ekki allt búseturéttar- og leiguíbúðir heldur er stærsti hlutinn byggð- ur til sölu. Það þarf raunhæfar hugmyndir og nýtt aðalskipulag til að hægt sé að byggja Reykjavík fyrir venjulegt fólk en ekki innihaldslaus loforð korter fyrir kosningar. Borgarbúar hafa það í valdi sínu 31. maí nk. að breyta þessu og fjölga íbúðum í Reykjavík, því samþykkt aðalskipulag má taka upp af nýjum meirihluta. Við ætlum að byggja 100.000 íbúðir Eftir Svein- björgu Birnu Sveinbjörns- dóttur og Guð- finnu Jóh. Guð- mundsdóttur »Krefjumst raun- hæfra hugmynda og leiða svo hægt sé að byggja Reykjavík fyrir venjulegt fólk, ekki innihaldslaus loforð korter fyrir kosningar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.