Morgunblaðið - 21.05.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.05.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Íslendingar Pétur Atlı́ Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sauðárkrókur Ásthildur Guðný fædd- ist 15. mars kl. 9.51. Hún vó 3.838 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru María Dröfn Guðnadóttir og Sævar Már Þorbergsson. Nýir borgarar Þorlákshöfn Þorvarður Ragnar fæddist 4. júní. Hann vó 3.590 g og var 51 cm langur. Móðir hans er Sigrún Berglind Ragnarsdóttir. Halldór Frímanns-son fagnar 61árs afmæli sínu í dag. Hann hyggst ekki halda sérstaklega upp á daginn en ætlar þó að gera sér glaðan dag um helgina. „Hugmyndin er að fara út fyrir land- steinana, nánar til tekið í eyju sem heitir Heima- ey,“ segir Halldór kím- inn. Spurður hvað þang- að sé að sækja segir hann það vera friðsæld og sælu. Sjálfur á hann ekki ættir að rekja þangað en eiginkona hans, Lilja Dóra Victors- dóttir, á skyldfólk í Eyj- um. Halldór er lögfræð- ingur hjá Viðlaga- tryggingu Íslands. Hann á þrjú börn, Sigurð Jó- hann, sem er 28 ára og tvíburana Frímann Unn- ar og Viktor Hans sem eru tvítugir. „Helstu áhugamál mín snúa að íþróttum. Ég er í úr- skurðarnefndum fyrir ÍSÍ og KSÍ. Það tekur svolítinn tíma. Sér- staklega í fótboltanum. Svo er það auðvitað fjölskyldan,“ segir Halldór. Halldór er úr Mosfellssveit. „Ég er úr Mosfellssveit, en ekki Mosfellsbæ. Það verður alltaf þannig í mínum huga,“ segir Hall- dór sem búið hefur um hálfa ævina í Reykjavík. Hann býr nú í Árbæ. Halldór er ekki búinn að ákveða það hvernig hann mun verja sumarfríinu en segir þó að vel komi til greina að ferðast til út- landa þegar nær líður hausti. „Það er verið að leggja drög að því að fara út fyrir landsteinana. Ég er ekki mjög hlynntur því að fara út um hásumar. Nýjasta umræðan snýr að því að fara til Prag. Svo kemur einnig til greina að fara til Spánar, segir Halldór. vidar@mbl.is Halldór Frímannsson er 61 árs í dag 61 árs Halldór Frímannsson fagnar 61 árs afmæli sínu í dag. Hann ætlar að fara til Vestmannaeyja um helgina og gera sér glaðan dag. Úr Mosfellssveit, ekki Mosfellsbæ E rna Valsdóttir er fædd í Reykjavík 21.5. 1954 og ólst upp í Vestur- bænum. Hún dvaldist mörg sumur fram á unglingsaldur vestur á Bíldudal hjá elstu systur sinni sem þar var búsett, þar sem Erna naut lífsins. Erna hóf skólagöngu í Vestur- bæjarskóla, sem var gamli Stýri- mannaskólinn við Öldugötu, gekk Melaskóla og er gagnfræðingur frá Hagaskóla og útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1980. Erna útskrifaðist með prófi til löggildingar sem fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasali árið 1993. Hún hefur einnig stundað nám við Há- skólann á Bifröst í viðskiptatengd- um greinum. Starfsferill Erna starfaði við skrifstofustörf hjá Heildverslun Eggerts Krist- Erna Valsdóttir, fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasali – 60 ára Fjölskyldan og hvolparnir Þriggja vikna gamlir hvolpar Lukku og Leós um síðustu páska. Hefur rekið eigin fast- eignasölu frá aldamótum Í Flekkudalsrétt Erna stödd á Fellsströnd 2012, með sheltie-tíkina Lukku. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Heilsuborg ermálið þegar þú vilt: • Faglega þjónustu • Heimilislega líkamsrækt • Hreyfa þig í notalegu umhverfi • Öðlast betri heilsu í góðum félagsskap • Að lífsgleði og árangur fari saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.