Morgunblaðið - 19.07.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Frá árinu 2008 hefur verslunin
IKEA boðið upp á ókeypis mat fyrir
börn 12 ára og yngri á matsölustað
sínum en frá og með september
verður breyting
þar á. Þá mun
hann kosta 345
krónur.
„Í hruninu 2008
var ákveðið að
hafa barnamat
frían og við höfum
verið að gefa um
70-80 þúsund
skammta á ári,
sem er ansi mikið.
Þetta er því sam-
tals um hálf milljón skammta sem
hafa verið gefnir frá árinu 2008.
IKEA hefur alltaf lagt áherslu á fjöl-
skyldufólk og við vitum að ekki verða
allir sáttir við þessa breytingu, en
þetta fyrirkomulag átti samt aldrei
að vera að eilífu og við teljum að
hruninu hafi lokið fyrir þó nokkru.
Allur ágóði af sölu barnamatarins
mun fara til Forvarnarhússins sem
við erum aðalstyrktaraðilinn að. Við
ætlum að koma enn betur að því
verkefni en áður,“ segir Þórarinn
Ævarson, framkvæmdastjóri IKEA.
„Öllum verðandi foreldrum á
landinu er boðið að koma í Forvarn-
arhúsið sem er fullbúið heimili. Þar
eru foreldrum sýndar allar mögu-
legar slysagildrur sem leynast á
heimilum og hvað sé hægt að gera til
að koma í veg fyrir slys. Flest slys er
hægt að koma í veg fyrir og því með-
vitaðra sem fólk er um slysin því
auðveldara er að fyrirbyggja þau,“
segir Þórarinn
Ný verslun í skoðun
Verið er að skoða möguleikann á
að opna IKEA-verslun á Akureyri.
„Við höfum verið að skoða þann
möguleika að opna IKEA-verslun á
Akureyri. IKEA hefur verið að opna
fyrir þann möguleika að opna minni
verslanir en áður. Ekki væri t.d.
raunhæft að opna 20 þúsund fer-
metra verslun á Akureyri en minni
búð með vinsælustu vörunum gæti
gengið. Þá yrði verslunin kannski
4-5 þúsund fermetrar. Þetta er í
skoðun eins og er. IKEA hefur
t.a.m. gengið mjög vel á spænsku
eyjunum, þ.e. Kanaríeyjum og Mal-
lorca. Þar hafa verið opnaðar litlar
IKEA-verslanir og við höfum verið
að kynna okkur hvernig þetta fyrir-
komulag hafi gengið þar. Við erum
mjög heitir fyrir þessari hugmynd.“
Ef vel gengur í efnahagsmálum
telur Þórarinn líklegt að IKEA opni
verslun á Akureyri. „Þetta ræðst af
efnahagsástandinu. Ef ástandið
heldur áfram að batna þá tel ég tals-
verðar líkur á því að IKEA opni
verslun á Akureyri.“
IKEA opnaði árið 2006 verslun í
Kauptúni í Garðabæ. Nú vinna um
300 starfsmenn þar og reksturinn
hefur gengið vel síðustu ár að sögn
Þórarins. Veitingastaður verslunar-
innar hefur verið vinsæll, þá sér-
staklega vegna lágs verðs. Þórarinn
telur að veitingastaðurinn sé sá vin-
sælasti á landinu, en yfir milljón
manns kemur þangað árlega.
Morgunblaðið/Þórður
Ódýrt IKEA hefur boðið börnum yngri en 12 ára upp á frían mat frá árinu 2008. Frá og með september mun barnamatur kosta 345 krónur.
Maturinn ekki lengur frír
Barnamaturinn í IKEA mun kosta 345 krónur frá og með september Hafa
gefið um 70-80 þúsund skammta á ári „Hruninu lauk fyrir þó nokkru“
Þórarinn
Ævarsson
Mun minni
skemmdir urðu á
frystitogaranum
Kristinu EA en
talið var eftir að
skipið steytti á
boða í fyrra-
kvöld.
Kristján Vil-
helmsson, fram-
kvæmdastjóri
Útgerðarsviðs
Samherja, sagði að þess yrði freist-
að að gera við skipið í höfninni á
Grundarfirði. Nokkrir kafarar
vinna við verkefnið. Í dag kemur í
ljós hvort viðgerð tekst.
Svonefndur kassakjölur fremst á
skipinu skemmdist við óhappið. Við
hann voru fest botnstykki dýptar-
mæla sem öll eru í burtu. Reynt
verður að setja nýja festingu fyrir
botnstykki á skipið. Eitt af þremur
sónartækjum er í lagi. gudni@mbl.is
Minni skemmdir á
Kristinu en talið var
Strand Kristina EA
tók niðri á boða.
Lík fannst við
Háöldu við Land-
mannalaugar á
fimmtudag. Talið
er að það sé af
Nathan Foley
Mendelssohn, 34
ára Bandaríkja-
manni sem hvarf
10. september í
fyrra. Málið hef-
ur verið sent til
kennslanefndar ríkislögreglu-
stjóra til frekari rannsóknar.
Nathan ætlaði að ganga Lauga-
veginn og Fimmvörðuháls, frá
Landmannalaugum að Skógum
undir Eyjafjöllum, þegar hann
hvarf. Vonskuveður var á Lauga-
veginum daginn sem Nathan hvarf
og um 150 manns leituðu að honum.
Formlegri leit var hætt 7. október
síðastliðinn.
Líkfundur við
Landmannalaugar
Nathan Foley
Mendelssohn
Kennslanefnd
ríkislögreglu-
stjóra hefur stað-
fest að lík konu
sem fannst síð-
astliðinn þriðju-
dag í Bleiks-
árgljúfri hafi
verið af Ástu
Stefánsdóttur
sem leitað hafði
verið frá 10. júní. Réttarkrufning
hefur farið fram og er beðið nið-
urstöðu hennar.
Þetta kemur fram í frétt á vef
lögreglunnar á Selfossi.
Kennslanefnd stað-
festir með lík Ástu
Ásta Stefánsdóttir
Ingvar Kamprad, stofnandi
IKEA, hefur vakið athygli fyrir
að lifa afar aðhaldssömu lífi
þrátt fyrir að vera einn ríkasti
maður heims. Ingvar er 88 ára
og ekur um á Volvo 240 frá
árinu 1993. Þá flýgur hann alltaf
í almennu farrými og hvetur
starfsmenn IKEA til að skrifa
báðum megin á öll blöð til að
spara peninga. Þá er sagt að
hann kaupi jólagjafir á janúar-
útsölum og endurnoti tepoka.
Að sjálfsögðu borðar svo Ingvar
reglulega á hinum ódýru veit-
ingastöðum IKEA. Hann er hold-
gervingur hinna skandinavísku
Jantelaga.
Ingvar
Kamprad
AUÐMÝKT OG AÐHALD
Jón Hákon Magnússon,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri KOM,
Kynningar og markaðar
ehf., andaðist á líkn-
ardeild Landspítalans
18. júlí sl., 72 ára.
Jón Hákon fæddist í
Reykjavík 12. sept-
ember 1941. Foreldrar
hans voru Svava Sveins-
dóttir húsmóðir og
Magnús Guðjón Krist-
jánsson skrifstofustjóri.
Jón Hákon lauk BA-prófi í stjórn-
málafræði og blaðamennsku frá
Macalester College í St. Paul í
Minnesota, Bandaríkjunum, 1964. Að
loknu námi starfaði hann sem blaða-
maður hér á landi og í Bandaríkj-
unum, var sölu- og markaðsstjóri hjá
bílaumboðinu Vökli hf. og skrif-
stofustjóri hjá Flughjálp vegna Bi-
afra-stríðsins. Jón Hákon var blaða-
fulltrúi á 1.100 ára afmæli Íslands-
byggðar 1974. Hann var fréttamaður
á fréttastofu Sjónvarps RÚV 1970-
1979 og stofnandi og
framkvæmdastjóri
KOM ehf. 1986-2013.
Jón Hákon gegndi
fjölmörgum félags- og
trúnaðarstörfum. Hann
var m.a. í bæjarstjórn
Seltjarnarness og for-
seti bæjarstjórnar um
tíma og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Jón
Hákon annaðist rekstur
fjölmiðlastöðvarinnar í
tengslum við leiðtogafund Reagans
og Gorbatsjovs 1986.
Eftirlifandi eiginkona Jóns Há-
konar er Áslaug Guðrún Harðar-
dóttir. Þau eignuðust tvö börn: Ás-
laugu Svövu og Hörð Hákon.
Jón Hákon ritaði um árabil greinar
í Morgunblaðið og er hann meðhöf-
undur að grein sem birtist í dag á bls.
27. Við leiðarlok þakkar Morgun-
blaðið Jóni Hákoni áratuga langt
samstarf og sendir fjölskyldu hans
innilegar samúðarkveðjur.
Andlát
Jón Hákon Magnússon
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði“
„Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um
að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér
framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var
opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið
velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir
en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við.
Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
„Við vorum að
koma núna í mak-
ríl og vorum að
taka ágætis tog,“
sagði Sveinn
Sveinbjörnsson,
fiskifræðingur og
leiðangursstjóri á
rannsóknarskip-
inu Árna Frið-
rikssyni, í gær-
kvöld. Skipið er í
makrílleiðangri og var statt djúpt
austur af Langanesi. „Við sáum eig-
inlega ekki neinn makríl úti fyrir
Norðurlandi og lítið djúpt út af
Norðausturlandi. Það er í samræmi
við það sem við höfum séð und-
anfarin ár.“ Nú fara þeir að nálgast
þær slóðir þar sem venjulega hefur
sést meira af makríl.
Makríll var kominn út af Vest-
fjörðum og var þó nokkuð út af
sunnanverðum Vestfjörðum. Eftir
er að rannsaka út af Vesturlandi og
fyrir öllu Suðurlandi.
Æði mikið hafði sést af stórri og
fullorðinni norsk-íslenskri síld út af
Norðausturlandi. gudni@mbl.is
Lítið af makríl úti
fyrir Norðurlandi
Sveinn
Sveinbjörnsson