Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 12
SVIÐSLJÓS
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Mikil stemning ríkir í Smáranum,
Kópavogi nú um helgina, en hið ár-
lega Símamót, knattspyrnumót
stúlkna í 5., 6. og 7. flokki, er haldið
þar í 30. sinn. Metþátttaka er á
mótinu í ár, en keppendur eru hátt í
2.000 talsins og liðin 276. Keppendur
láta rigninguna ekki á sig fá og ríkir
mikil stemning á svæðinu.
Á fyrsta keppnisdegi mátti heyra
mörg hvatningarhróp frá foreldrum á
hliðarlínunni og regnhlífar voru á lofti
hvert sem litið var. Stöllurnar Sandra
Björg Axelsdóttir og Margrét Lukka
Brynjarsdóttir voru í hópi foreldra og
dyggra stuðningsmanna heimaliðs-
ins, Breiðabliks. Þrátt fyrir veðrið
voru þær Sanda og Margrét léttar í
lund. „Maður tekur þetta bara á já-
kvæðninni,“ segir Sandra. Skömmu
áður hafði regnhlíf þeirra fokið upp
en þær létu það ekki á sig fá. „Við er-
um bara fegnar að þurfa ekki að gista
í fellihýsi hér fyrir neðan og geta farið
heim til okkar.“ Þær segja stelpurnar
ekki spá í veðrið, foreldrarnir sjái um
það. „Þær eru aðallega að stressa sig
á hárgreiðslunni. Hún þarf að vera í
lagi,“ segir Margrét og hlær.
Mikil samheldni hjá liðum
Um allt keppnissvæðið má sjá
stelpur sem leggja sig allar fram við
æfingar og undirbúning. Knatt-
spyrnulið BÍ frá Ísafirði er meðal
þeirra liða sem keppa á mótinu í ár.
Hjá stelpunum í liðinu ríkir mikill
samhugur og er augljóst að þarna er
einbeitt og samheldið lið á ferðinni.
Stúlkurnar eru í óðaönn að setja sér
markmið fyrir næsta leik þegar
blaðamann ber að garði. „Við erum í
fimmta flokki,“ segir liðið í kór. Að-
spurðar segjast þær aðeins vera bún-
ar að keppa inni, sér til mikillar
ánægju. Liðsandinn er góður og segj-
ast stúlkurnar vilja hjálpast að við að
gera sitt besta. „Hjá okkur er það
ekki þannig að við viljum bara vinna
mótið,“ segja þær, „við viljum bara
gera okkar besta.“
Emma frá Grindavík er einnig
meðal þátttakenda mótsins og segist
hún hafa gaman af því að taka þátt.
„Það var reyndar smá erfitt að keppa
áðan því boltinn fauk frekar oft,“
segir hún flissandi.
Mótið stendur fram á morgun, en í
kvöld fer fram kvöldvaka fyrir kepp-
endur og munu hljómsveitin SamSam
og Friðrik Dór koma þar fram.
Láta rigninguna ekki á sig fá
Símamótið, knattspyrnumót stúlkna í 5., 6. og 7. flokki, haldið í 30. sinn nú um helgina Hátt í
2.000 keppendur á mótinu frá 276 liðum Gleði ríkir hjá keppendum þrátt fyrir mikla rigningu
Morgunblaðið/Þórður
Rigning Hvert sem litið var í gær mátti sjá regnhlífar á lofti. Þátttakendur mótsins virðast þó ekki láta rigninguna á sig fá og ríkir mikil gleði á mótinu.
Metnaður Að sögn foreldra á mótinu hafa stúlkurnar fæstar áhyggjur af
veðrinu, þær stressa sig þó aðallega á hárgreiðslunni.
Liprar Keppendur leggja margir hverjir mikið upp úr æfingum og und-
irbúningi til að verða eins fráir á fæti og mögulegt er.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Stjórn Fjórð-
ungssambands
Vestfirðinga hef-
ur sent frá sér
bókun þar sem
„einhliða ákvörð-
un heilbrigðis-
ráðherra“ um
sameiningu heil-
brigðisstofnana á
Vestfjörðum er
harðlega mót-
mælt. Boðað samráð í málinu hafi
ekki verið í samræmi við vilja Al-
þingis. Ráðherra hefur boðað að
sameina eigi stofnanirnar á Ísafirði
og Patreksfirði. Lýsa Vestfirðingar
undrun sinni og furðu á „skilnings-
leysi“ ráðherra á landfræðilegri
sérstöðu byggðar og erfiðum sam-
göngum á Vestfjörðum. Skorað er á
ríkisstjórn og Alþingi, sér í lagi
þingmenn Norðvesturkjördæmis,
að hafna þessum áformum. Taka
eigi tillit til sérstöðu þeirra byggða
sem ekki njóta jafnra réttinda á við
aðra landsmenn.
Vestfirðingar mót-
mæla sameiningu
Heilbrigðisstofn-
unin á Patreksfirði.
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is