Morgunblaðið - 19.07.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 19.07.2014, Síða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Menningarfélag Akureyrar var formlega sett á fót á fimmtudaginn. Þar er um að ræða sjálfseign- arstofnun sem tekur við verkefnum og vörumerkjum Leikfélags Ak- ureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands.    Formaður stjórnar hins nýja fé- lags er Sigurður Kristinsson, pró- fessor við Háskólann á Akureyri, fulltrúi Akureyrarbæjar. Með hon- um í stjórn eru Magna Guðmunds- dóttir, frá Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands, Rúnar Þór Sigursteinsson fyrir hönd Hofs og Arnheiður Jó- hannsdóttir, fulltrúi Leikfélags Ak- ureyrar.    Síðar í sumar verður ráðinn framkvæmdastjóri til félagsins en listrænir stjórnendur verða hins veg- ar starfandi fyrir hvert félag fyrir sig og áfram verður listagyðjan blótuð í þeirra nafni. Ástæða breytinganna er ekki síst sú að talið er augljóst að spara megi töluvert fé með þessum hætti og að þar með geti meira runn- ið í listina sjálfa.    Fjármál LA, Hofs og Sinfóníunn- ar verða á einni könnu, áætlanagerð sömuleiðis og ljóst er að samlegð- aráhrif verða af ýmsu tagi; tækni- menn eru til dæmis nefndir, en margt af því sem er á þeirra könnu í Hofi og hjá LA í Samkomuhúsinu er af sama toga.    Hið nýja félag mun einnig sjá til þess að dagskrá viðburða verði sam- ræmd, þannig að ekki rekist hvað á annars horn. Í stóra samhenginu eru breytingarnar gerðar vegna þess að allir sem að koma eiga sér það mark- mið að stuðla að öflugu menningarlífi í bænum, bæði framleiðslu á efni og því að fá margskonar viðburði til bæjarins, eins og einn þeirra sem að kom orðaði það við Morgunblaðið í vikunni.    Vert er að geta þess að á fundi bæjarráðs var í viknni tekið fyrir er- indi frá stjórn Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir 7,5 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að fé- lagið geti haldið úti lágmarks- starfsemi út árið. Afgreiðslu var frestað en frekari gagna verður aflað fyrir næsta fund bæjarráðs.    Vegna bágrar fjárhagsstöðu LA var fyrr á árinu ákveðið að ekki yrðu nein verk sett á svið í haust en þráð- urinn tekinn upp eftir áramót.    Árlegir miðaldadagar standa nú yfir á Gásum við Eyjafjörð og lýkur á morgun. Þar er gerð tilraun til að endurskapa lífið við þennan forna verslunarstað eins og það gæti hafa verið um aldamótin 1300. Þá var ið- andi mannlíf á Gásum enda helsti verslunarstaður landsins um aldir.    Hljómsveitin Gullfoss verður með tónleika á Græna hattinum í kvöld og leikur tónlist Creedence Clearwater Revival.    Sértu velkominn heim er nafn á leiksýningu sem flutt verður um borð í eikarbátnum Húna II. á siglingu um Pollinn um verslunarmannahelgina. Þar verða á ferðinni nemendur Leik- listarskóla Leikfélags Akureyrar, sem tekur sér ekki frí í sumar, sem vinna nú að uppsetningu sýning- arinnar.    „Þetta er skemmtisigling á þess- um stórkostlega og nú landsfræga bát, með leiksýningu um sögur sjó- manna innanborðs,“ segjr Vala Höskuldsdóttir leikstjóri sýning- arinnar. Áætlað er að sýna verkið einnig á Grenivík, Dalvík og í Hrísey í ágústmánuði. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings og er sam- starfsverkefni Hollvina Húna II. og Leikfélags Akureyrar.    Af Húna II. og áhöfn hans er það annars að frétta að hann er á mikilli strandmenningarhátíð í Osló en er væntanlegur til Akureyrar á nú 26. júlí.    Eiríkur H. Hauksson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Svalbarðsstrand- arhrepps. Eiríkur er einn fulltrúa í sveitarstjórn og hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Leik- félags Akureyrar.    Eitt af biðskýlum strætó, við Borgarbraut á móts við Háskólann á Akureyri, var skemmt í skjóli nætur í vikunni. Tvö gler voru brotin og er tjónið hátt í 200 þúsund krónur að því talið er. Skemmdarverk sem þetta eru víst unnin á skýlunum nokkrum sinnum á ári – heldur dap- urlegt tómstundagaman, satt best að segja. Menningarfélag Akur- eyrar formlega stofnað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Miðaldaleikir Mannlífið eins og það var um 1300 er rifjað upp á Gásum um helgina. Þessi unga stúlka skaut af boga á Gásum fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í Hofi Kristján Ingimarsson stjórnaði vígsluathöfn Hofs 2010. Kafað var ofan í menningarmál og rekstur þriggja stofnana sameinaður í kjölfarið. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Sunnudaginn 20. júlí næstkomandi verður árleg sumarmessa í Klypps- staðarkirkju í Loðmundarfirði. Klyppsstaðarkirkja var reist árið 1895, en prestur sat þar til 1888. Eftir það var staðnum þjónað frá Dvergasteini og síðar Seyðisfirði. Fyrri hluta 20. aldar var nokkuð blómleg byggð í Loðmundarfirði. Um aldamótin 1900 voru íbúar 87. Bæirnir voru tíu en um miðja 20. öldina komst los á byggðina, þann- ig að fimm jarðir fóru í eyði á ár- unum 1940-1965. Stærstu jarð- irnar, Stakkahlíð og Sævarendi, voru lengst í byggð, hin síð- arnefnda til 1973. Til Loðmund- arfjarðar er jeppavegur frá Borg- arfirði eystra og tekur ferðin þangað rúma klukkustund. Kirkjan er friðað hús og hefur ekki verið afhelguð. Prestar Egilsstaðaprestakalls, sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, munu þjóna í messunni á sunnudaginn. Messan á Klyppsstað hefur jafn- an verið vel sótt af ferðafólki og úr nágrannabyggðum, segir í tilkynn- ingu. Kirkjugestum verður boðið í kaffi í skála Ferðafélagsins eftir messu. Allir eru velkomnir í sum- armessuna að Klyppsstöðum. Morgunblaðið/Einar Falur Sumarfegurð Margir leggja leið sína í Loðmundarfjörð að sumarlagi. Árleg sumarmessa í Loðmundarfirði Movie Star hvíldarstóll Verð 439.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.