Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 24
Seoul, AFP. | Af hverju fór enn fram áætlanaflug yfir átakasvæðinu í Úkraínu þegar farþegavél flugfélags- ins Malaysia Airlines var að skotin niður í fyrradag? Þessi spurning hef- ur óhjákvæmilega vaknað, ekki síst vegna þess að mörg önnur flugfélög í Asíu höfðu hætt að fljúga yfir átaka- svæðið fyrir nokkrum mánuðum. Mikil umferð flugvéla á leið milli Evrópu og Asíu og þá sérstaklega Suðaustur-Asíu hefur ávallt verið á flugleiðinni yfir Úkraínu. Breyting á flugleiðinni hefði í för með sér lengri flugtíma og aukinn eldsneyt- iskostnað. Nokkur höfðu hætt að fljúga Engu að síður höfðu nokkur stór flugfélög, þar á meðal Korean Air og Asiana frá Suður-Kóreu, Qantas frá Ástralíu og China Airlines frá Kína, hætt að fljúga yfir átakasvæðið, sum þegar fyrir fjórum mánuðum þegar rússneskir hermenn tóku Krímskaga, samkvæmt upplýsingum, sem feng- ust frá þeim í gær. „Við hættum að fljúga yfir Úkraínu af öryggisástæðum,“ sagði Lee Hyo- Min, talsmaður Asiana. Korean Air færði flugleiðir 250 km suður af Úkraínu frá og með 3. mars vegna „pólitísks óróa á svæðinu“, að því er embættismaður flugfélagsins sagði við AFP. Talsmaður Qantas sagði að áætl- unarflugleið félagsins milli London og Dubai hefði legið yfir Úkraínu, en leiðinni hefði verið breytt „fyrir nokkrum mánuðum“ og China Air- lines frá Taívan breytti flugleiðum 3. apríl. Cathay Pacific og Pakistan Int- ernational Airlins kváðust hafa breytt flugleiðum fyrir „nokkru“. Liow Tiong Lai, samgöngu- ráðherra Indónesíu, sagði að al- þjóðleg flugmálayfirvöld hefðu gefið út að flugleiðin væri örugg þegar hann var spurður hvers vegna Mala- ysia Airlines hefði ekki gripið til sams konar ráðstafana. „Flugleið flugs MH17 var sam- þykkt af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og löndunum með lofthelgi, sem leiðin lá í gegnum,“ sagði ráð- herrann við blaðamenn í Kuala Lumpur. „Síðustu klukkustundirnar fyrir atvikið fóru nokkrar aðrar far- þegaflugvélar frá ýmsum flug- félögum sömu leið,“ sagði hann. Samkvæmt Eurocontrol, sem hef- ur eftirlit með flugöryggi í Evrópu, var vélin frá Malaysian Airlines í um 10 þúsund metra eða 33 þúsund feta hæð. Leiðinni var lokað upp í 32 þús- und feta hæð, en grænt ljós hafði ver- ið gefið á að fljúga í flughæð malas- ísku vélarinnar. Sérfræðinga greinir á Sérfræðinga greinir á um hvort flugfélög á borð við Malaysia Airlines hafi sýnt gáleysi með því að kjósa að fljúga áfram yfir Úkraínu. „Mér finnst það einfaldlega ótrú- legt. Ég er algjörlega furðu lostinn,“ sagði Geoff Dell, sérfræðingur um flugöryggi við Háskóla Central Queensland í Ástralíu. „Ef það eru vandræðasvæði á hnettinum á að taka ákvörðun um að forðast þau. … Það á ekki að tefla því mik- ilvægasta – farþegum, áhöfn, flugvél – í hættu að óþörfu.“ Gerry Soejatman, ráðgjafi Whi- tesky Aviation, sem leigir flugvélar og hefur aðsetur í Jakarta, sagði að hjá hverju flugfélagi færi fram eigið áhættumat. Hann sagði að almennt væri talið öruggt að fljúga yfir 30 þús- und fetum vegna þess hvað mikla þjálfun og öflug vopn þyrfti til að granda vél í þeirri hæð. „Fyrir tíu árum hefði verið galið að fljúga í 15 þúsund feta hæð yfir Írak, en mjög öruggt að vera í yfir 30 þús- und feta hæð, þannig að þetta snýst um að meta áhættuna,“ sagði hann. „Ég held að þetta sé áminning til flugfélaga um að skoða átakasvæði nánar þegar ákveðið er að fljúga yfir þau og öðlast meiri skilning á þeim vopnum, sem fyrir eru á jörðu niðri.“ Af hverju var enn flogið yfir Úkraínu? AFP Samúð Margir lögðu blóm við sendiráð Hollands í Kíev í gær til að minnast þeirra, sem fórust með vélinni. Um helmingur þeirra voru Hollendingar. 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árásin á far-þegavélinafrá Mala- ysian Airlines yfir átakasvæðinu í Úkraínu á fimmtu- dag með þeim afleiðingum að hún fórst ásamt öllum sem í henni voru, 298 manns, gerbreytir stöð- unni. Átökin eru ekki lengur staðbundin með sama hætti og þau hafa verið. Farþegar vél- arinnar komu víða að og er mest- ur harmur kveðinn að Hollend- ingum. Að minnsta kosti 173 hollenskir ríkisborgarar voru um borð. Allt bendir nú til þess að að- skilnaðarsinnar hafi grandað vél- inni, þótt vissulega hafi það ekki verið staðfest. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að allt benti til þess að vélinni hefði verið grandað með flugskeyti, sem skotið var af jörðu niðri frá því svæði, sem væri á valdi að- skilnaðarsinna í Úkraínu. Hann tók sérstaklega fram að þeir nytu stuðnings Rússa. Obama sagði að Evrópuríki, sem hefðu hikað við að grípa til refsiaðgerða á hendur Rússum vegna stuðnings þeirra við að- skilnaðarsinna í Úkraínu, þyrftu nú að vakna. Enn fremur krafðist hann þess að Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, kæmi böndum á aðskiln- aðarsinnana, sem ekki hefðu get- að skotið niður farþegavél í 30 þúsund feta hæð án rússnesks búnaðar og þjálfunar. Pútín skellti skuldinni hins vegar á stjórnvöld í Úkraínu og sagði að vegna þess að átökin væru þar innan landamæranna bæru þau ábyrgð. Uppreisnarmenn hafa sagt að stjórnarher landsins beri ábyrgð. Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT birti meira að segja frétt um að um svipað leyti hefði flugvél Pútíns verið á ferð á þessum slóð- um og henni svipaði til vélarinnar, sem var grandað. Af fréttinni mátti draga þá ályktun að ef til vill hefði ætlunin verið að fremja tilræði við Pútín. Líklegra er þó að farþegavélin hafi verið skotin niður fyrir mis- tök. Tilræðismennirnir hafi ætlað að skjóta niður vél úkraínska flughersins. Upptökur af sam- skiptum skæruliða benda til þess, séu þær ekta, að þeim hafi verið brugðið þegar í ljós kom að ekki var um herflugvél að ræða. Færslur á netinu, sem nú hafa verið fjarlægðar, gáfu það sama til kynna. Þess hefur verið krafist að óháð rannsókn fari fram á þess- um hryllilega atburði. Í fjöl- miðlum hafa birst fréttir um að skæruliðar reyni nú að afmá verksummerki þannig að erfitt gæti reynst að fá botn í hvað gerðist með óyggjandi hætti. Staða Pútíns hefur hins vegar þrengst. Erfiðara er fyrir hann að standa með aðskilnaðarsinn- um en áður eftir þetta ódæðis- verk. Hann getur reynt að þvo hendur sínar af aðskilnaðarsinn- unum, en ólíklegt er að þeir hefðu óstuddir getað staðið í stjórnar- hernum eins og þeir hafa gert. Í rússneskum fjölmiðlum hefur farið fram linnulaus áróður til stuðnings aðskilnaðarsinnunum. Þessi áróður hefur haft sín áhrif á rússneskt almenningsálit og vill hátt í helmingur þjóðarinnar helst fara í stríð við Úkraínu. Forsetinn þarf að vinda ofan af þessu. Árásin á farþegaþotuna ætti að leiða til vopnahlés í Úkraínu. Ástandið er farið úr böndunum og mál er að linni. Ástandið er farið úr böndunum og mál er að linni} Ódæðisverk í Úkraínu Í dag verður hald-ið upp á „Geggj- aða daginn“ á Ing- ólfstorgi, þar sem kynnt verður nýtt verkefni, „Gleði- verkefnið“, sem ætl- að er að vekja almenning til vit- undar um geðsjúkdóma og fordóma gegn þeim, sem því mið- ur eru enn of algengir. Verður meðal annars boðið upp á kerta- fleytingu á Reykjavíkurtjörn, þar sem þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst. Þetta verkefni, sem hópur ungs fólks í JC-samtökunum stendur fyrir, er ákaflega þarft. Geðrænir sjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma og fara ekki í manngreinarálit. Sam- kvæmt áætlunum velferðarráðu- neytisins mun þó nokkur hluti þjóðarinnar þurfa að takast á við afleiðingar geðraskana á ein- hverjum tímapunkti á ævi sinni, sem sést á því að áætlað er að um fjórðungur allra örorkubóta sé veittur vegna slíkra sjúkdóma. Mikilvægt er að rík- ur skilning sé í þjóð- félaginu á þessum mikla vanda og þeim þjáningum sem hann veldur. Geðsjúkdómar leggjast oft og tíðum á ungt fólk í blóma lífsins, fólk sem annars hefði átt alla framtíðina fyrir sér. Hræðilegasta afleiðing þessa er þegar hinn andlegi sárs- auki veldur því að fólk missir lífsviljann og ákveður að fyr- irfara sér. Tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur aukist nokkuð á síð- ustu árum, og á hverju ári falla nærri því fjörutíu manns fyrir eigin hendi. Á bak við þá tölu er síðan óteljandi fjöldi aðstand- enda og vina, sem skildir eru eft- ir í sárum þegar skyndilegt áfall knýr dyra. Forvarnir gegn geðsjúkdóm- um og sjálfsvígum eru því á með- al okkar brýnustu verka. Von- andi verður „Gleðiverkefnið“ til þess að enn frekara átak verði unnið í þeim efnum. Tíðni sjálfsvíga sýnir mikilvægi forvarna gegn geðsjúkdómum} Geggjaði dagurinn T ónlistarmaðurinn Eddie Vedder, söngvari rokkhljómsveitarinnar Pearl Jam, hætti sér út á hálan ís fyrir rúmri viku þegar hann upphóf mikinn reiðilestur gegn stríðs- rekstri á tónleikum sveitarinnar í Milton Keynes á Englandi. Vedder sagði m.a.: „Ég sver til guðs; það er fólk þarna úti sem er að leita að ástæðu til að drepa! Það er að leita að ástæðu til að fara yfir landamæri og taka land sem tilheyrir þeim ekki. Það ætti að andskotast burt og hugsa um eigin rass. Allir vilja það sama: eignast börn, éta, fjölga sér, mála mál- verk, búa til list, hlusta á tónlist, ríða meira, eignast annað barn, éta, vinna, éta vinna, elska, elska, elska; allir eru nákvæmlega eins!“ Meðlimir Pearl Jam hafa frá upphafi verið óhræddir við að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og kölluðu m.a. yfir sig heift íhaldssamra aðdá- enda sinna eftir tónleika í Denver árið 2003, þar sem þeir fluttu lagið Bu$hleaguer; ádeilu á George W. Bush þáver- andi Bandaríkjaforseta. Var Vedder m.a. sakaður um að hafa „stjaksett“ forsetann þegar hann setti Bush-grímu á míkrafónstand. Á þeim tíma var það innrásin í Írak sem kveikti í söngvaranum en þótt hann forðaðist að tiltaka ákveðin átök eða ríki á tónleikunum í Milton Keynes tókst honum engu að síður að hleypa illu blóði í fjölda fólks með skammarræðu sinni og var í kjölfarið úthrópaður gyð- ingahatari í athugasemdakerfum netheima og víðar. Vedder sá sig tilneyddan til að grípa til varna í yfirlýs- ingu sem birtist á heimasíðu hljómsveitarinnar: „Flest okkar hafa hlustað á John Lennon syngja: „Þú getur sagt að ég sé draum- óramaður... en ég er ekki sá eini.“ Og sum okk- ar, eftir annan morgunskammt af fréttaflutn- ingi fullum af dauða og eyðileggingu, finnum þörf fyrir að tengja við aðra til að komast að því hvort við erum nokkuð ein í hneykslan okkar. Þegar fregnir berast af um tylft yfirstandandi átaka á hverjum degi, og frásagnirnar verða skelfilegri, verður þungi depurðarinnar óbæri- legur. Og hvað verður um plánetuna okkar þegar sú depurð breytist í sinnuleysi? Af því að við upplifum okkur hjálparlaus. Og við horfum í hina áttina og flettum á næstu síðu.“ Vedder var gagnrýndur fyrir að taka af- stöðu, fyrir að vera enn ein poppstjarnan að tjá sig um eitthvað sem hún hefur ekki hundsvit á. En hvort sem hann var að tala um Gaza eða Krímskaga eða átök almennt hitti hann naglann á höfuðið í yfirlýsingu sinni. Hörmungarnar eru svo miklar og sagan á bak við átökin svo flókin að venjulegu fólki fallast hendur. Og það þorir ekki að tjá sig, af ótta við að verða kjöldregið fyrir að taka afstöðu. Jafnvel þótt sú afstaða sé gegn stríði al- mennt. Skilaboð Vedders voru þessi, líkt og hann segir sjálfur: „Stríð meiðir. Það meiðir hvoru megin sem sprengjurnar falla.“ Og um það hvort hann hafi lært sína lexíu: „Kallaðu mig naív. Ég vil frekar vera naív, innilegur og vongóður en gefast upp og segja ekki neitt af ótta við mistúlkanir og refsingu.“ holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill „Kallaðu mig naív“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Malaysia Airlines var síður en svo eina flugfélagið, sem flaug á þessari leið yfir átakasvæðin í Úkraínu. Það gerði einnig fjöldi annarra flugfélaga, þar á meðal Singapore Airlines, Air India, Thai Airways, Air China, China Eastern Airways og Viet- nam Airlines, þar til farþegavél Malaysia Airlines var grandað á fimmtudag. Evrópsku flugfélögin Luft- hansa og Air France sem og bandaríska flugfélagið Delta greindu frá því að þau hefðu ekki ákveðið að sniðganga Úkraínu með öllu fyrr en á fimmtudag. Evrópsk og bandarísk flug- félög breyttu flugleiðum eftir að yfirvöld í Kænugarði greindu frá því að flug MH17 hefði verið skotið niður í árás hryðjuverkamanna og banda- rískur embættismaður sagði að talið væri að henni hefði verið grandað með flugskeyti sem skotið hefði verið frá jörðu. Mörg félög flugu enn BREYTTU EKKI FLUGLEIÐUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.