Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
þar sem við heimsóttum söfn og
aðra merka staði og upplifðum
hið glæsilega uppbyggingar-
starf, sem unnið hefur verið á
Siglufirði á undanförnum árum.
Björn var mjög stoltur af
sinni heimabyggð og störf hans
einkenndust af vilja til að
styrkja og efla atvinnulíf og bú-
setuskilyrði í byggðalaginu. Á
Siglufirði var fátt sem hann
hafði ekki komið að með einum
eða öðrum hætti á lífsleiðinni.
Hann var einstaklega öflugur
félagsmálamaður, sat í bæjar-
stjórn í 24 ár og var forseti bæj-
arstjórnar frá 1987-1990. Auk
hans aðalstarfs sem sparisjóðs-
stjóri sinnti hann fjölmörgum
öðrum ábyrgðarstörfum og tók
auk þess þátt í margvíslegu fé-
lagsstarfi.
Ég kynntist Birni árið 1971
þegar Björn var formaður Fé-
lags ungra sjálfstæðismanna á
Siglufirði. Þá sat ég í stjórn
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna og gegndi jafnframt
starfi framkvæmdastjóra. Ég
var með námskeið fyrir unga
sjálfstæðismenn á Siglufirði og
Björn og hans fyrri kona, Guð-
rún Margrét, tóku vel á móti
mér og buðu mér að gista hjá
sér. Við urðum strax góðir vinir
og á þá vináttu bar aldrei
skugga. Í 43 ár höfum við verið
í góðu sambandi og átt margar
ánægjustundir saman. Það er
mikill sjónarsviptir að Birni,
sem var ávallt hress, heilsteypt-
ur og baráttuglaður.
Minningin um góðan dreng
mun lifa og ég er þakklátur fyr-
ir að hafa átt hann að nánum
vini í áratugi.
Við Guðrún sendum Rakel,
barnabörnum og öðrum að-
standendum okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur,
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson.
Minn besti vinur og félagi er
fallinn frá. Við Björn vorum
báðir Siglfirðingar og þótt ég
hafi flutt úr bænum slitnuðu
aldrei vináttuböndin. Þau voru
ófá símtölin á milli okkar. Við
töluðum saman í hverri viku að
heita má fyrstu árin, og hin síð-
ari mun oftar og undir hið síð-
asta annan hvern dag uns yfir
lauk. Tilveran breyttist við frá-
fall hans. Síminn hljóður og
ekkert „Jæja“ á línunni lengur.
Minningarnar hrannast upp,
þegar við vorum ungir menn
heima á Siglufirði, en Björn bjó
þar alla tíð. Það var alltaf gam-
an að koma í heimsókn til
Björns og Ásdísar (blessuð sé
minning hennar). Einnig komu
þau oft til okkar og gistu, að-
allega fyrir utanlandsferðir. Við
vorum á ferð fyrir norðan um
miðjan júní sl. og heimsóttum
Björn á Heilsustofnun Fjalla-
byggðar. Þá var mjög af honum
dregið, og þar kvaddi ég þennan
besta vin minn í hinsta sinn.
Blessuð sé minning hans.
Elsku Rakel, Thomas, María
Lísa og Björn. Hugur okkar
fyllist af söknuði og trega en
hlýjar minningar um yndislegar
samverustundir munum við
varðveita og aldrei gleyma.
Takk fyrir allt.
Jóhanna (Lilla) og
Steingrímur Lilliendahl.
Einn öflugasti forystumaður
sem Siglfirðingar hafa átt hefur
kvatt þetta jarðlíf. Hann valdist
ungur til ábyrgðarstarfa í Spari-
sjóðnum og í bæjarstjórn og um
áratugaskeið var hann vakinn
og sofinn yfir velferð samfélags-
ins. Ábyrgðin og kröfurnar sem
á hann voru lagðar af hálfu
samfélagsins voru miklar enda
naut hann virðingar fyrir störf
sín. Við kynntumst þegar ég var
stráklingur að vinna í Spari-
sjóðnum sem hann stýrði.
Virðulegur maður sem talaði
viturlega fór að kalla mig inn á
skrifstofuna að ræða við mig um
hin ólíklegustu mál. Í þessum
samskiptum fór ég að fá meira
sjálfstraust enda sé ég það eftir
á að Björn lagði sig fram um að
uppörva ungan dreng.
Upp frá því hef ég verið svo
lánsamur að geta leitað til hans
með öll heimsins vandamál – yf-
irleitt oftar en einu sinni á dag.
Þá voru rædd stjórnmál, trú-
mál, matargerð, málefni Siglu-
fjarðar og öll heimsins vanda-
mál. Allt ræddum við í mesta
bróðerni og trúnaði tímunum
saman og vorum fljótir að átta
okkur á því að við værum best
geymdir hvor í sínum stjórn-
málaflokknum.
Ógleymanlegar eru samveru-
stundirnar á Suðurgötunni í sól-
stofunni með honum og Ásdísi
sem lést á síðasta ári líka langt
um aldur fram. Betri vini var
ekki hægt að hugsa sér. Þar var
allt í röð og reglu, fallegt heim-
ili, góður matur og yndislegur
garður. Þær stundir koma því
miður aldrei aftur. Í veikindum
dætra minna voru Björn og Ás-
dís ætíð innan seilingar til að
ræða málin og hughreysta. Það
segir meira en margt um mann-
kosti þeirra hjóna.
Björn var foringi Sjálfstæð-
isflokksins um áratugaskeið. Í
mestu gjörningaveðrum í kring-
um þann flokk stóð hann í stafni
með sínum mönnum og gaf
hvergi eftir. Hann var eðal
íhaldsmaður og leiðarar Morg-
unblaðsins voru ætíð lesnir.
Hann ávann sér virðingu innan
flokks og reyndar fólks úr öllum
stjórnmálaflokkum – enda var
Björn ætíð maður orða sinna.
Hann var mannvinur og
drengur góður. Það var aðdáun-
arvert að fylgjast með honum
klára öll sín mál síðustu dagana
sem hann lifði. Hann var
ánægður með sína glæsilegu
fjölskyldu og hafði oft orð á því
hversu heppinn hann var. Hann
kvaddi með þeim hætti sem
mikill maður gerir. Á stundu
sem þessari eru orð fátækleg –
miðað við allt það sem mér býr í
brjósti. Eitt er víst að varla
mun sá dagur líða að ég minnist
ekki míns besta vinar og hans
heilræða. Elsku Rakel, Thomas,
María Lísa og Björn, megi góð-
ur Guð styrkja ykkur í sorginni.
Vertu blessaður, elsku vinur.
Það verður vel tekið á móti þér.
Fyrir hönd okkar Svövu vil ég
þakka fyrir allt. Minning þín
mun lifa.
Birkir Jón Jónsson.
Og þar eru fjöllin svo hátignar há,
svo hljómfagurt lækirnir niða.
Og þar eru útmiðin blikandi blá
með bjargráð – og öldurnar kliða.
Þar hef ég lifað og leikið mér dátt
með lífsglöðum vinum á kveldin.
Við trúðum á sjálfra’ okkar megin og
mátt.
Ég man, það var leikið með eldinn.
(Signý Hjálmarsdóttir.)
Fallinn er frá sveitungi minn
og vinur, Siglfirðingurinn Björn
Jónasson, fyrrverandi spari-
sjóðsstjóri og bæjarfulltrúi á
Siglufirði.
Í litlum samfélögum eins og
Siglufirði þekkjast nánast allir
og samheldnin er mikil. Fólkið
er meðvitað um samborgara
sína og vini, deilir með þeim
gleði og sorgum, sigrum og
ósigrum, og fylgist með lífs-
hlaupinu meira en gerist og
gengur á stærri stöðum.
Þetta allt á við um okkur
Björn og ég hef fylgst með al-
varlegum veikindum hans og
líðan og baráttu bæði í sam-
tölum við hann og fréttum af
honum.
Ég heimsótti Björn á Heil-
brigðisstofnun Fjallabyggðar
fyrir stuttu og ætlaði ekki að
þreyta hann með löngu samtali.
Samt fór það svo að það teygð-
ist úr spjalli okkar um gamla
tíma í bæjarpólitíkinni og bæj-
arlífinu almennt. Þar var meðal
annars rifjuð upp farsæl sam-
vinna okkar tveggja sem bæj-
arfulltrúa þegar við lagfærðum
skuldastöðu bæjarsjóðs með
sölu á bæði raf- og hitaveitu
bæjarins. Það mál studdi Björn
dyggilega og vel þrátt fyrir setu
í minnihluta.
Ég hygg að allmargir Sigl-
firðingar sem eru fæddir eftir
miðja síðustu öld hafi notið vel-
vildar og þjónustu Björns sem
sparisjóðsstjóra. Lipurð hans og
vilji til að leysa hvers manns
vanda og liðka til var vel þekkt-
ur. Samfélagsvitund hans og
áhugi á vexti og uppgangi Siglu-
fjarðar og velferð samborgara
var í forgangi hjá honum.
Í þessu sambandi má einnig
nefna uppbyggingu fyrirtækja í
bænum og þekkt er þátttaka
Sparisjóðsins í vexti og viðgangi
Þormóðs ramma hf. sem var
örugglega litlum sparisjóði of-
viða þegar mest var umleikis
hjá fyrirtækinu en áhuginn hjá
Birni á þessari nauðsynlegu at-
vinnuuppbyggingu í heimabæn-
um fleytti því fram.
Ég starfaði með Birni á ýms-
um sviðum s.s. í bæjar- og fé-
lagsmálum og aldrei bar þar
skugga á þótt við fylgdum ekki
sama stjórnmálaflokknum. Í
huga Björns voru siglfirskar
rætur okkar og sameiginlegur
áhugi á að gera vel fyrir bæinn
öllum öðrum lögmálum yfir-
sterkari.
Björns verður sárt saknað af
öllum sem honum kynntust og
varla eru til betri eftirmæli.
Við Oddný þökkum Birni ára-
langa samfylgd og vináttu. Rak-
el, einkadóttur hans, og fjöl-
skyldu hennar, svo og öllum
öðrum ættingjum sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Og þegar leiðin mín loksins er öll
og leystur úr fjötrum er andinn,
þá bergmálið yfir mér, bláskyggðu
fjöll,
og bárur, gjálpið við sandinn.
(S. HJ.)
Kristján L. Möller.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Takk fyrir fyrir allt kæri vin-
ur.
Konráð Karl
Baldvinsson og
Erla Hafdís
Ingimarsdóttir.
Það hefur verið haft á orði að
þeir sem ólust upp á Siglufirði á
síldarárunum hafi sterkari
taugar til staðarins en síðari
kynslóðir. Það væri ekkert und-
arlegt að þeir sem ólust upp við
drekkhlaðna síldarbáta, iðandi
mannlíf og að allir sem gátu
staðið í lappirnar voru drifnir í
vinnu tengdust sterkum bönd-
um. Fæðingarárgangur 1945 á
Siglufirði var stór en við fermd-
umst saman 70. Eins og aðrir
árgangar höfum við reynt að
hittast reglulega. Nú er skarð
fyrir skildi þar sem Björn Jón-
asson hefur kvatt okkur.
Framtakssemi Björns kom
snemma í ljós og hann var
fæddur leiðtogi. Þannig stóð
hann t.d. fyrir því að bekkurinn
hans í barnaskóla lét taka
bekkjarmynd, sem var nýlunda
á Siglufirði, sem var færð Jó-
hanni Þorvaldssyni, kennara
bekkjarins. Árin liðu og hóp-
urinn dreifðist. Björn bjó hins
vegar alla tíð á Siglufirði. Það
voru gleðitíðindi þegar hann
kvæntist bekkjarsystur okkar,
Guðrúnu Margréti Ingimars-
dóttur, jafnan kölluð Bettý, og
þau stofnuðu heimili þar. En ör-
lögin höguðu því þannig til að
hamingja þeirra varð skamm-
vinn þar sem Bettý lést úr
krabbameini árið 1976. Eftir
stóð Björn ásamt fósturdóttur
sinni, Rakel, barnungri. Hann
lét það hins vegar ekki buga sig
og saman tókust þau á við lífið.
Síðar kynntist Björn seinni
konu sinni, Ásdísi Kjartansdótt-
ur, sem gekk Rakel í móður-
stað. Árgangur ’45 hittist 2005 í
garðinum hjá þeim hjónum á
Suðurgötunni og næsta stóraf-
mæli skipulagt árið 2015. Engan
óraði þá fyrir því að hvorki
Björn né Ásdís kæmu til með að
taka þátt í þessum væntanlega
fagnaði en Ásdís lést úr krabba-
meini í ágúst á sl. ári.
Eins og vikið var að hér í
upphafi þá berum við öll sterkar
taugar til fæðingarstaðar okkar
og erum þakklát fyrir allt það
sem Björn lagði af mörkum fyr-
ir hann. Á litlum stöðum eru
menn eins og hann ómetanlegir.
Hann var allt í öllu, sparisjóðs-
stjóri, í bæjarstjórn, kórfélagi,
félagi í Kiwanishreyfingunni,
Frímúrarareglunni og áfram
mætti telja. Saman voru þau
hjón einn af máttarstólpum
þessa litla samfélags. Glæsilegt
heimili þeirra var í raun gesta-
stofa enda stór vinahópur sem
náði langt út fyrir landsteinana.
Þangað var alltaf gott að koma
og móttökurnar ævinlega hlýj-
ar. Þar ríkti alltaf bjartsýni og
jákvæðni þrátt fyrir að þau
hefðu kynnst mótlæti í gegnum
tíðina. Það er sorglegt til þess
að hugsa að þeim hafi ekki
auðnast að fá að njóta þess að
eldast í faðmi fjölskyldu sinnar
og sjá barnabörn sín, Björn og
Maríu Lísu, sem þau dáðu og
dýrkuðu, vaxa úr grasi. Það er
þó huggun harmi gegn að það
veganesti sem þeim var gefið
var nærandi og gefið af miklum
kærleik. Eftir andlát Björns
sitjum við nú og berum hryggð í
hjarta með brennandi spurning-
ar á vörunum um tilgang þessa
lífs. Það væri hins vegar ekki í
anda Björns að dvelja við, held-
ur horfa fram á veginn. Við er-
um því ekki í nokkrum vafa um
að hann mun, frá þeim stað þar
sem hann er nú, fylgjast með
gamla síldarbænum sínum
verða æ blómlegri með degi
hverjum.
Elsku Rakel og fjölskylda,
hugur okkar er hjá ykkur.
Minning um góðan dreng lifir.
Fyrir hönd árgangs ’45,
Valtýr Sigurðsson,
Þorkell Hjörleifsson.
Fyrstu kynni mín af Birni
Jónassyni munu hafa orðið er
ég kom til Siglufjarðar snemma
árs 1967, sem nýr frambjóðandi
til Alþingis. Björn var þá liðlega
tvítugur en hafði þegar skipað
sér í forystusveit sem formaður
ungra sjálfstæðismanna á Siglu-
firði. Hann var vasklegur ungur
maður, hiklaus og djarfhuga og
átti eftir að láta mikið að sér
kveða fyrir sína heimabyggð.
Björn varð snemma virkur
félagsmálamaður og að fáum ár-
um liðnum í forystu sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn Siglu-
fjarðar, sat í bæjarstjórn í nær
aldarfjórðung, þar af forseti
bæjarstjórnar í 13 ár. Hann
starfaði einnig að málefnum
Sjálfstæðisflokksins á landsvísu,
sat m.a. í miðstjórn í tíu ár. Auk
hinna pólitísku starfa var hann
m.a. starfsmaður Sparisjóðs
Siglufjarðar í 35 ár, þarf af
sparisjóðsstjóri í 22 ár. Nær alla
starfsævi sína vann Björn að
hagsmunamálum Siglufjarðar
og Siglfirðinga. Hann var þaul-
kunnugur, nærri því samgróinn
öllum málefnum bæjarins, auk
persónulegra tengsla sparisjóðs-
stjórans, sem hann bar aldrei á
torg.
Ég hygg að ég hafi varla
komið til Siglufjarðar á þing-
mannsárum mínum án þess að
hitta Björn Jónasson. Það var
gott að leita til hans, hann var
hreinskiptinn, ráðhollur og
traustur. Tæplega var nokkur
annar kunnugri þeim málum
sem við var að fást hverju sinni.
Hann var auðvitað framar öðru
maður sinnar heimabyggðar og
skipti þar litlu þótt stutt væri í
uppruna hans frá öðrum byggð-
arlögum. Hann var glaðsinna og
skemmtilegur félagi og gott að
vera í návist hans.
Við Helga nutum þess að
vera gestir á heimili þeirra
hjóna, Björns og Ásdísar, sem
einnig er horfin af heimi. Þar
áttum við ljúfar stundir sem
ekki gleymast. Heimilið og við-
mót þeirra hjóna einkenndist af
gleði, rausn og hlýju.
Þegar Björn hefur nú kvatt
fyrir aldur fram fylgja honum
kveðjur mínar og þakkir fyrir
vinakynni og samskipti okkar
öll á langri leið.
Blessuð sé minning þeirra
hjóna Ásdísar Kjartansdóttur
og Björns Jónassonar.
Pálmi Jónsson.
Björn Jónasson, fv. spari-
sjóðsstjóri, lést langt fyrir aldur
fram þann 10. júlí sl. eftir erfiða
baráttu við krabbamein. Þó að
Björn hefði misst bæði fyrri og
seinni eiginkonu sína úr sama
sjúkdómi, þá barðist hann
hetjulega við sjúkdóm sinn, þó
hann vissi að sú barátta yrði
erfið. Hann gladdist yfir hverj-
um degi og sýndi okkur sem
vorum í sambandi við hann hvað
lífið er dýrmætt. Þegar Björn
fékk vitneskju um að sjúkdóm-
urinn hefði náð yfirhöndinni og
hvíldin væri handan við hornið,
þá sýndi hann ótrúlegt æðru-
leysi og sátt með sitt hlutskipti.
Þegar hann kvaddi okkur þá
brýndi hann fyrir okkur að
virða og njóta lífsins til hins ýtr-
asta.
Björn starfaði í Sparisjóði
Siglufjarðar í 32 ár og var spari-
sjóðsstjóri í 22 ár. Þessi ár voru
bæði góð og erfið. Erfiðleikar í
rekstri fyrirtækja og fólksfækk-
un mikil á þessum árum á Siglu-
firði. Þá var ekki öfundsvert að
vera í sporum Björns, sem
þurfti oft að takast á við erfið
viðfangsefni. En þá komu eig-
inleikar hans vel í ljós. Hann
lagði ávallt kapp á að leysa úr
málum í eins mikilli sátt og unnt
var. Með það að leiðarljósi að
vinna sem best að hagsmunum
viðskiptavina sparisjóðsins og
sjóðsins sjálfs og síns heima-
bæjar. Hann trúði alltaf að
Siglufjörður ætti bjarta framtíð.
Í tíð Björns sem sparisjóðs-
stjóra hófst fjarvinnsla spari-
sjóðsins. Þannig að Björn lagði
grunninn að þeirri miklu grósku
í fjarvinnslustörfum sem nú eru
á Siglufirði, en í dag eru um 40
heilsársstörf í fjarvinnslu eða
ríflega 5% af vinnumarkaðinum
á Siglufirði.
Ég og samstarfsmenn Björns
þökkum Birni fyrir samstarfið á
liðnum árum. Björn var góður
yfirmaður og það var gott að
vinna undir hans stjórn.
Fjölskyldu Björns eru færðar
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Jónsson.
Við kveðjum í dag félaga okk-
ar og vin, Björn Jónasson.
Björn var ráðinn innheimtu-
stjóri RARIK árið 2005, en
hafði áður unnið sem ráðgjafi
fyrir RARIK um tíma. Hann
gegndi starfi innheimtustjóra til
ársins 2012 er hann fór í hluta-
starf og sinnti í framhaldinu
ýmsum verkefnum þar til hann
hætti alfarið störfum á síðast-
liðnu ári.
Björn var reynslumikill í við-
skiptum og sveitarstjórnarmál-
um þegar hann kom til RARIK
en sú reynsla nýttist honum
sérstaklega vel í starfi inn-
heimtustjóra. Honum farnaðist
vel í samskiptum við viðskipta-
vini þótt þau væru ekki alltaf
auðveld í starfi hans. Björn var
þeim eiginleika gæddur að hann
var ávallt tilbúinn til þess að
leita lausna á vandamálum sem
upp gátu komið og gat oft leyst
úr málum sem öðrum virtust
torleyst.
Björn varð strax mikill RA-
RIK-maður, en auk þess var
hann fyrst og fremst Siglfirð-
ingur, stoltur af því og ófeiminn
við að láta það í ljós. Hann var
hafsjór af sögum og vinsæll og
nutum við samstarfsmenn hans
þess að fá hann til leiðsagnar
um Siglufjörð til að segja sögu
bæjarins. Björn lét sig ekki
vanta á fundum félagsins eða
öðrum mannamótum og mætti
síðast á aðalfund RARIK í mars
síðastliðinn, þrátt fyrir veikindi.
Við samstarfsmenn Björns
þökkum honum ánægjulega
samfylgd, vináttu hans og hlý-
hug gagnvart okkur öllum. Fjöl-
skyldu hans sendum við inn-
legar samúðarkveðjur. Fyrir
hönd samstarfsmanna hjá RA-
RIK,
Tryggvi Þór
Haraldsson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson