Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Bakari
Yfirbakari óskast
Bakarí á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir yfir-
bakara til starfa. Leitað er eftir áhugasömum,
duglegum, skipulögðum og metnaðarfullum
einstaklingi. Kostur er ef viðkomandi hefur
reynslu úr sambærilegum störfum. Sendið
svar á yfirbakari@mail.com. Fyllsta trúnaðar
verður gætt í öllum samskiptum.
Eskifjarðarsókn, Austurlandsprófastsdæmi
Organisti
Eskifjarðarsókn óskar að ráða organista og
kórstjóra í 32% starf. Messur eru tvær í
mánuði og kóræfingar einu sinni í viku.
Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2014.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf í
september 2014.
Allar nánari upplýsingar gefur formaður
sóknarnefndar, Gísli M. Auðbergsson,
sími 476 1666 póstfang: gisli@rettvisi.is
Sóknarnefnd Eskifjarðarkirkju.
Frystiklefi
Ísfélag Vestmannaeyja hf Vestmannaeyjum,
óskar eftir tilboði í frystiklefa og flokkunar-
stöð ásamt þjónusturýmum samtals
ca. 4000 m², sem fyrirtækið ætlar að byggja
í Vestmannaeyjum.
Tilboðið felur í sér jarðvegs og steypuvinnu,
framleiðslu og reisningu á burðarvirki og
klæðningum fyrir útveggi, innveggi, þaki,
hurðum og gluggum.
Áætlað upphaf verks er 1. september 2014
og skal verkinu að fullu lokið 30. april 2015.
Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Páls
Zóphóníassonar ehf , Kirkjuvegi 23,
Vestmannaeyjum, frá og með þriðjudeginum
22. júlí 2015. Tilboð merkt “Frystiklefi” skal
skila á Skrifstofu Ísfélags Vestmannaeyja hf,
Strandvegi 28, 900 Vestmannaeyjum eigi
síðar en mánudaginn 11. ágúst 2015
kl. 14.00 og verða opnuð þar í viðurvist
þeirra bjóðenda, sem þess óska.
Til sölu
Til sölu er Vilberg bakarí í Vestmannaeyjum.
Vilberg bakarí er í fullum rekstri og til sölu er
fasteignin að Bárustíg 7 þar sem bakaríið og
verslun þess er til húsa í dag og öll tæki og
lausafé tilheyrandi rekstrinum.
Fasteignin að Bárustíg 7 (Pálsbúð) er tveggja
hæða steypt hús í miðbæ Vestmannaeyja og
skv.fasteignaskrá 529 fm, bílastæði eru á lóð.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
Helgi Bragason, hrl, Kirkjuvegi 23,
Vestmannaeyjum, sími: 488 1600,
fax: 4881601, netfang: hb@eyjar.is
Lausar kennarastöður við Grunnskóla Snæfellsbæjar
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru lausar eftirfarandi stöður: 100% staða myndmenntakennara
tímabundin í eitt ár og 60% staða textílmenntakennara.
Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans www.gsnb.is og á Fésbókarsíðu
skólans, https://www.facebook.com/grunnskolisnaefellsbaejar?ref=hl er að finna myndir úr starfi
hans og annan fróðleik.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Grunnskóla
Snæfellsbæjar í síma 894 9903 eða á póstfanginu maggi@gsnb.is.
Umsóknarfrestur til og með laugardeginum 2.ágúst
Minnt er á eftirfarandi grein í lögum um grunnskóla nr. 91 frá 2008:
„Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla/grunnskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir
brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða
heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“
GRUNNSKÓLI
SNÆFELLSBÆJAR
Ertu efnakona?
Þjónustulunduð og hefur gaman af handa-
vinnu? Þá ertu manneskjan sem við leitum
eftir. Um er að ræða vinnu bæði allan daginn
og part úr degi í Föndru, Dalvegi 18, Kóp.
Umsóknir, ásamt mynd, sendist á
fondra@fondra.is
Afgreiðslufólk
Sandholtsbakarí auglýsir eftir afgreiðslufólki
í kaffihús. Ekki er um að ræða sumarstarf.
Íslenskukunnátta ekki skilyrði
Áhugasamir sendið tölvupóst á
ingisand@gmail.com
Starfsmaður
Starfsmann vantar til starfa í Noregi!
Suðurverk hf. óskar eftir að ráða starfsmann
vanan efnisvinnslu (mölun) til starfa í Noregi.
Þarf að hafa vinnuvélaréttindi og góða
þekkingu á efnisvinnslu og viðhaldi slíkra
tækja.
Umsóknir skulu berast á skrifstofu okkar að
Hlíðarsmára 11 eða senda þær á vef okkar
www.sudurverk.is
Framleiðslustjóri
óskast
Gæðabakstur/Ömmubakstur óskar eftir
framleiðslustjóra til starfa sem fyrst. Leitað
er eftir metnaðarfullum einstaklingi í
framtíðarstarf.
Framleiðslustjóri sér um vöruþróun og
daglegan rekstur á framleiðslustarfsemi
fyrirtækisins. Þar fellur undir: verkstjórn,
innkaup, starfsmannahald.
Hæfniskröfur:
– Menntaður bakari
– Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
– Áreiðanleiki og frumkvæði
– Hæfni í mannlegum samskiptum
– Geta til að vinna undir álagi
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á
villi@gaedabakstur.is fyrir 25.7. 2014.
Grunnskóli Raufarhafnar
auglýsir eftir
starfsfólki
Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn
grunn- og leikskóli með 12 nemendur þar
sem Uppbyggingarstefnan er höfð að
leiðarljósi. Skólinn nýtur mikils stuðnings
frá samfélaginu og leggjum við áherslu á
samvinnu sem og jákvæðni.
Við auglýsum eftir matráð í 55% stöðu. Í
starfinu felst umsjón með morgunmat og
hádegismat 4 daga vikunnar ásamt
skúringum á eldhússvæði.
Við leitum að pólsku- og íslenskumælandi
stuðningsfulltrúa til að aðstoða nýjan nem-
anda í námi. Um hlutastarf er að ræða.
Einnig leitum við að leikskólakennara í fullt
starf. Viðkomandi þarf að vera barngóður,
sveigjanlegur og íslenskumælandi.
Upplýsingar veitir Frida Elisabeth Jörgensen
skólastjóri í síma 694 9063 og
frida@raufarhofn.is
Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2014
Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu
mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.