Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 52

Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 52
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Telja lík ferðamannsins fundið 2. „Áttum að vera í þessari vél“ 3. Stúlkurnar voru ekki í bílbeltum 4. „Þetta eru ekki hamfarir …“  Listfræðingurinn Rakel Péturs- dóttir leiðir gesti um sýninguna Spor í sandi á morgun kl. 14 í Listasafni Ís- lands að Fríkirkjuvegi 7. Þar má sjá lykilverk Sigurjóns Ólafssonar en hann var meðal allra áhrifamestu listamanna Íslands á eftirstríðs- árunum, en grunninn að listsköpun sinni lagði hann í Danmörku á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar. Auk þess að taka virkan og mótandi þátt í danskri framúrstefnulist á þeim við- sjárverðu tímum þegar Danmörk var hernumin, var hann alla ævi í farar- broddi íslenskrar höggmyndalistar. Sýningarstjórar eru Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir. Leiðsögn um Lista- safn Íslands  Jón Axel Björnsson sýnir nýjar „Gouash“-vatnslitamyndir á kaffi- húsinu Mokka frá 18. júlí til 21. ágúst nk. undir yfirheitinu Svarti kassi Mokka. Myndirnar eru allar málaðar undanfarna mánuði og saman- stendur hvert verk af þremur mynd- um. Jón Axel er fæddur 2. febrúar 1956 í Reykjavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975-1979. Einnig hefur hann kennt við MHÍ og LHÍ 1985-1999 og Myndlistaskólann í Reykjavík 1995-2000. Sýningin er opin daglega frá kl. 9 til 21. Myndlistarsýning á kaffihúsinu Mokka FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustanátt 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni. Rigning eða súld með köflum og líkur á þokulofti með suður- og suðausturströndinni. Á sunnudag Hæg austlæg átt og víða bjart með köflum en þykknar upp austantil og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 12 til 19 stig. Á mánudag Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en rigning norð- anlands í fyrstu og lítilsháttar súld eða þokumóða sunnantil. Hiti 12 til 20 stig. Íslenska kvennalandsliðið í körfu- bolta sigraði það skoska í undan- úrslitum Evrópukeppni smáþjóða í gær. Ísland leikur því til úrslita í mótinu í dag og mætir þar Austurríki. Helena Sverrisdóttir lék sinn 50. landsleik í gær. Henni finnst synd að leikirnir séu ekki orðnir fleiri hjá sér en landsleikir hafa verið fáir síðustu ár. »2 Ísland mætir Austurríki í úrslitum í dag Þremur efstu liðum 1. deild- ar karla í knattspyrnu mis- tókst öllum að vinna leiki sína í gærkvöld. Leiknir gerði 2:2-jafntefli við Grindavík, Selfoss vann ÍA, 1:0 og HK og KV skildu jöfn, 1:1. Þar með hefur Leiknir sex stiga forskot á ÍA og HK sem eru í 2. og 3. sæti eftir 12 leiki. Leiknismenn segja ekki annað í boði úr þessu en að fara upp um deild. »3 Ekkert topp- liðanna vann Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir taka nú annað sumarið í röð þátt í dönsku deildarkeppninni í strandblaki og hafa þegar unnið tvö mót af þeim fjórum sem þær hafa tekið þátt í. Þær stöllur stefna á að keppa á Ólympíu- leikunum 2020. »1 Berglind og Elísabet vekja athygli í Danmörku Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Hið árlega Símamót, knattspyrnu- mót stúlkna í 5., 6. og 7. flokki, er haldið í 30. sinn nú um helgina. Mót- ið var sett á fimmtudagskvöld en keppni hófst í gærmorgun í Smár- anum, Kópavogi. Á mótinu keppa hátt í tvö þúsund stúlkur frá 276 lið- um alls staðar af landinu, en það er fimmtán prósent fjölgun keppenda frá því á seinasta ári. Aldrei hafa fleiri skráð sig til leiks á mótinu, sem er að sögn Einars Sigurðssonar mótsstjóra fjölmennasta helgarmót landsins. Búist er við ríflega tíu þús- und gestum í Kópavogsdal um helgina. Hressilega rigndi á þátttakendur og gesti mótsins í gær, en Einar seg- ir það þó ekki hafa sett strik í reikn- inginn. „Þetta er bara fótbolti. Menn spila hann við hvaða aðstæður sem er og í hvaða veðri sem er, þess vegna er hann vinsælasta íþrótt í heimi,“ segir hann. Einar segir veðr- ið aðallega bitna á völlunum, sem geti orðið að hálfgerðu drullusvaði ef ekki stytti upp. Hann segir stemn- inguna á mótinu þó mjög góða þrátt fyrir veður. „Stelpurnar eru bara að skemmta sér og það skín bros úr hverju andliti. Þær eru kannski blautar, en brosið er til staðar,“ segir hann. Taka þetta á jákvæðninni Sveinborg Hauksdóttir, liðsstjóri stúlknaliðs Álftaness, segir mik- ilvægt að láta veðrið ekki hafa áhrif á hópinn. „Við í Álftanesliðinu erum búin að koma okkur fyrir hérna inni með vallarnesti og kaffi og reynum að vera með allan hópinn saman,“ segir hún. „Við ætluðum reyndar að vera með veislutjald hér fyrir utan til að geyma dótið okkar í, en það hefði bara fokið í svona veðri.“ Stöllurnar Sandra Björg Axels- dóttir og Margrét Lukka Brynjars- dóttir voru í hópi foreldra og dyggra stuðningsmanna heimaliðsins, Breiðbliks. Þrátt fyrir veðrið í gær voru þær léttar í lund. „Maður tekur þetta bara á jákvæðninni,“ segir Sandra. „Við erum bara fegnar að þurfa ekki að gista í fellihýsi hér fyr- ir neðan og geta farið heim til okk- ar.“ Mótið stendur fram á morgundag- inn, en þá fara fram úrslitaleikir í öllum flokkum. »12 Metþátttaka á Símamótinu  Tvö þúsund keppendur frá 276 liðum  Búist við tíu þúsund gestum Morgunblaðið/Þórður Úrhelli Hressilega rigndi yfir þátttakendur og gesti Símamótsins í gærdag, en veðrið virtist ekki hafa áhrif á góða stemningu sem finna mátti á svæðinu. Keppnisskapið var mikið og mátti víðs vegar heyra hvatningarhróp foreldra. Morgunblaðið/Þórður Einbeiting Mótið fer fram í Smáranum, Kópavogi og er í umsjón knatt- spyrnudeildar Breiðabliks. Keppt er bæði innandyra og úti. Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið frá mótinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.