Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 2
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014
Mér finnst það ekki nógu gott. Það er til nóg
af góðu kjöti á Íslandi
Leon Kemp, 42 ára.
Mér finnst það bara fínt, það er ekkert að
því.
Hermann Guðmundsson, 38 ára.
Ég vil hefta allan innflutning á erlendu kjöti.
Ég held að við ættum að hafa það að mark-
miði að brauðfæða þjóðina og að koma í veg
fyrir allskyns sýkingar.
Erla Sigvaldadóttir, 64 ára.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Það er bara erfðabreytt og ógeðslegt.
Eyþór Mikael, 18 ára.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SPURNING DAGSINS HVAÐ FINNST ÞÉR UM ERLENT KJÖT SEM SELT ER Á ÍSLENSKUM MARKAÐI?
Áunninn athyglis-
brestur er ekki til sem
sálfræðileg skilgreining.
Með auknu áreiti í um-
hverfinu upplifa þó margir
erfiðleika við að einbeita
sér og halda athygli á til-
teknu viðfangsefni. 46
Í BLAÐINU
Brautskráningar úr háskóla
Heimild: Hagstofa Íslands (brautskráningar á háskólastigi og doktorsstigi)
2001-2002 2011-2012
87,15
%
2.195
4.108
Hvert er þitt hlutverk á Jazzhátíðinni? Ég er hluti af mjög skemmtilegu verk-
efni sem sett var saman af þeim Nicole Johänntgen og Pétri Grétarsyni, sem felst í því að
gera konur sýnilegri í jazzheiminum. Nicole, sem er þýskur saxófónleikari, er stofnandi
SOFIA - Support of female improvising artist. Það eru samtök sem einbeita sér í því að
hvetja ungar konur í jazztónlist. Hún hitti Pétur á ráðstefnu fyrr á árinu og bar þar upp
hugmyndina um að búa til eitthvað verkefni á Ísland. Úr varð band sem samanstendur
af Nicole, enska trommarann Daisy Palmer og norska bassaleikarann Ellen Andreu
Wang, mér sjálfri og eru hinir meðlimir bandsins þær Þórdís Gerður Jónsdóttir selló-
leikari, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir fiðlu-, básúnu- og panderoleikari og Anna Gréta
Sigurðardóttir píanóleikari.Við munum flytja eigin tónsmíðar úr smiðjum hver ann-
arar í útsetningum fyrir þennan hóp hljóðfæraleikara.
Nú er að fara af stað kvenleg dagskrá á Jazzhátíð Reykjavíkur,
hvers vegna er þörf á henni? Nú síðastu ár, og þá sérstaklega þetta síð-
asta, hefur farið af stað bylgja af ýmisskonar kvenlegri hvatningu, til að mynda í
flestum starfstéttum sem og mannréttindabaráttu. Þetta kemur bæði frá konum
og körlum. Félagið KÍTÓN - Konur í tónlist, var sett á laggirnir í fyrra og hafa
þær gert mjög góða hluti í að koma konum á framfæri og hvetja þærÉg hef
kennt ótal mörgum stúlkum og finnst mér rauði þráðurinn sem tengir þær
flestar oft vera sá að þær eru svolítið feimnar við að „kýla á það“ og bara leyfa
sér að láta allt flakka. Þær vilja gera hlutina svo ofboðslega vel, sem er góður
kostur, en getur staðið í vegi fyrir því að hafa sjálfstraustið til gera bara hlutina
eins og þeir eru. Fullkomnun er ekki nauðsynleg, og mistökin geta verið
skemmtilegust. Strákarnir í kringum mig glíma við sömu vandamál en einhvern
veginn eru þeir betri í að ýta því til hliðar. Ég þekki þetta sjálf og er stöðugt
að vinna í þessu. Þess vegna er gott að hafa svona samtök eins og KÍTÓN
og SOFIA sem efla tengslin kvenna á milli sem og bara almennt við múss-
ísenuna.
Er skortur á konum í jazzsenuna? Það eru margar frábærar og
hæfileikaríkar konur sem spila á Íslandi en hlutfall miðað við karlmenn er tölu-
vert minna. Ég myndi ekki segja að miðað við það væri færri konur að spila á
Jazzhátíð. Staðreyndin er bara svolítið sú að einhvers staðar á leiðinni hellast
konur úr lestinni, í náminu eða á framabrautinni. Ég hef þó á tilfinningunni að
þetta sé að breytast. Til dæmis er hlutfall kven- og karlkyns blásara við Tónlist-
arskóla FÍH smám saman jafnast út, og þær eru að koma sterkar inn á önnur
hljóðfæri smám saman. En eitt er víst að sá þáttur að gera konur sýnilegri er
alltaf jákvæður og á það líka við um alla minnihlutahópa á öllum sviðum. Ungt
fólk þarf sínar fyrirmyndir og getur það haft áhrif að sjá til að mynda alltaf bara
karlmenn á trommur og bassa. Sem dæmi spila ég á mjög stóran lúður sem
mörgum finnst skrítinn og í hugum sumra myndi hann kannski seint flokkast
sem kvenlegt hljóðfæri. En ég fæ frábær viðbrögð frá ungum stúlkum sem horfa
stórum augum á þetta hljóðfæri og vonandi sjá að það skiptir engu máli hver þú
ert, hvaðan þú kemur eða hvernig þú lýtur út, það getur hver sem er spilað á hvað
sem er svo lengi sem hæfileikinn og vinnusemin er til staðar.
Ásdís Rán fékk sent bréf frá þér fyrir ekki svo löngu síðan,
hvað stóð í því bréfi og hvers vegna sendirðu það?
Þetta er kannski svolítið skylt þessu sem ég er búin að vera að tala um. Þ.e.a.s. að
fólk þarf sínar fyrirmyndir og það er nú svo að slæmar fyrirmyndir og röng skila-
boð geta haft margfalt verri afleiðingar en þær góðu. Það var nú bara þannig að
ég rakst á einhverja frétt í gegnum fésbókina um nýjan þátt sem var í pípunum.
Þessi nýi þáttur hafði að mér fannst það að markmiði að segja konum að vera
ekki ánægðar með sjálfan sig eins og þær eru skapaðar. Mér fannst þetta bara of
mikið og skrifaði henni bréf þess efnis. Ég er alls ekki á móti lýtaaðgerðum þegar
við á en mér finnst óþarfi að troða þessu inn á heimili fólks. Ungar stúlkur og
drengir fá nóg áreiti um líkamsímyndir annarsstaðar frá. Mér finnst þetta líka
tímaskekkja á tímum þegar mörg fyrirtæki eru taka skurk í auglýsing-
arherferðum sínum til að fagna fjölbreytileika. Nú hef ég ekki séð þennan þátt en
ég vona innilega að Ásdís Rán sé að gera góða hluti þar og tala m.a. um mikilvægi
þess að vera sáttur í eigin skinni.
RÓSA GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Fleiri konur í jazz
Morgunblaðið/Þórður
Forsíðumyndina tók
xxxxxxxxx
Danskennarinn Brynja Pétursdóttir er
neytandi vikunnar. Hún fellur oft
í freistni við ískistur matvörubúð-
anna en dreymir um að eignast
hús á tveimur hæðum með
rennibraut á milli og sund-
laug í garðinum. Fjármál 38
Þekktir glæpasagnahöfundar hafa boðað komu sína á
Iceland Noir glæpasagnahátíðina sem haldin
verður í Reykjavík í nóvember. Bækur 58
Enginn verður svikinn af
því að gæða sér á góm-
sætum og girnilegum
tapasréttum á hin-
um ýmsu veit-
ingastöðum í Ma-
drid á Spáni.
Ferðalög 18
Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur er margt til lista lagt.
Hún er söngkona, saxófónleikari, flautuleikari, tón-
skáld og gítarglamrari og vinnur nú að sinni fyrstu
sólóplötu sem kemur út í september. Rósa er hluti
af djassbandi sem stígur á svið á Jazzhátíð Reykja-
víkur sem nú stendur yfir. Þetta er í fyrsta sinn sem
Jazzhátíð Reykjavíkur skartar heilu bandi bara skip-
uðu konum. Þó hafa margar konur spilað á Jazzhá-
tíð og margar þeirra verið í forsvari fyrir sín bönd.