Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014
Fjölmennasta þjóðarbrot
Kúrda er í Tyrklandi, senni-
lega um 18 milljónir manna.
Hörð refsing var lengi við
því að nota kúrdísku op-
inberlega í Tyrklandi, leið-
togar þeirra voru fangelsaðir
og margir drepnir. En ráða-
menn í Ankara hafa síðustu
árin rétt fram sáttahönd og
slakað mjög á ýmsum höml-
um.
Þegar Leyla Zana, fyrsta
þingkona Kúrda, sór eið
1994 sagðist hún gera það í
nafni bræðralags „tyrk-
nesku og kúrdísku þjóð-
anna“ – og sagði þetta á
kúrdísku! Hún var dæmd
í 15 ára fangelsi en
látin laus 2004
vegna þrýstings
Evrópuþjóða.
Enda átökin í Írak með því aðKúrdar, þriðja stærsta þjóðMiðausturlanda á eftir aröb-
um og Írönum, eignast í fyrsta sinn
í sögu sinni sjálfstætt ríki? Svo get-
ur farið en engu er hægt að slá
föstu. Staða stjórnmála á þessu
svæði getur breyst hratt, heilindi
eru fágæt, margir ganga með rýting
í erminni. Hitt er ljóst að staða íra-
skra Kúrda, sem taldir eru vera um
6,5 milljónir eða 17% allra Íraka, er
að mörgu leyti vænleg, amk. ef
mönnum tekst að stöðva sókn
hryðjuverkasamtakanna ISIS.
Sjálfstætt Kúrdaríki gæti þó orð-
ið til að ýta undir ótta Tyrkja við að
þeirra eigin þjóðarbrot krefjist sjálf-
stæðis. Ef til vill sætta Kúrdar sig
við sjálfstætt ríki sem að nafninu til
verður áfram hluti Íraks.
Her Kúrda, Peshmerga, er öfl-
ugur og að hluta skipaður konum.
Hann skortir hins vegar öflug vopn.
Engu skiptir þótt íraskir Kúrdar
hafi um áratugaskeið litið á Banda-
ríkjamenn sem verndara sína í
hörðum heimi og hafi fagnað ákaft
innrásinni 2003. Bandaríkjamenn
hafa aldrei þorað að efla hann að
ráði vegna ótta við að styggja aðra
Íraka sem myndu þá segja að Vest-
urveldin vildu kljúfa ríkið, hjálpa
Kúrdum til sjálfstæðis.
Til voru þeir sem vildu að Banda-
ríkjamenn kæmu sér upp flug-
bækistöð í Kúrdistan, þar þyrftu
þeir ekki að óttast að ráðamenn
myndu nokkurn tíma vilja reka þá
burt. Ekki varð af því.
Frá 1992 hafa íraskir Kúrdar not-
ið verulegs sjálfræðis í mörgum efn-
um, eftir skelfilegar og mannskæðar
ofsóknir Saddams Husseins. Um
1920, eftir hrun Tyrkjaveldis, voru
Bretar búnir að gera kort sem
sýndi sjálfstætt Kúrdistan í norður-
héruðum núverandi Íraks og að
hluta í Tyrklandi. En grannþjóð-
irnar, Íranar og arabar, sem byggðu
þessi fornu yfirráðasvæði Tyrkja-
soldáns, voru sammála um eitt:
Kúrdar máttu aldrei fá sitt eigið
ríki.
Óvenjulegar rætur
En hver er þessi þjóð? Sjálfir eiga
Kúrdar gamla þjóðsögu um uppruna
sinn. Þar segir að Salómon, kon-
ungur gyðinga, hafi sent hóp djinna,
himneskra sendiboða, til Evrópu og
þar hafi þeir átt að ná í fimm
hundruð fagrar stúlkur sem hann
vildi fá í kvennabúrið. En þegar
þeir sneru aftur var Salómon látinn.
Þeir settust þá að í fjallahéruðum,
giftust sjálfir stúlkunum og afkom-
endur þeirra eru Kúrdar.
Hinir hálf-himnesku Kúrdar hafa
lengi haft yfir sér hetjublæ í Mið-
austurlöndum, undirokuð þjóð en
hugrökk og herská. Ofsagt er að
þeir hafi alltaf verið áhrifalausir,
sumir frægir skörungar risaveldis
araba á miðöldum voru Kúrdar.
Nefna má Saladín soldán sem barð-
ist við Ríkharð ljónshjarta Eng-
landskonung á 12. öld og náði Jerú-
salem úr höndum krossfara.
Kúrdar eru nú taldir vera 26-34
milljónir, deilt er um réttu töluna.
Um helmingurinn býr í Tyrklandi
en hinir flestir í Sýrlandi, Írak og
Íran. Og geta má þess að um hálf
önnur milljón Kúrda býr í Evrópu,
þar af helmingurinn í Þýskalandi.
Flestir Kúrdar eru súnní-múslímar,
allmargir eru af grein sjía en
einnig eru um 200 þúsund
gyðingatrúar. Þeir flúðu
flestir til Ísraels upp
úr 1950. Kúrdísku
gyðingarnir eru tald-
ir vera afkomendur
gyðinga sem Assýr-
íumenn fluttu nauð-
uga frá Gyðingalandi á 8. öld fyrir
Kr.
Talið er að nafnið Kúrdar merki
„fjallabúarnir“ og uppruninn er í
Íran, fyrir allt að 4000-5000 árum.
Fjölmargt er líkt með menningu Ír-
ana og Kúrda og tungumálin ná-
skyld, bæði eru indó-evrópsk en
ekki semitísk eins og arabíska. Lík-
lega er hæpið að tala um Kúrda
sem eina þjóð. Mállýskumunurinn
er mikill. En Kúrdar hvarvetna eiga
það sameiginlegt að vera oftast hóf-
samir í trúmálum, mildar dul-
spekikenningar súfista hafa líka
ávallt verið í hávegum hafðar.
„Ef borið er saman við villu-
trúarmenn eru Kúrdar víst múslím-
ar,“ segja arabar með semingi. Loks
má geta þess að það er ekki bara í
hernum, Peshmerga, sem samskipti
kynjanna eru með öðrum hætti hjá
Kúrdum en í íhaldssömum araba-
löndum. Þegar t.d. efnt er til brúð-
kaups og dansleikja er enginn að-
skilnaður milli kvenna og karla.
Fá þeir
loksins sitt
eigið ríki?
ÍRASKIR KÚRDAR HAFA NÝTT SÉR VEL UMSKIPTIN SEM
URÐU MEÐ FALLI SADDAMS HUSSEINS. MIKLAR TEKJUR AF
OLÍU HAFA TRYGGT ÞEIM BETRI KJÖR OG ÁHUGA UM-
HEIMSINS. NÚ EYGJA ÞEIR VON UM SJÁLFSTÆÐI.
Leila Zana
FLESTIR Í TYRKLANDI
Liðsmaður Peshmerga, hers íraskra Kúrda, leikur á hljóðfæri á varðstöð sinni í grennd við Khazer, um 40 km vestan við
höfuðstaðinn Arbil. Hermdarverkamenn íslamistasamtakanna ISIS, hafa ógnað svæðinu.
AFP
* Kúrdar í Írak hafa rétt á því að taka sjálfir ákvörðunum framtíð eigin lands.Huseyin Celik, talsmaður stjórnarflokks Tyrklands, AK.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is
HEIMURINN
VRÓ
NKFU
elstu ríkja evrusvæðefnahag h
m áhyggjum, en framleiðsla í lang-nú miklu
ríkinu, Þýskalandi, dróst saman umöflugasta
ðrum ársfjórðungi. Á svæðinu í heild0,2% á ö
turinn enginn, 0,0%, og verðvar vöx
nnkandi. Hagfræðingar segjenn mi ð haldi þessi þróun áfram
ukist þrýstingur á ECá árinu a rusvæðisins, um
n á næsttuað auka seðlapren
TÍÍA
ðannaátaka kom milli friðargæsluliða Sameinuðu þjó
uðningsmanna eJean and, fyrr
a H veriðaítí, á miðvikudag. Aristide hefur
ölurlyfj .um peningaþvætti, spillingu og eitu as
ðningsmun út á hann handtökutilskipun en st
ði grjór pólití ka
n
rá
ns
NI
NÝ
ors
areN
yí gær sína f
efnogi í tilsem leiðt
álfstæðisda
ærinann að hrina
ðsmán fyrir sig og
uninnforeldrar yrðu a
bá réttu og röng
aðve mog h
ekkióstr
BANDA
HOLLYW
kvikmynda
Robin Wil
Schneider,
hann hafi v
með byrju k
Parkinsons
mánudagin
hann hengdi sig, en
tíma heróín. Hann ha
reiðubúinn að skýra o
sinni við Parkinsons-
þjakaði hann mjög