Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Page 19
* Fyrstu tapasréttirnirvoru brauðbitar ogkjötflísar sem voru not- aðar til að skýla sérríglös- um frá ávaxtaflugum. Þessi goðsagnakenndi tapasbar hefur fullnægt matarþörf Madrínga í meira en 110 ár og ómögulegt er að láta sér ekki líka við huggulegt og gamaldags andrúmsloftið og húsgögnin. Á veggjum hanga gamlar myndir, viðartunnur hvíla í hornum, vínrekkar tróna yfir veitingasalnum. Að auki eru tapasrétt- irnir fjölbreyttir og virkilega góðir. Bragðmiklir bjórar eru ferskir á krana og að auki býður Ardosa upp á sérríglas sem enginn verður svikinn af. Vín- in eru þó ung og úrvalið takmarkað. Á sumrin skrafa þar fastagestir á ver- öndinni langt fram á kvöld. Bodega de la Ardosa 17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Í næstum heila öld hefur þessi rykugi bar átt sviðið í tapas- menningu Chueca, líflegs hverfis við miðbæinn þar sem er að finna stórt LGBT-samfélag. Árið 1995 birtist Antigua Casa An- gel Sierra í einni af kvikmynd- um Pedro Almodovar „La Flor de mi Secreto“ (ísl. Blóm míns leyndarmáls) og öðlaðist þannig goðsagnakennda stöðu. Fasta- gestir eru af öllum stærðum og gerðum, ef svo má að orði komast, og andrúmsloft stað- arins getur breyst hratt. Um hádegisbil er hægt að blanda geði við eldri íbúa hverfisins sem panta sér glas af vermút og fá ókeypis ólífudisk með. Þegar tekur að skyggja lætur unga fólkið sjá sig, litríkt og uppfullt af lífi. Tapasréttirnir eru ódýrir og ferskir, ekki mjög fágaðir. Antigua Casa Angel Sierra La Musa Latina Eitt helsta aðdráttarafl La Musa Latina er að þar er hægt að spila borðtennis í kjallaranum. Andrúmsloftið er afslappað og staðurinn er jafnframt á afar fallegu, gömlu torgi. Mögulegt er að koma sér fyrir undir fallegu tré og gæða sér á óvenju- legum tapas-réttum á borð við kolkrabba, villisvín og huitlacoche, mexí- kóskan svepp sem veldur sót- sveppasýki í korn- plöntum. Vi er spænska orðið fyrir vín þar sem end- ingunni „no“ er sleppt. Hér verður ekki tek- in afstaða til þess hvort þetta sé mjög kúl nafn á tapasstað. Einn fremsti kokkur Katalóníu, Sergi Arola, rekur Vi Cool og þar er að finna marga af framsæknustu sælkera-tapas-réttum Madrídar. Réttirnir eru jafnframt bornir óaðfinnanlega fram. Vi Cool er aðeins fyrir sunnan Puerta del Sol í hjarta miðborgarinnar. Vi Cool er smekklega hannaður og þar má sjá glæsilegar konur snæða hádegisverð, á kvöldin fyllist staðurinn af evrópsk- um hipsterum. Staðurinn sérhæfir sig að vísu frem- ur í diskum til að deila með öðrum (raciones) en tapas. Sex rétta tapas-matseðillinn kostar 20 evrur og gefur góða mynd af spænsku nútímaeldhúsi. Vi Cool

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.