Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Síða 24
* Andy Warhol barnakerra á 180.000 Andy Warhol samtökin og hollenska fyrirtækið Bugaboo hafa nú sameinað krafta sína og sett á laggirnar uppboð. Á uppboðinu eru til sölu þrjár barnakerrur sem skreyttar eru með portrettmynd eftir Andy Warhol af söngkonunni Deb- bie Harry, einnig þekkt sem Blondie. Allur ágóði uppboðs- ins rennur til Kids Company góðgerðarsamtakanna sem styðja við bakið á enskum börnum sem standa höllum fæti. Fyrsta kerran fór á uppboð fyrr í vikunni og lýkur uppboðinu um helgina. Eins og er hljóðar hæsta boð upp á 920 sterlingspund eða tæpar 180.000 krónur. ... Í AUKAHERBERGIÐ Í fyrsta lagi væri gott að fá þetta auka- herbergi. Það væri eflaust notað sem vinnuherbergi og myndi fyllast fljótt af snúrum og græjum. Kyoto- skenkurinn frá Colonel kæmi sér síð- an vel sem hirsla. ... Í STOFUNA Nýja hátalara við græjurnar. Og myndlist, fullt, fullt af myndlist, helst allan basarinn í Kunstschlager. Það væri líka mjög gagnlegt að eiga skjávarpa fyrir baðstofukvöld og í ým- islegt listvesen. ... Í ELDHÚSIÐ Eldhúsbekk svo að hægt sé að koma fleiri gestum fyrir við matarborðið. Svo langar mig í hundabollana frá Eleonor Bostrom. Einnig er Full Moon-dagatalið eftir Isa Newby Gagarin gagnlegt og fallegt. ... Í GARÐINN Glerhús fyrir allar matjurt- irnar og grænmetið sem ég mun rækta einn daginn. MYNDLISTARKONAN HELGA PÁLEY FRIÐÞJÓFSDÓTTIR ER HLUTI AF FJÖLBREYTTUM SJÖ MANNA HÓPI SEM SÝNIR OG SELUR MYNDLIST SÍNA Í GALLERÍ KUNSTSCHLAGER. HELGA KÝS AÐ FEGRA HEIMILI SITT MEÐ SKEMMTILEGRI MYNDLIST OG HÖNNUN SEM GRÍP- UR AUGAÐ OG ÞAÐ ER MARGT SNIÐUGT Á ÓSKALIST- ANUM HJÁ HENNI. HELGA ER ÖNNUM KAFIN ÞESSA DAGANA AÐ UNDIRBÚA SIG FYRIR SAMSÝNINGUNA MUCHO GRANDI SEM HALDIN VERÐUR Á MENNING- ARNÓTT. EINS OG TITILL SÝNINGARINNAR GEFUR TIL KYNNA VERÐUR SÝNINGIN ÚTI Á GRANDA. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is ... Í SVEFNHERBERGIÐ Útvarpsvekjara með ljósi til að stilla líkamsklukkuna í skammdeginu. Þá myndi ég vakna alla morgna eins og konan á myndinni. ... Í ÚTÓPÍSKRI VERÖLD Lítinn ljóstillífandi grísling sem væri gæludýr og heimilishjálp í senn. ... Á BAÐHERBERGIÐ Eitthvað til að fela gatið á veggn- um, til dæmis Rabari teppið eftir Doshi Levien. Og svo langar mig líka mjög mikið í stóra kaktusa úr keramik eftir Lina Cofan. Mig langar í... Heimili og hönnun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.