Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 31
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Morgunblaðið/Eggert
* „Sumir rétt-irnir komafólki jafnvel ansi
spánskt fyrir sjónir.“
Hér situr Ólafur Stefán
Halldórsson ásamt eig-
inkonu sinni, Lúbnu, og
vinkonu þeirra,Amintu.
Með þeim á myndinni eru
börn Amintu, þau Mu-
hammad og Mari.
Einfaldur kjötréttur frá Norður-Indlandi
1 kg kjöt að eigin vali (t.d.
geitakjöt)
250 ml ólífuolía
25 g laukur, fínt saxaður
1 bolli skyr
10 g engifer, fínt saxað
7 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
½ tsk. tamarind-krydd
2 tsk. svartur pipar
1 tsk. rautt chili-krydd
salt eftir smekk
Setjið smjör, lauk, svartan pipar,
salt, rautt chili-krydd, engifer og
lauk á stóra pönnu og steikið í
nokkrar mínútur. Bætið þá kjöti á
pönnuna og steikið í um fimm mín-
útur á vægum hita. Bætið þá skyr-
inu við og látið malla á mjög lágum
hita í um hálftíma.
Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is
TAPASHÚSID BORDPANTANIR
Í SÍMA 512-8181
2 laukar
½–1 hvítlaukur
2 msk. tómatpúrra
salt og Ras El Hanout krydd
eftir smekk
1 súputeningur
1 kg súpukjöt
1 msk. ólívuolía
½ bolli bulgur (brotin heil-
hveitikorn)
Látið bulgur-hveitikorn liggja í
vatni í um 1–2 klst. Fínsaxið lauk
og hvítlauk. Sjóðið um 400 ml af
vatni í stórum potti og bætið
lauk, hvítlauk, súputening,
tómatpúrru, salti og kryddi út í
vatnið. Skerið kjötið í smáa bita
og bætið því í pottinn og látið
malla í um 10–15 mínútur. Hell-
ið þá um einum lítra af vatni út í
pottinn og látið sjóða í 40–50
mínútur. Að lokum er bulgur-
hveitikorninu bætt við og súpan
látin malla í 15 mínútur áður en
hún er borin fram. Súpan bragð-
ast enn betur með nýbökuðu
brauði.
Chorba-súpa frá Alsír
1 kg gulrætur
1 l mjólk
1 tsk. kardemommufræ
¾ bolli vatn
3 msk. ósaltað smjör
450 g sykur
hnetur og rúsínur eftir
smekk
Hreinsið og rífið gulræturnar
með rifjárni. Látið rúsínurnar
liggja í vatni í um 30 mínútur.
Saxið hneturnar. Setjið vatnið í
pott og látið það ná suðu, bætið
þá rifnum gulrótum út í og látið
malla í eina klukkustund. Hrærið
reglulega í gulrótunum og bætið
svo sykri og mjólk við gulræt-
unar, hrærið vel þar til áferðin er
orðin mjúk. Bætið þá smjörinu
við og látið malla í 2–3 mínútur
til viðbótar. Blandið svo krömd-
um kardimommufræunum og
rúsínunum út í og hrærið vel.
Færið þá gulrótamaukið yfir í
mót og stráið söxuðum hnetum
yfir. Rétturinn er borinn fram
kaldur.
Gulrótarsælgæti frá Pakistan