Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 35
17.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 M ikið sem það var nú notalegt að komast aftur í sokkabuxurnar og háu leðurstígvélin eftir þessa fjóra sumardaga. Ég veit bara ekki hvort maður hefði lifað það af mikið lengur að spranga um berleggj- aður í kjól og háhæluðum skóm. Góða veðrið gerði það einhvern veginn að verkum að mann langaði bara til að liggja heiladauður við sund- laugarbakkann, lesa bækur og grilla. Það segir sig sjálft að slík hegðun gengur náttúrlega bara í fjóra daga … ekki mínútu lengur. En það er alveg óhætt að anda léttar, sýnist þessi tíma- bundna truflun á daglegum störfum vera yfirstaðin og þá er hægt að halda áfram með til- veruna eins og ekkert hafi í skorist. Hausttískan er á leiðinni í öllu sínu veldi. Þegar heitustu tísku- straumar alvöru hátískuhönnuða eru skoðaðir fer það ekki á milli mála að veturinn verður stórbrotinn. Flestir hátískuhönnuðir eru svolítið að vinna með gull og svart. Þetta lúkk minnir svolítið á Bond- gellur níunda áratugarins sem þóttu almestu gellur sem fyrirfundust á jarð- kringlunni. Í íslensku kvikmyndinni Stikkfrí sem frumsýnd var 1997, sem ég horfi reglulega á með fjársjóðnum mínum, er mesta gellan í myndinni dálítið að vinna með þetta Bond-gellulúkk. Um er að ræða hræðilegu eiginkonu týnda föðurins sem leikin er af Maríu Ell- ingsen. Sú rekur snyrtivöruverslun í Kringlunni og er módel. Á þeim tíma var líklega ekki hægt að kom- ast neitt hærra í metorðastiganum. Hún gengur um með svört sólgleraugu inni, er í 80 den sokkabuxum við svart pils og jakka með gulltölum. Auðvitað er hún svo í ekta flugfreyjuhælaskóm við. Þetta Bond-gellulúkk hentar vel fyrir ís- lenskar aðstæður enda eru íslenskar konur auðvitað alltaf í svörtu. Til þess að taka þetta alla leið er ekki úr vegi að skipta um tölur á svarta, aðsniðna jakkanum og setja gulltölur í staðinn. Svo er um að gera að hlaða á sig gullskartgripum og þær sem eiga gamlar Moschino-töskur uppi í skáp eru beðnar um að draga þær fram nú þegar. Nú er sko tíminn, setja hárið svo upp í pulsu, setja á sig rauðan varalit og panta sér vodka í appelsínudjús á barnum (þær sem eru á snúr- unni halda bara áfram að drekka vatn). martamaria@mbl.is Bondgellur til sjávar og sveita sameinast Taska frá Gucci. Gullkeðjan og dúskarnir gera töskuna sjarmerandi. Belti og tösk- ur frá Mosch- ino eru komin í tísku á ný. Kjóll frá Ver- sace fær hjartað til að slá hraðar. Hringur frá Kenzo. Hann fæst á net-a-porter.com. Leðurlíning- arnar setja svip sinn á þennan kjól. Dragt frá Victo- riu Beckham fæst á net-a- porter.com Armband frá Gucci. Veski frá Roberto Cavalli. Þessi litli tígrisdýrahaus á veskinu gerir allt. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi www.spennandi.com opið: mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 MC PLANET er komið aftur! Mama b er ítalskt merki sem er að slá í gegn - flott snið, æðisleg efni, góð verð! Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verð 25.500,- Verð 25.600,-Verð 14.800,- Verð 34.900,- Verð 29.900,- Verð 25.700,- Verð 25.700,- Verð 17.900,- Verð 17.900,- Verð 18.900,- Verð 17.900,- Verð 25.700,- Verð 19.900,- Verð 14.800,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.