Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Side 38
Fjármál heimilanna Hnetusmjör lækkar í verði *Bandarísk skólabörn fá sennilega meira afhnetusmjörssamlokum í nesti í vetur en veriðhefur. Vestanhafs hefur verð á hnetusmjörinefnilega lækkað um 4% á síðustu 12 mán-uðum, og var ekki dýrt fyrir. Einnig hafa sulturfarið lækkandi. Á sama tíma hefur verð á ost-um hækkað um 5-12% hjá vinsælum framleið- endum og vísitala skinkuverðs um 4%. Klass- ískar skinku- og ostasamlokur eru því dýrari. Um helgina heldur dansskólinn Dans Brynju Péturs afmælishátíð á Ingólfstorgi. Brynja Pétursdóttir danskennari stofnaði skólann fyrir tveimur árum og stendur fyr- ir miklu fjöri á torginu á laugardag milli 14 og 17, með danssýningu og plötusnúð. Hvað eruð þið mörg í heimili? Ég og kærastinn minn, Kristján Þór, ásamt tveimur kisustrákum, Leó og Gibson. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Hafragraut, egg, fisk og mikið magn af grænmeti. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Þetta er mjög stressandi spurning. Hvar kaupirðu helst inn? Er ekki ljótt að ljúga í Mogganum? Ég við- urkenni að Hagkaup í Skeifunni verður oftast fyrir valinu en í huganum kaupi ég það helsta í Bónus til að spara. Hvað freistar helst í matvöru- búðinni? Ben & Jerry’s frystirinn er gjörsamlega óþolandi, en sem betur fer klára klárir Ís- lendingar alltaf ’cookie dough’ og skilja þetta lélega eftir. Hvernig sparar þú í heimilis- haldinu? Með því að kaupa í matinn og standast freistinguna sem Sushi Samba og Sjáv- argrillið eru. Hvað vantar helst á heimilið? Rennibraut frá efri hæðinni – það vantar líka efri hæð – sem leiðir í sundlaugina í garðinum. Það vantar svo auðvitað stóra sundlaug. Eyðir þú í sparnað? Ég hef oft lagt pening í púkk fyrir framtíð- ina, en enda svo á því að eyða fengnum í dansferð erlendis. Skothelt sparnaðarráð? Ekki láta Ben & Jerry’s ná til þín. BRYNJA PÉTURSDÓTTIR DANSKENNARI Þarf að vara sig á þeim félögum Ben og Jerry Brynju þætti gaman að hafa rennibraut beint af efri hæð heimilis síns og út í sundlaug. Eitthvert stærsta gæfusporið í lífi Aurapúkans var þegar hann tamdi sér að elda egg og beikon í morg- unmat alla daga. Þessi breyting á lífsstíl púkans kom til þegar hann fór að kynna sér svokallað paleo- mataræði, sem kalla má afbrigði af lágkolvetna-mataræðinu. Vill Púkinn meina að eggin og beikonið geri honum gott, og gefi jafna og holla orku fyrri helming dagsins og haldi allri hungurtilfinn- ingu í skefjum vel fram yfir hádegi. Er upplifunin allt önnur þegar Aurapúkinn fær sér morgunkorn. Enn betra er svo að egg og beik- on er frekar ódýr morgunmatur. Nokkrar ræmur af beikoni kosta engin ósköp og egg eru einhver hagkvæmasti próteingjafi sem kaupa má. Reiknast Púkanum til að skálin af morgunkorni sé dýrari. Ef dagurinn byrjar á morgunkorni fær Púkinn líka oft hungurverki og blóðsykursfall um hádegið, og gúff- ar þá í sig miklu af mat, sætindum og koffíndrykkjum, sem allt kostar sitt. púkinn Aura- Hagkvæmur morgunmatur H ver kannast ekki við að eiga í mesta basli með að skilja matseðilinn á huggulegum veit- ingastað. Þú lest þig í gegnum fjölda forrétta, aðalrétta og eft- irrétta áður en þú finnur loksins þá valkosti sem þér hugnast best. Svo pantarðu næstódýrustu vínflöskuna á vínseðlinum. Þú hugsar með þér að sú ódýrasta hljóti að vera of ódýr en næst- ódýrasta hljóti að vera í lagi. Ekki er ósennilegt að allan tímann sértu óafvitandi að láta teyma þig að réttunum og drykkjunum sem þú valdir. Bjagað verðskyn Guardian hefur m.a. fjallað um þær sálfræðilegu brellur sem notaðar eru í matseðlum. Brell- urnar eru yfirleitt til þess gerðar að ýmist auka það matarmagn sem fólk pantar eða auka söluna á þeim réttum sem skila veit- ingastaðnum mestri framlegð. Þeir sem þekkja þessar brellur geta betur varast að láta leika á sig og sloppið frá veitingastað- arferðinni með ögn fleiri krónur í veskinu. Fyrst er rétt að skima veit- ingastaðinn eftir svokölluðu „an- keri“. Er það mjög dýr og veg- legur réttur sem fáir eru líklegir til að kaupa. Ankerið höfðar ekki til hins almenna matargests, enda verðið of hátt, en þjónar því hlutverki að láta aðra rétti virðast ódýrari í samanburði. Þeir réttir sem standa nálægt ankerinu á matseðlinum kosta minna en skila líklega hærri álagningu í kassann Við hliðina á 12.000 kr. risa-sjávarréttaplatta virðist 6.000 kr. nautasteikin vera seld á algjörum kostakjörum. Hvert leita augun? Dýrari réttirnir eru síðan stað- settir þar sem augað leitar fyrst. ABC News segir efra hægra hornið á matseðlinum fá mesta athygli. Sömuleiðis fá réttir sem hafa með einhverju móti verið rammaðir inn meiri athygli þegar matseðillinn er lesinn. Ódýru og hagkvæmu réttirnir eru hafðir þar sem fólk leitar síðast, og t.d. hamborgarar eru faldir neðst á síðunni. MarketWatch segir frá nýlegri rannsókn við Cornell-háskóla þar sem kom í ljós að réttir sem hafa mjög litrík nöfn höfða sterkar til viðskiptavina veit- ingastaða. Munúðarfullar lýsingar á hráefninu og framandi stað- arheiti auka sölu og virðast líka hafa jákvæð áhrif á það hversu vel fólki þykir maturinn smakk- ast. Viðskiptavinir veitingastaða virðast meira að segja tilbúnir að borga meira fyrir sama réttinn, ef hann er kallaður nógu flottu nafni. Vilja hitaeiningar Einnig virðast veitingastaðir get- að notað hitaeiningaupplýsingar til að móta val neytenda. Kann- anir sýna að fólk virðist sneiða hjá réttunum sem innihalda fæstu hitaeiningarnar því það ímyndar sér að hollari maturinn hljóti að bragðast verr. Frekar velur það mat með fleiri hitaein- ingum, jafnvel ef rétturinn er dýrari, til þess að eiga meiri lík- ur á ánægjulegri matarupplifun. MATSEÐLASÁLFRÆÐI HEFUR VERIÐ VANDLEGA RANNSÖKUÐ Kanntu að varast brellurnar á matseðlinum? VEITINGASTAÐIR EIGA ÞAÐ TIL AÐ HANNA MATSEÐLA SÍNA OG HAGA ORÐALAGI ÞANNIG AÐ FÓLK PANTAR OG EYÐIR MEIRU EN ÞAÐ HEFÐI ANNARS GERT Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gestir gæða sér á pek- ingönd á veitingastað í Beijing. Ætli matseðillinn hafi haft eitthvað að segja um hvaða réttur varð fyrir valinu?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.