Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 42
Úttekt 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.8. 2014 N útíminn krefst þess af mörgum að setið sé stóran hluta dagsins. Við hefjum daginn sitjandi við morgunverðarborðið, setjumst síðan upp í bíl og keyrum í vinnuna, þar sem mörg okkar sitja nær samfellt í átta klukkustundir. Að vinnudegi loknum er huggulegt að eyða kvöldinu sitjandi við sjónvarpið. Mannslíkaminn er ekki gerður til þess að sitja kyrr og vitað er að kyrrsetan tekur sinn toll – og ekki einungis af stoðkerfi og holda- fari. Í umfjöllun um kyrrsetu hefur að mestu verið geng- ið út frá því að slæm áhrif hennar stafi af skorti á hreyfingu. Sífellt kemur hins vegar betur í ljós að kyrr- setan sjálf hefur neikvæð áhrif á líkamann. Sunnudags- blaðið kynnti sér málið nánar, en óhófleg kyrrseta er vandi sem snertir flesta. Ráðgjafar við vinnslu bls. 48 og æfinga á bls. 49 voru sjúkraþjálfararnir Sólveig Ása Árnadóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, og Rakel Guðjónsdóttir. Sólveig hefur rannsakað hreyfingu og kyrrsetu eldri borgara. Rakel lauk í vor BS í sjúkraþjálf- un og fjallaði BS-verkefni hennar um kyrrsetuhegðun og hreyfingu fullorðinna. Stöndum upp! FLESTUM ER LJÓST AÐ LANGAR KYRRSETUR ERU ÓÆSKILEGAR. ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ SITJUM VIÐ MEIRIHLUTA DAGSINS. HVAÐ GERIST Í LÍKAMANUM ÞEGAR SEST ER NIÐUR? VIÐ NÁNARI ATHUGUN KEMUR Í LJÓS AÐ BAKVERKIR OG AUKAKÍLÓ ERU EINUNGIS HLUTI AF SLÆMUM AFLEIÐINGUM KYRRSETU. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Nauðsynlegt er að standa reglulega upp, t.d. til að sækja vatnsglas eða blöð í prentarann. Oft er líka fljótlegra að rölta til vinnufélaga og ræða málin augliti til auglitis, heldur en að senda tölvupóst. Hækka skal skrifborð og standa við vinnu, sé þess kostur. Gott er að tvístíga eða vappa um, því standi fólk of lengi, dregur það úr blóðflæði. Hollt er að fara í ræktina til að hreyfa sig en það kemur ekki í staðinn fyrir reglulegt uppbrot á löngum kyrrsetum. Þetta gildir reyndar líka í hina átt- ina – þeir sem standa við vinnu sína, mega ekki gleyma því að stunda hreyfingu þess ut- an. Nemendur sitja oft löngum stundum líkt og skrifstofufólk en ekkert bannar há- skólanemum að standa aftast í kennslustofu þegar hlýtt er á fyrirlestra, trufli það ekki einbeitingu, aðra nemendur eða kennara. Frímínútur er tilvalið að nýta til að spjalla við félagana – en ekki sitjandi!Margir hreyfa sig rösklega í ræktinni en gleyma því að slík þjálfun vegur ekki upp á móti átta klukku- stundalangri kyrrsetu. Slíkar langsetur er nauðsynlegt að brjóta upp með reglulegu millibili. Morgunblaðið/Styrmir Kári Góð ráð fyrir þá sem neyðast til að sitja lengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.