Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.08.2014, Blaðsíða 56
Michael Jackson er ein stærsta popp- stjarna allra tíma. AFP Berglin María Tómasdóttir flautuleikari vill fræða áhugasama um líf og list Michaels heitins Jacksons. Morgunblaðið/Árni Sæberg Berglind María Tómasdóttir flautu- leikari mun halda námskeið um poppstjörnuna Michael Jackson í Endurmenntun Háskóla Íslands í október. „Ég var að kenna námskeið í Kali- forníuháskóla í San Diego. Ég var þar í doktorsnámi í flutningi sam- tímatónlistar sem hefur lítið með Michael Jackson að gera. Svo þegar komið var að máli við mig um hip- hop-námskeið stakk ég upp á að það yrði frekar um poppkónginn og það er verið að kenna þetta námskeið enn í San Diego. Ég er nefnilega for- fallinn aðdáandi,“ segir Berglind og bætir við að námskeiðið sé fyrir alla þá sem hafa skoðun á og hafa hlustað á tónlist Jacksons. „Þetta er takmarkaður tími sem ég er með en líf hans er sett undir gagnrýnið ljós og hann skoðaður frá öllum hliðum. Hans lífsskeið er svo rosalega öfgafullt og það er alveg hægt að halda miklu lengra nám- skeið um líf hans en ég stikla á stóru – sem smáu. Hann var svo mikið fyr- irbæri,“ segir Berglind. Skráning á námskeiðið er farin af stað en það verður haldið dagana 7.,14. og 21. október. BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR Flautuleikari með Michael Jackson-námskeið SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2014 Flugfarþegar sem voru á leið frá Birmingham til Belfast hinn 12. febrúar síðastliðinn upplifðu óþægi- lega lendingu þegar vélin skall á flugbrautinni með miklum hama- gangi. Flugvélin skemmdist þó ekki og engan sakaði en margir kvört- uðu undan tilþrifum flugstjórans við lendinguna. Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi skilaði nýlega af sér skýrslu um óhappið og í henni er að finna skýringuna á ógætilegri lendingu flugstjórans; gervihandleggurinn hans datt af. Fjallað er um málið á vef BBC. Flugstjórinn, sem er 46 ára, hafði stuttu fyrir lendingu aðgætt hvort gervihandleggurinn væri kirfilega fastur. Þegar hjól vélarinnar nálg- uðust brautina ætlaði hann sér að rétta hana örlítið af en hreyfingin varð til þess að gervihandleggurinn losnaði og datt á gólfið. Í tilkynningu frá flugfélaginu Flybe segir að flugstjórinn sé einn af reyndustu starfsmönnum þess og að öryggi farþega og annarra starfsmanna hafi aldrei verið í hættu. Flugstjórinn hefur jafn- framt gefið út að hann muni sýna fyllstu aðgát í framtíðinni. ÓVENJULEGT ÓHAPP VIÐ LENDINGU Hand- leggur datt af Í skýrslunni kemur fram að flugstjórinn hafi lent vélinni með annarri hendi því ekki hafi gefist tími til að hóa í aðstoðarflugstjóra í erfiðum aðstæðum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Alfred Molina Leikari Diego Maradona Knattspyrnugoðsögn Níels Thibaud Girerd (Nilli) Fjölmiðlamaður Síðumúla 33 | www.syrusson.is | Sími 588 4555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.