Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kambandarsteggur, ættaður frá Norður-Ameríku, hefur haldið sig á vötnum Heiðmerkur undanfarið. Kambönd er fágæt og því rauðmerkt í fuglafréttum á vefnum fuglar.is. Þetta er fjórði fuglinn af þessari teg- und sem sést hefur hér. Kamböndin er fiskiönd líkt og toppönd, gulönd og hvítönd. Hafsteinn Björgvinsson, sem hef- ur fylgst með dýralífi á brunn- svæðum OR í Heiðmörk og ná- grenni, sagði að sennilega væri þetta sami fugl og sást fyrst í mars á þessu ári. Hann hegðar sér alveg eins nú og fuglinn sem þá sást. Þá var kamb- öndin í búningi fugla á fyrsta ári og var talið að um ungan kvenfugl væri að ræða. Fuglinn sem nú gistir Heið- merkurtjarnirnar er í fullorðinsbún- ingi og fer ekki á milli mála að þar er steggur á ferð. „Nú syngja glóbrystingarnir há- stöfum á Höfn. Það er eins og það sé komið vor,“ sagði Brynjúlfur Brynj- ólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði og einn aðstandenda vefjarins fuglar.is, þegar hann var spurður um flækingsfugla. Glóbryst- ingarnir söngglöðu eru ungir karl- fuglar sem eru að æfa sig í sönglist- inni, áheyrendum til mikillar ánægu. Einnig hafa sést gransöngvarar, hettusöngvarar, fjallafinkur og söngþrestir á Höfn. Söngþrösturinn er keimlíkur skógarþresti en aðeins fölari á litinn. Söngþröstinn vantar rauðbrúna flekkinn á síðurnar sem skógarþrösturinn hefur og er dröfn- óttur á bringunni en ekki rákóttur eins og frændi hans. Söng- og gráþrestir Talsvert hefur komið af gráþröst- um til landsins nú í nóvember. Þeir eru ekki fátíðir gestir og er líklega um að ræða farfugla sem hrekjast hingað á leið sinni frá öðrum löndum á Norðurlöndum á suðlægar slóðir. Einnig hefur borið nokkuð á svart- þröstum og glóbrystingum. Um síðustu mánaðamót kom tals- vert mikið af söngþröstum til lands- ins. Fuglaáhugamenn á Höfn merktu 11 fugla. Skömmu síðar hurfu þeir jafnskjótt og þeir komu. Ljósmynd/Hafsteinn Björgvinsson Haustið 2014 Kambandarsteggurinn sem nú fer á milli vatna og tjarna í Heiðmörkinni er líklega sami fuglinn og sást þar í vor en kominn í búning fullorðinna fugla. Fuglinn hagar sér alveg eins og sá sem var þarna í vor. Vorhugur í glóbrystingum á Höfn  Fágætur kamb- andarsteggur í Heiðmörkinni Ljósmynd/Hafsteinn Björgvinsson Vorið 2014 Kambönd í búningi ungfugls sást í Heiðmörk í vor. Vegagerðin áætlar að gríska ferjan Achaeos geti ekki notað Landeyja- höfn fjórða hvern dag að meðaltali vegna djúpristu og lengdar og að- stæðna í og utan við höfnina. Til sam- anburðar er þess getið að miðað er við að frátafir nýs Herjólfs verði 10%. Vegagerðin telur ekki ástæðu til að skoða frekar þennan kost sem áhuga- menn kynntu. Kostir grísku ferjunnar og gallar eru tíundaðir í minnisblaði sem Vega- gerðin hefur sent þingmönnum Suð- urlands og ráðuneyti. Kostir grísku ferjunnar, að mati Vegagerðarinnar, er mikil stjórnhæfni, mikil flutnings- geta og hagstætt verð. Ókostirnir eru hins vegar mun meiri. Vegagerðin nefnir að end- urbyggja þurfi ekjubrýr og land- ganga í höfnum og er kostnaður við það áætlaður allt að 200 milljónum kr. Vegna lengdar ferjunnar er talið erf- itt að sigla henni fyrir utan Landeyja- höfn og dýpka þarf meira vegna þess að hún er djúpristari. Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, segir að aðstæður fyrir utan höfnina, það er að segja dýpt, straumar og alda, ráði því hversu stór skip geti með öryggi siglt þangað inn. Höfnin nýtist ekki allt árið ef notuð eru stærri skip en aðstæður leyfa. Vegagerðin telur að leggja þurfi í kostnaðarsamar breytingar til að gríska ferjan standist kröfur sem gerðar eru til ferja sem sigla til Vest- mannaeyja og kostnaður við hana yrði 2,5 til 3,5 milljarðar kr. Rekstr- arkostnaður yrði yfir 100 milljónum króna meiri en á nýrri ferju á ári hverju. helgi@mbl.is Frátafir með þeirri grísku  Ekki skoðað frekar með gríska ferju til Vestmannaeyja Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúma tvo milljarða króna árið 2015 ef tillögur fjárlaganefndar um aukin framlög vegna svigrúms í ríkisfjármálum verða samþykktar. Þá mun Landspítalinn fá milljarð til viðbótar, eins og Morgunblaðið greindi frá sl. þriðjudag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir aukin framlög til Landspítalans fara beint í al- mennan rekstur hans. „Landspítal- inn mun því fá 46 milljarða í rekst- urinn árið 2015 og hafa framlög aldrei verið svo há,“ segir hún. Jafn- framt er gert ráð fyrir 875 milljóna króna framlagi til hönnunar með- ferðarkjarna nýs Landspítala. Virðisaukaskattur á matvæli verður hækkaður úr 7% í 11%, eins og Morgunblaðið greindi frá, í stað 12% eins og ráð hafði verið gert fyr- ir í fyrri útgáfu fjárlaganna. Þá segir í frumvarpinu að þátt- taka einstaklinga í lyfjakostnaði minnki um 5% með 150 m.kr. auk- inni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfja- kostnaður sjúklinga lækkar jafn- framt með lækkun efra þreps vsk. úr 25,5% í 24%. Lagt er til að framlög til mennta- mála aukist um 767 m.kr. og þar af muni 617 milljónir renna til háskóla. „Styrkingin núna kemur til vegna þess að með þessu erum við að bæta háskólunum að fullu upphæðir fyrir hvert nemandaígildi og ríkið stend- ur nú við það að greiða full framlög með hverjum nemanda,“ segir Vig- dís. Guðlaugur Þór Þórðarson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir að þessi aukalegu framlög sýni að rík- isstjórnin setji grunnþjónustu, mennta- og heilbrigðismál, í for- grunn. Framlag til Landspít- ala aldrei eins hátt  Rúmir tveir milljarðar til heilbrigðisstofnana  VSK 11% Aukin framlög » Fjárlaganefnd skilaði frá sér tillögum um aukin framlög. » Áhersla á mennta- og heil- brigðismál. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna nýjan innanríkisráðherra í byrjun næstu viku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Bjarni nýta vikuna til að ræða við þá þingmenn sem orðaðir hafa verið við stólinn. Þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Birgir Ármannsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur H. Blöndal lýstu öll áhuga á því að taka við emb- ættinu, í samtali við blaðið. „Ef þú hefur metnað sem stjórnmálamaður og telur þig hæfan til að fara í það þá hljóta flestir þingmenn að vera til- búnir til þess,“ segir Ragnheiður. „Formaður flokksins þarf svigrúm til þess að meta það hvernig hann tel- ur best að skipa liðinu,“ segir Birgir. Pétur segist næstur inn Pétur Blöndal hefur einn þessara þingmanna lýst því yfir að hann hafi þegar rætt við Bjarna um að fá ráð- herraembætti. „Kjósendur Reykja- víkur ákváðu að láta mig númer þrjú á lista. Það var því eðlilegt að Hanna Birna og Illugi, sem voru í fyrsta og öðru sæti, yrðu ráðherrar. En núna þegar Hanna Birna er hætt, þá er ég númer tvö. Þetta eru tvö kjördæmi og ég er efstur í Reykjavík suður,“ segir Pétur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur einna helst verið orðaður við embættið. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málið. Lýsa áhuga á embætti innanríkis- ráðherra Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Að sögn Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, verður sú breyting gerð á fjárlögum, vegna bættrar stöðu í ríkisfjár- málum, að Ríkisútvarpið fær allt útvarpsgjaldið á næsta ári til rekstrarins, en til þessa hefur hluti þess farið til annarra verkefna. „Framlagið samsvarar inn- heimtu útvarpsgjalds, að því gefnu að Ríkisútvarpið standi við þá fjár- hagslegu endurskipulagningu sem það hefur boðað,“ segir Vigdís. Hún segir að ráðherranefnd um ríkisfjármál muni fara yfir það hvort Ríkisútvarpið stendur við boðaðan niðurskurð samhliða því að standa við lögboðið hlutverk sitt. Fer í rúma 3,9 milljarða Miðað við tölur úr fjárlögum ársins 2015 eykst framlagið til Ríkisútvarpsins því um rúmar 400 milljónir króna við þessa breytingu og fer úr tæpum 3,5 milljörðum króna í rúma 3,9 milljarða. Stjórn- armenn hjá Ríkisútvarpinu hafa áður sagt að ef þeir fá útvarps- gjaldið óskert miðað við árið 2014 eigi það að duga til þess að halda úti lögbundnu hlutverki stofnunar- innar. Ekki fengust þó upplýsingar um það hvort enn stæði til að lækka útvarpsgjaldið úr 19.400 krónum í 17.800 krónur eins og sagt var þegar fjárlögin voru kynnt. vidar@mbl.is Ríkisútvarpið fær um 400 milljónir aukalega Morgunblaðið/Ómar RÚV Stofnunin fær aukaframlag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.