Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 BÆKUR VII Líf utan úr geimnum Hugmyndin um að sæði lífs fyr- irfinnist víðs vegar um alheim er rak- in til gríska heimspekingsins Anax- agórasar (um 500-428 f.Kr.). Gríska orðið yfir þessa hugmynd er panspermia og hefur það verið tekið upp í önnur tungumál, t.d. í ensku. Á íslensku hefur verið talað um allífi eða alsæði. Samkvæmt hug- myndum Anaxagórasar er lífið því al- heimsfyrirbæri, en ekki má gleyma því að hugmyndir Grikkja um alheim- inn voru býsna ólíkar hugmyndum vorra tíma. Tilraunir Louis Pasteur og Johns Tyndall á sjötta til áttunda áratug 19. aldar sannfærðu flesta vís- indamenn um að líf gæti ekki kviknað sjálfkrafa við þau skilyrði sem nú ríkja á jörðinni (sjá V. þátt). En hvernig hafði það þá kviknað í upp- hafi? Sumir trúðu að vísu enn á guð- lega sköpun lífs, en eftir að bók Char- les Darwin Uppruni tegundanna kom út árið 1859 hafði þeim farið ört fækkandi. Margir merkir vís- indamenn töldu hins vegar líklegt að líf hefði kviknað úr ólífrænu efni við þau sérstöku en reyndar óþekktu skilyrði sem ríkt hefðu á frumjörð. Einn þekktasti talsmaður þessa sjón- armiðs var þýski dýrafræðingurinn Ernst Haeckel. En þeir voru líka til sem töldu að lífverur væru of marg- brotnar til þess að þær hefðu getað orðið til fyrir tilviljunarkennda sam- söfnun og tengingu sameinda á frum- jörð og héldu því fram að líf hefði bor- ist til jarðar utan úr geimnum þar sem það hefði ef til vill verið til frá öndverðu. Enginn þekkti aldur al- heimsins. Hafði hann ekki alltaf verið til? Hugmyndir um aðflutt líf á 19. öld Sá sem fyrstur lífgaði við hina gömlu kenningu Anaxagórasar var Þjóðverjinn Hermann Richter (1808- 1876) sem var læknir og ritstjóri tímarits um læknisfræðileg efni. Í grein sem hann birti árið 1865 fjallaði hann um þróunarkenningu Darwins en taldi skorta á að skýrður væri upp- runi fyrstu frumunnar, forvera allra lífvera. Sjálfur gat Richter samt ekki hugsað sér að líf hefði kviknað úr ólíf- rænu efni án þess að til hefði komið afl sem stæði utan náttúrulögmála og væri gætt tilgangi. Hann hélt því fram að alheimurinn gæti hafa verið til um eilífð. Ætíð hefðu verið til reiki- stjörnur þar sem líf gat þrifist og lífið hlyti að vera eilíft. Omne vivum ab aeternitate e cellula (allt líf um eilífð komið af frumu), sagði hann. Hann hélt að örverur og fræ gætu ferðast um geiminn, t.d. með loftsteinum, og hefðu borist til jarðarinnar í árdaga. Með þessari skýringu á tilkomu hinna fyrstu lífvera jarðar væri kenn- ing Darwins fullkomnuð. Það vakti athygli þegar eðlisfræð- ingurinn þekkti William Thomson (1824–1907; síðar Kelvin lávarður) snerist á sveif með allífiskenningunni. Í fyrirlestri sem hann hélt í Edinborg árið 1871 sagði hann: „Dautt efni get- ur ekki lifnað við nema undir áhrifum efnis sem var lifandi fyrir. Þetta virð- ist mér jafnöruggur vísindalærdómur og þyngdarlögmálið.“ Lífið hefði ekki kviknað á jörðinni heldur hefði það borist utan úr geimnum, líklega með loftsteinum. Líkt og Richter var hann sannfærður um að byggðir hnettir hefðu verið til frá örófi alda. Thomson efaðist um þróunarkenningu Darw- ins, sérstaklega náttúrulegt val, og í fyrirlestri árið 1897 benti hann á þann möguleika að sáð allra núlifandi tegunda væri komið utan úr geimn- um og hefði dreifst yfir jörðina. Í Þýskalandi voru auk Hermanns Richter tveir öflugir stuðningsmenn kenningarinnar um aðflutt líf, bakt- eríufræðingurinn Ferdinand Cohn og eðlisfræðingurinn Hermann von Helmholtz (1821-1894). Eins og Thomson hallaðist Helmholtz að því að lífið væri eilíft og gæti borist um geiminn með loftsteinum. Cohn, sem uppgötvað hafði harðger dvalargró baktería, taldi hins vegar ekki þörf á loftsteinum til að flytja líf hnatta á milli. Bakteríur gætu borist um geim- inn og þá væntanlega helst hin líf- seigu gró sem hann hafði uppgötvað. Hugmyndir Arrheniusar Sænski eðlisfræðingurinn og efna- fræðingurinn Svante Arrhenius (1859-1927; 1. mynd) var á fyrstu ára- tugum 20. aldar öflugasti talsmaður allífiskenningarinnar. Arrhenius var merkur vísindamaður og hlaut Nób- elsverðlaun í efnafræði árið 1903. Hann tók undir þá skoðun Richters að líf væri eilíft og því væri gagns- laust að leita skýringar á uppruna þess. Hann einbeitti sér hins vegar að því að skýra hvernig líf gæti borist milli hnatta og sólkerfa. Hann taldi skýringar Richters og Thomsons ófullnægjandi. Loftsteinar mundu hitna um of á leið sinni í gegn- um gufuhvolf jarðar eða annarra hnatta og örverur sem á þeim kynnu að vera ættu sér enga lífsvon. Líkt og Cohn taldi hann hins vegar að bakt- eríur og þá sérstaklega bakteríugró gætu borist um geiminn hnatta á milli. Hann taldi að þrýstingur raf- segulbylgja, t.d. geislunar frá sólu, gæti flutt agnir á stærð við gró um óravegalengdir geimsins. Tilraunir bentu til þess að þetta væri ekki óraunhæf tilgáta. Honum reiknaðist svo til að gró frá jörðinni gæti komist á móts við Mars á 20 dögum og að Neptúnusi á 14 mánuðum. Á níu þúsund árum gæti það komist til næsta sólkerfis, Alfa Centauri A, sem er í 4,4 ljósára fjar- lægð. En mundu gróin þola fimbulkulda geimsins og geislun útfjólublás ljóss sem þau væru óvarin fyrir? Tilraunir bentu til þess að kuldaþol gróa væri geysimikið og Arrhenius hélt að út- fjólublá geislun mundi ekki saka þau þar sem oxunaráhrifa gætti ekki í lofttæmi geimsins. Þetta reyndist ekki rétt ályktað. Á þriðja áratug tuttugustu aldar gerði franski plöntu- lífeðlisfræðingurinn Paul Becquerel (1879-1955) tilraunir sem sýndu að bakteríugró þola ekki sterka út- fjólubláa geislun jafnvel þótt geislað sé í lofttæmi. Becquerel benti líka á að í geimnum mætti búast við rönt- gengeislun sem gróum mundi stafa mikil hætta af. Því mætti telja úti- lokað að óvarin gró gætu lifað af ferðalög á milli sólkerfa. Þegar þetta var ljóst var stoðunum kippt undan kenningu Arrheniusar og ekki var til annarra allífiskenninga að leita. En einmitt um þetta leyti komu fram fyrstu vísindalegu tilgáturnar um það hvernig líf hefði getað kviknað hér á jörðinni í árdaga. Þær voru settar fram af rússneska efnafræðingnum Alexandr I. Oparin árið 1924 og breska erfðafræðingnum og lífefna- fræðingnum J.B.S. Haldane árið 1929. Báðir reyndu þeir að gera grein fyrir aðstæðum á frumjörð og hvern- ig lífrænar sameindir gátu myndast í súrefnissnauðu andrúmsloftinu. Þær hefðu safnast fyrir í frumhafinu og myndað þar næringarríka „frum- súpu“. Þar hefði líf loks kviknað. Enda þótt skýringar þeirra á upp- runa lífs væru ófullkomnar gáfu þær samt von um að uppruninn væri þrátt fyrir allt skýranlegur. Þessi von glæddist þegar Stanley Miller tókst árið 1953 að sýna fram á myndun lífrænna efnasambanda, sér- staklega amínósýra, þegar hann hleypti rafstraumi í gegnum blöndu lofttegunda þar sem reynt var að líkja eftir andrúmslofti frumjarðar. Niðurstöðurnar þóttu benda eindreg- ið til þess að lífræn efnasambönd hefðu getað myndast með eðlilegum hætti á frumjörð. Þar gætu eldingar hafa gegnt sama hlutverki og raf- straumurinn í tilraun Millers. Eftir var að vísu að sýna fram á hvernig líf kviknaði í lausn slíkra lífrænna efna- sambanda. En menn fylltust bjart- sýni á að það mundi takast. Það reyndist þó þrautin þyngri. Eftir því sem þekking á innviðum lifandi frumu óx á næstu áratugum varð vandamál upprunans æ erfiðara við- fangs. Og enn ríkir mikil óvissa um kviknun lífs þótt ekki hafi verið skort- ur á hugvitssamlegum tilgátum. Lífið, lífverur og upphafið að öllu saman Uppruni lífs er vísindamönnum enn í dag mikil ráðgáta og þó að margar tilgátur hafi verið settar fram til að varpa ljósi á þetta viðamikla viðfangsefni eru álitshafar fjarri því að vera á eitt sáttir í þeim efnum. Dr. Guð- mundur Eggertsson fjallar um þessi hugðarefni sín í bókinni Ráðgáta lífsins og tekur þar fyrir allt frá smæstu einingum lífs til stærstu spurninganna um lífið. Bjartur gefur út. Morgunblaðið/Kristinn Tilveran Dr. Guðmundur Eggertsson var líffræðiprófessor um árabil og hefur nú ritað bókina Ráðgáta lífsins. Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.