Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 47
hann þá. „Ég er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. En ég er einnig svartur maður.“ Íbúar í Ferguson, sem er útborg Missouri, hafa mótmælt síðan 9. ágúst. Blökkumenn í bænum eru reið- ir vegna lögregluofbeldis og viðvar- andi kynþáttafordóma og segjast vera teknir sérstaklega fyrir vegna húðlitar síns. Sean Jackson er einn þeirra. Þegar hann varð faðir segist hann hafa áttað sig á að hann þyrfti að kenna syni sín- um hvernig hann ætti að koma fram við lögreglu til að komast hjá hand- töku eða einhverju þaðan af verra. Það sem hvítir skilja ekki „Sjáðu til, þetta er það sem flestir hvítir skilja ekki,“ sagði Jackson í samtali við fréttastofuna AFP fyrir utan brunarústir verslunar eftir róst- urnar á mánudagskvöldið. „Svartur maður, sem keyrir í gegnum Fergu- son, er á nálum því að hann óttast að lögregla stöðvi hann. Hann óttast að verða drepinn, læstur inni eða sekt- aður – hann vonast til að verða sekt- aður. Þegar maður þarf að vera á nál- um hvern einasta dag lífsins – það er ekki skemmtilegt.“ Jackson segist oft hafa sætt of- sóknum lögreglu. Hann hafi kennt syni sínum, sem nú er 25 ára, að setja hendur upp í loft og segja „já herra, nei herra“ ef hann yrði stoppaður. „Djúpstætt vantraust“ Mál Browns hefur vakið mikla um- ræðu í Bandaríkjunum. Vísað hefur verið til þess að George Zimmerman var sýknaður fyrir að skjóta fyrir tveimur árum 17 ára óvopnaðan ung- ling, Trayvon Martin, á götu í Flórída. Um helgina var 12 ára svartur dreng- ur skotinn til bana í almenningsgarði í Cleveland í Ohio vegna þess að hann var með leikfangabyssu, sem líktist skammbyssu, á lofti. Hefur það mál verið borið saman við mál Browns. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði þegar tilkynnt var að Wil- son yrði ekki ákærður að ástandið í Ferguson endurspeglaði stærri vanda Bandaríkjanna allra: „Það er djúpstætt vantraust á milli löggæsl- unnar og samfélaga litaðra.“ Um leið kvaðst hann enga samúð hafa með þeim, sem eyðilegðu umhverfi sitt. „Þetta eru glæpsamlegir verknaðir,“ sagði Obama og bætti við að hann skildi tilfinningar fólks, en hefði aldrei upplifað að lög hefðu náð fram að ganga „út af því að kveikt var í bíl“. AFP Rústir einar Vegfarendur ganga hjá byggingu í Ferguson í Missouri, sem lögð var í rúst þegar fólk gekk berserks- gang eftir að kviðdómur ákvað að ekki bæri að ákæra lögreglumann, sem skaut svartan ungling til bana í bænum. Svartir og hvítir » Samkvæmt hagstofu Bandaríkjanna lét 2.931 maður lífið í „tengslum við handtöku“ á árunum 2003 til 2009. Nán- ast allir voru karlar og rúmlega helmingurinn á aldrinum 25 til 44 ára. 32% þeirra, sem létu lífið með þessum hætti, voru blökkumenn. Svartir eru hins vegar aðeins 13% íbúa lands- ins. » Samkvæmt skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu er þrisvar sinnum líklegra að leit- að verði á blökkumanni eða manni með uppruna í róm- önsku Ameríku en hvítum manni. » Í lok árs 2013 voru 3% svartra karla af öllum aldurs- hópum í fangelsi. Hlutfallið meðal hvítra var 0,5%. » Árið 2011 átti eitt af hverj- um 15 svörtum börnum for- eldri í fangelsi, en eitt af hverj- um 111 hvítum börnum. FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Eintak af mjög fágætri og verð- mætri bók eftir William Shake- speare hefur fundist í litlum bæ í Frakklandi, Saint-Omer, þar sem það lá óhreyft í geymslu bóka- safns í 200 ár. Bókin var gefin út árið 1623, sjö ár- um eftir dauða leikskáldsins, í um 800 eintökum og talið er að aðeins 233 þeirra hafi varðveist. Hún nefn- ist „Fyrsta fólíó“ og í henni eru 36 af 38 leikritum Shakespeares. Hún er álitin mikilvægasta bók breskra bókmennta og án hennar hefðu átján verk Shakespeares, m.a. Mac- beth, ekki varðveist. FRAKKLAND Fágæt bók eftir Shakespeare fannst Shakespeare- bókin sem fannst. Það er örugglega margt skemmti- legra heldur en að vera gert að yfirgefa flugvél sem festist á flug- braut í fimbulkulda. Þetta gerðist í Síberíu í fyrradag þegar farþegar Tupolev-þotu voru beðnir að fara út og ýta henni í 52 stiga frosti. Einn farþeganna birti myndskeið af atvikinu á YouTube og þar sést hópur farþega ýta vélinni á snævi þakinni flugbraut í Igarka. Sam- gönguyfirvöld í Síberíu tilkynntu að atvikið yrði rannsakað og sögðu að hemlabúnaður vélarinnar hefði frosið við flugbrautina og dráttar- bíll ekki getað losað þotuna. RÚSSLAND Farþegarnir þurftu að ýta þotunni Önnur þjónusta Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar Jólin koma snemma hjá BJB pústþjónustunni BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is | Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30 Fellum niður vörugjöld af dekkjum á meðan birgðir endast. Við bjóðum allt að 40% afsláttaf völdum stærðumsjá bjb.is BJB býður úrval góðra dekkja á góðu verði fyrir veturinn frá Vredestein, Apollo og Federal öll þjónusta á staðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.