Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 56
BÆKUR Minning Bóndinn brá blundi í seinna lagi, klæddi sig og gekk út. Frammi á bæjarhellunni sneri hann sér móti austri og signdi sig að gömlum og góðum sið. Síðan leit hann til lofts. Ojæja, ekki var hann sosum þerrileg- ur ennþá, þó að veðrið væri gott. Ná- grannakonurnar voru búnar að leggja á eldinn og reykurinn lopaðist upp um strompana og liðaðist svo langar leiðir eftir jörðinni. Ekki spáði það þurrki fremur en fyrri dag- inn. Menn voru orðnir langeygðir eftir þurrkinum. Heyið bliknaði til skemmda á teigunum og óðum leið á sumarið. Bændurnir skröfuðu og skeggræddu um veðrið, þegar fund- um bar saman. Bág er tíðin, það verður mörg skepnan höfðinu styttri í haust ef þetta gengur lengi enn, heyrðist stundum í samræðum. Margar góðar spár höfðu brugðist. Ekkert hafði heldur stoðað að eiga laugardagsljána í teignum, hún hafði hrakist eins og annað. Reynandi væri að slá þerriblettinn, þar sem hann var til ósleginn, sjaldan var vant því, að það hrektist af honum. Reyndar gat verið, að nágranninn hefði slegið rosablettinn, og þá var ekki við góðu að búast! Hvað leið safninu í skyrkeri hús- freyjunnar? Var það nokkuð farið að ólgra? Það hafði legið svo niðri að undanförnu að ekkert lag var á. Jæja, það var þörf á því hann færi að fletta af sér rosakápunni, en hann var ekki þesslegur enn. Lóuhóparnir breiddu úr sér í teigunum, og ekki var því að heilsa að hann krummi flygi krunkandi yfir bleikjuna til að spá henni í garð, að maður nú ekki tali um, að hann tæki fyrir að setjast niður í einhvern flekkinn. Vætukjó- inn hélt uppteknum hætti við að syngja sitt mígá, og í fjarska heyrðist lómurinn kveða marvott yfir ósnum. Eina vonin var sú, að höfuðdags- þurrkurinn brygðist ekki. Svo var það eitt kvöldið, þegar komið var heim utan af mýri, að ann- að hljóð var komið í strokkinn, þokan beltaði sig með fjöllunum, lóan hafði hópast í aurinn og söng þar í ákafa dýrðin, dýrðin, kýrnar höfðu kallað á þerri í kvöldbaulinu og fossinn spáði léttveðri. Fosshljóðið hafði verið dimmt og drungalegt í rosanum, en nú söng fossinn glöðum rómi. Lík- lega ætlaði hann að fara að ganga í norðrið. Menn lögðu eyru við sjáv- arhljóðinu. Það hafði hamast austur- undir, jafnvel öskrað, en nú var það að ganga vestur um. Það gefur guð, hann fer að batna. Og svo hölluðu menn sér á koddann, báðu bænirnar sínar, og svefninn tók völdin. Daginn eftir var aðgerðalítið veð- ur. Þó glaðnaði heldur til, þegar kom fram á daginn og varð úr mó eða þer- rimó. Það þornar þó af steini, varð einhverjum að orði. En ekki þýddi að líta að heyi, þetta yrði í hæsta lagi góður undirbúningur undir næsta dag. Skýin fóru að greiðast sundur undir kvöldið, fjallgolan fór á kreik, súginn frá fjallinu lagði suður um landið, og hann ýfði og þurrkaði efsta lagið af bleytustráunum, sem voru rignd niður í teigana. Líklega yrði ekkert áfall um nóttina og hægt að taka daginn snemma við að rífa upp heyið. Allir önduðu léttar, og einhver hafði orð á því, að mikil blessun væri það, þegar hann færi svona hægur að með norðanáttina. Það var góður blástur um nóttina. Ljómandi dagur reis í austri að morgni. Það yrði glampandi sól um daginn, reglulegur sólskinsþerrir. Vonandi yrði nú tryggur þurrkur nokkra daga, jafn- vel staðþerrir, og nú var um að gera að láta hendur standa fram úr erm- um. Ekki þurfti að líta eftir því, hvort tekið væri af, og upp úr fótaferð var farið að velta bleikjunni við. Það var amrandi við austur um dagmálin, en síðan gekk vindur hægfara suður um og síðan vestur um eftir því sem leið á daginn. Það var því sólfar eða sól- farsvindur og einráður þurrkur. Sól skein í heiði til kvölds. Undir kvöld gat litið út fyrir það, að hann ætlaði að þokast upp, en fólk sagði, að það myndi aðeins hitauppsláttur. Það féll á fyrir sólarlag og þá var víst að taka myndi af næsta dag. Það reyndist líka rétt, annar dagur fór á eftir með brakandi þerri. Þetta er nú þerriblökur í lagi, sagði lúið en ánægt engjafólk, og einhver bætti við: Það eru engin vandræði að bjarga sér í þessu blessuðu veðri. Bara, að þetta gæti haldist í nokkra daga, hugsaði hver með sér. Góða veðrið hélst enn í tvo daga, en að kvöldi þriðja dags steig kelling- arvella upp af hverjum polli. Eyj- arnar voru háar, og hillingar var að sjá út um Sandhólma og Landeyjar. Líklega yrði þess ekki langt að bíða, að hann gengi í austrið. Á það gat einnig bent gigtarstingur sem minnti á sig í lúnum manni. Jú, átti ég ekki kollgátuna! Daginn eftir var hann farinn að setja upp bliku í útsuðri. Hann var korgblik- aður um kvöldið, og allir unnu langt fram á nótt við að bjarga sem mestu í garð. Hann beið ekki morgunsins með að rigna, var dottinn á með slagveður fyrir fótaferð og í hönd fór inniteppu- dagur. Margur gat þegið að hvíla lúin bein, þó að enginn segði með hyskna drengnum: Drottinn, drýgðu drop- ana. Og svo rann hann þá upp, bless- aður höfuðdagurinn nokkrum dögum seinna. Ekkert var hann nú bjartur. Það var nú líka betra ef eitthvað átti að vera að marka komandi veður af honum, og svo var þá gamli höf- uðdagurinn til vara viku seinna ef þessi brygðist. En viti menn. Undir kvöld fór hann að létta undir á vestr- ið. Í ljósaskiptunum lagði þar fram á Eyjar. Líklega fór góð hausttíð í hönd. Næsta dag var kominn góður þerrir við norður. Blikudrög var hvergi að sjá, og fyrirstaða var kom- in í landsuðrið. Það hafði aðeins gránað efst á fjöll. Allt var eins og vera átti. En nú var hætt við næt- urfrosti. Hrím var á jörðu, þegar komið var á fætur morguninn eftir og frostskúr vís um daginn, hún lét sjaldan standa á sér eftir fyrstu frostnótt. Upp úr hádegi dró saman mikinn skýflóka yfir Holtsnúpi og allt í einu var eins og hellt væri úr skjólu. Vatnið rann um stéttar og hlöð, það var búið með þurrkinn dag- langt. Sú var bótin að nú var vel rakt í rót og gott að gera teiginn sem stærstan. „Dagur kemur eftir þenn- an dag,“ sagði einhver í traustri vissu þess að tuggan myndi öll bjargast í garð á góðum haustdögum. Björn á Grund kom við í teignum hjá föður mínum. Baukurinn gekk á milli þeirra og þeir ræddust við um stund um veður og heyskaparhorfur. „Henni ömmu minni, henni mad- dömu Solveigu, myndi líka núna að sjá til fjallanna ef hún væri ofan moldar,“ sagði Björn og benti á snjógráðann á efstu eggjum. Rosadríli myndi ekki verða úti á engjunum þetta árið. Tuggan og höfuðdagsþurrkurinn Veðurfræði Eyfellings er, eins og segir á bókar- kápu, greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum frá árinu 1979. Bókin er endur- útgefin fyrir þessi jól með viðbótum, nýrri orðaskrá og eftirmála höfundar. Bjartur gefur út. Morgunblaðið/Rax Veðurfróður Þórður Tómasson, höfundur Veðurfræði Eyfellings. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.