Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 18

Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er örmagna út af þessu karpi. Fólk á ekki að þurfa að vera í stríði til að fá lögbundna grunnþjónustu,“ seg- ir Kolfinna S. Magnúsdóttir kennari sem búsett er í Reykjanesbæ. Hún hefur þurft að ganga eftir því að fá þjónustu við fatlaða dóttur sína í Garði og nú í Reykjanesbæ en mætir tómlæti þegar hún gagnrýnir félags- þjónustu sveitarfélaganna opin- berlega. Kolfinna telur að lögleiðing sáttmála um réttindi fatlaðra myndi auðvelda fötluðum að sækja réttindi sín í samfélaginu. Dóttir Kolfinnu, Alda Karen Tóm- asdóttir, fæddist með Downs- heilkenni fyrir 25 árum. „Hún fæddist hraust og spræk. Lífið gekk sinn vanagang þar til hún veiktist alvar- lega á unglingsárunum. Þá reyndi á stoðkerfi og heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi,“ segir Kolfinna en hún og fað- ir Öldu bjuggu úti í Danmörku þegar hún fæddist. Kolfinna segist hafa gengið á milli sérfræðinga til að at- huga hvað væri að Öldu. Hún telur að sárlega vanti sérfræðilækna á sviði þroskahömlunar til að þjóna þessum hópi. „Þeir almennu sérfræðingar sem hafa ekki tilviljunarkennda þekk- ingu á fötlun, í gegn um eigin reynslu, eru hræddir við að meðhöndla þroska- hamlaða einstaklinga,“ segir Kolfinna. Alda er einhverf og flogaveik og greindist með alzheimerhrörnun. Nýta ekki þekkinguna Sem dæmi um vandamál sem upp koma nefnir Kolfinna að ekki sé al- mennileg aðstaða til að gera við tenn- ur í þroskahömluðu fólki. Fólk sem fær tannpínu geti þurft að bíða vikum og mánuðum saman eftir tíma hjá tannlækni vegna þess að tannlækn- irinn þurfi að fá aðstöðu á spítala. Síð- an komi tvöfaldur reikningur, fyrir tannlæknaþjónustuna og aðstöðuna. Kolfinna var kennari í Garði og bjó þar þangað til í sumar að hún flutti til Reykjanesbæjar. Hún hefur þurft að ganga hart eftir því að fá þá þjónustu sem Alda átti rétt á. Þegar þjónusta við fatlaða var flutt frá ríki til sveitarfélaga voru gerðar ákveðnar kröfur um samvinnu sveit- arfélaga á svæðum sem ekki ná ákveðinni stærð, til að tryggja að allir fái nauðsynlega þjónustu. Á Suður- nesjum leystu sveitarfélögin þrjú sem standa saman að félagsþjónustu, Sandgerði, Garður og Vogar, málið með því að gera samning við félags- þjónustu Reykjanesbæjar. Kolfinna segir að þar sé þekking og reynsla fyrir hendi. Þessi samningur hafi hins vegar verið lítið annað en orðin tóm. Minni sveitarfélögin hafi ekki notað sérfræðiþekkinguna hjá Reykjanes- bæ. „Ég var kannski óheppin að búa í litlu sveitarfélagi þar sem engin reynsla eða þekking var til staðar.“ Hún segist hafa fundið stuðning hjá þeim sem stjórnuðu málum í Reykja- nesbæ og flutt þangað. Alda var áfram í Garði, leigði þar íbúð og fékk þjónustu. Tekjur hennar voru hins vegar það lágar, undir neysluviðmiðum velferðarráðuneyt- isins, að hún gat ekki framfleytt sér og greitt fyrir þá þjónustu sem krafist var. Munaði háum fjárhæðum á hverj- um mánuði, ekki síst vegna kröfu um að hún greiddi fæði starfsfólks síns og akstur. Það kom í hlut foreldranna að greiða það sem á vantaði til að heim- ilishald gengi upp en Kolfinnu svíður að brotið hafi verið á dóttur hennar með þessum hætti. Niðurskurður í Reykjanesbæ „Sjálfstæð búseta fatlaðs fólks er ekkert annað en orðin tóm eins og tekjum þeirra er háttað. Það er í höndum yfirvalda á hverjum stað að útfæra það hvort þjónustuþeginn er látinn greiða fyrir fæði starfsfólk eða ekki.“ Því til viðbótar fékk hún ekki akst- ursþjónustu eftir klukkan fjögur á daginn og um helgar, þótt Kolfinna reyndi að fara með það mál til yfir- valda. „Við foreldrarnir áttum tvo erfiða kosti. Að vita af henni sem hálf- gerðum fanga í þjónustuíbúðinni úti í Garði eða taka hana heim.“ Þau tóku síðari kostinn og flutti Alda heim á ný nú í haust. Við tók þvarg um þjónustu á nýjum stað og hver ætti að borga fyrir hana í milli- bilsástandinu. „Það á ekki að vera flókið þegar fatlaður einstaklingur flyst á milli sveitarfélaga innan sama þjónustusvæðis. Fötlunin hefur verið metin og ákveðnir fjármunir fylgja hverjum og einum samkvæmt því.“ Þótt góð þjónusta sé á þessu sviði í Reykjanesbæ eru blikur á lofti. Verið er að skera niður vegna skulda og peningaleysis og Alda hefur ekki fengið svör um það hvort hún fær þjónustu allan sólarhringinn. Kol- finna vitnar í kynningu bæjarfulltrúa á sparnaðaraðgerðum þar sem fram hafi komið að þær yrðu ekki látnar bitna á lögbundinni þjónustu sveitar- félagsins. Kolfinna segir í þessu sam- bandi að þjónusta við fatlaða sé í þeim flokki, eins og til dæmis fræðsla barna. Ekki sé hægt að neita fötl- uðum um þjónustu frekar en grunn- skólabörnum. „Það yrði stórslys ef minni sveitarfélög fengju að skerða þjónustuna, eins og getur stefnt í hér, og hætta skapast á því að brotið verði gegn réttindum fatlaðra.“ Sáttmáli myndi hjálpa Kolfinna vekur athygli á því að þótt í landinu séu í gildi góð lög um mál- efni fatlaðra virðist það ekki duga að- standendum og réttindagæslumönn- um fatlaðra til að sækja rétt þeirra. Eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur verið að benda á eru sjö ár síð- an Ísland var í hópi 150 ríkja sem skrifuðu undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Aðeins fjögur ríki hafa ekki leitt samninginn í lög og er Ísland eitt þeirra. Segir Kolfinna að það myndi létta mjög baráttuna fyrir réttindum fatl- aðs fólks ef þessi samningur yrði lög- festur hér. „Það eiga ekki allir for- eldra eða nána aðstandendur til að berjast við kerfið í hálfu starfi eins og ég hef þurft að gera í tvö ár.“ Kolfinna segir erfitt að standa í slíkri baráttu í litlum samfélögum, sérstaklega þegar fólk er látið finna fyrir því að umræða og gagnrýni sé ekki af hinu góða fyrir staðinn og geti fælt fólk frá því að setjast þar að. „Kerfið er búið til af mannfólkinu og á að þjóna því en ekki öfugt. Til þess að hægt sé að laga hlutina þarf málefnaleg gagnrýni að fá að koma fram,“ segir Kolfinna. Örmagna eftir stríð við kerfið  Alda Karen Tómasdóttir er flutt heim á ný  Móðir hennar segir sjálfstæða búsetu ekki raunhæf- an kost vegna lágra tekna  Lögfesting sáttmála um réttindi fatlaðra myndi hjálpa fólki í baráttunni Morgunblaðið/RAX Mæðgur Alda Karen Tómasdóttir er hluta úr degi í Hæfingarstöðinni. Kolfinna S. Magnúsdóttir er í heimsókn. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Ketilbjöllur þriðjud. og fimmtu d. kl 12:00 Cross train Extre me XTX Mánud. þriðjud. o g fimmtud. kl. 17. 15 Laugardagar kl.10 .00 Spinning mánudaga, miðvik udaga og föstudaga kl. 12:0 0 og 17:15 Opnir tímar: Frír prufutími Persónulegt þjónusta og vinalegt umhverfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.