Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ámánudag-inn rannút frest-
ur, sem lykilríki
Sameinuðu þjóð-
anna höfðu gefið
sér og Írönum,
til þess að leiða
til lykta nýtt samkomulag
um kjarnorkuáætlun Írans.
Fregnir höfðu borist af því
að fundað væri stíft til þess
að binda endahnút á það, en
þegar ljóst varð að það tæk-
ist ekki, var ákveðið í sam-
einingu að framlengja við-
ræðurnar um sjö mánuði í
viðbót.
Í ljósi þess að Íranar hafa
verið að fikra sig nær og
nær þeim áfanga þegar
ekki verður lengur hægt að
koma í veg fyrir að þeir geti
smíðað atómsprengjur, er
þessi tímafrestur hættu-
legur leikur að eldi. Vænt-
anlega hefði þessi frestur
þó ekki verið samþykktur
nema leyniþjónustur stór-
veldanna teldu það fullvíst,
að Íranar gætu ekki orðið
sér úti um vopnin á næstu
sjö mánuðum. Því miður
eru bæði nýleg og eldri
dæmi um það að þessar
sömu leyniþjónustur séu
ekki með allt sitt á hreinu,
þegar kemur að stöðu gjör-
eyðingavopna, hvorki í
þessum heimshluta sem
öðrum. Ástæða er til að
hafa í huga að Kim-feðg-
arnir á Kóreuskaga bjuggu
við þröngan kost en komu
sér samt sem áður
fyrirvaralítið upp kjarn-
orkusprengju án þess að
Vesturveldin gætu komið í
veg fyrir það. Svipaða sögu
er að segja af ríkjum nær
Íran úr austri og svo hefur
sjálfsagt enginn gleymt því
enn hversu illa upplýst
leyniþjónusta Bandaríkj-
anna var um gereyðing-
arvopn Íraka fyrir ekki svo
mörgum árum.
Sagan er þess vegna ekki
mjög hughreystandi og gef-
ur ekki ástæðu til að ætla
að tryggt hafi verið að öflug
sprengja dúkki ekki upp
kollinum í Íran á næsta
hálfa árinu eða svo.
Vert er að geta þess, að
það markmið að koma í veg
fyrir að Íranar verði sér úti
um kjarnorkuvopn, er talið
það mikilvægt, að bæði
Rússar og Kínverjar standa
með Vesturveld-
unum að því að
reyna að fyr-
irbyggja þá nið-
urstöðu, þrátt
fyrir ágreining á
öðrum sviðum.
En sú samstaða
þarf ekki endilega að reyn-
ast traust, og því munu
Bandaríkjamenn þurfa að
leggja nokkuð á sig, ætli
þeir sér að tryggja að
heimsbyggðin standi áfram
saman gegn áformum Ír-
ana.
Á sama tíma bera Íranar
þá von í brjósti að hinn nýi
sameiginlegi óvinur í Ríki
íslams muni gera þeim létt-
ara að slíta af sér helstu
hlekkina í refsiaðgerðum
Vesturlanda. Fregnir af ný-
legu leynibréfi Obama for-
seta til leiðtoga Írana eru
ekki einhlítar, en auka þó á
ótta um að Írönum muni
takast að nýta sér þennan
sameiginlega óvin til að
styrkja stöðu sína í kjarn-
orkuviðræðunum.
Nú þegar hafa þingmenn
repúblíkana á Bandaríkja-
þingi lagt til að refsiaðgerð-
ir gegn Írönum verði hertar
samhliða þeim gálgafresti
sem nú hefur verið veittur,
þvert á ráðleggingar
Obama Bandaríkjaforseta.
Jafnframt vilja þeir meiri
aðkomu þingsins að mál-
efnum Írans en þá sem
Obama hefur viljað veita.
Sýni Obama nægileg klók-
indi gæti hann notað þingið
sem enn eitt tækið til þess
að knýja Írana til sam-
komulags. Því miður verður
þó að telja líklegra að meiri
orka, tími og fyrirhöfn
muni fara í gagnslaust rifr-
ildi. Deilur á milli þingsins
og forsetans um Íransmálið
munu því líklega setja svip
sinn á næstu sjö mánuði.
Áður hefur verið sagt, að
slæmt samkomulag, þar
sem Íranar gætu orðið sér
úti um kjarnorkuvopn án
mikillar fyrirhafnar, yrði
mun verra en ekkert sam-
komulag, þar sem enn yrði
hægt að láta refsiaðgerð-
irnar bitna hart á efnahag
Írans. Það er því mikilvægt
að þessi frestur, sem nú
hefur verið veittur í annað
sinn, verði að þessu sinni
nýttur. Eignist Íran kjarn-
orkuvopn, er voðinn vís.
Enn er uppi óþolandi
óvissa um það hvort
að Íran tekst að lok-
um að koma sér upp
kjarnorkuvopnum}
Gálgafrestur
Írana lengdur
Þ
að er fullkominn óþarfi hjá stjórn-
málamönnum að tala um leka-
málið eins og þjóðin þurfi nauð-
synlega að læra af því. Það er ekki
eins og þjóðin hafi brotið stórlega
af sér, eigi nú að iðrast og taka upp nýja og
betri siði eins og þá að heiðra stjórnmálamenn
og móttaka boðskap þeirra gagnrýnislaust.
Það eru stjórnmálamennirnir sem eiga að
læra af lekamálinu.
Í fréttatíma RÚV síðastliðið laugardags-
kvöld mætti Ólafur Þ. Harðarson, stjórn-
málafræðiprófessor, og var spurður hvaða
lærdóm mætti draga af lekamálinu. Hann
svaraði á yfirvegaðan og greinargóðan hátt á
örfáum mínútum – nokkuð sem stjórn-
málamenn mættu taka sér til fyrirmyndar –
og einbeitti sér að því að ræða um þann mikla
lærdóm sem stjórnmálamenn gætu dregið af málinu.
Stjórnmálaprófessorinn sagði að stjórnmálamenn yrðu
að læra að ásakanir um lögbrot eru alvarlegt mál og far-
sælast væri fyrir stjórnmálamenn að koma hreint til dyr-
anna og ekki hagræða sannleikanum. Hann sagði einnig
að þeir ættu að taka íslenska fjölmiðla alvarlega. Í þriðja
lagi lagði hann áherslu á að stjórnmálamenn áttuðu sig á
því að í íslenska stjórnkerfinu væru til embættismenn
sem þyrðu að gera skyldu sína og nefndi þar lögregluna,
ríkissaksóknara og umboðsmann Alþingis.
Vonandi hafa sem flestir stjórnmálamenn haft kveikt á
þessum fréttatíma og lagt við hlustir. Kannski hefur
þeim ekki öllum líkað það sem þeir heyrðu, en
á sinn hógværa hátt var stjórnmálafræðipró-
fessorinn að setja ofan í við þá. Stjórnmála-
menn eiga ekki að komast upp með það að
fela mistök sín eða kóa með félögum sem
verða á mistök og skella síðan skuldinni á alla
aðra. Þeir eiga ekki að komast upp með að
segja fjölmiðla vera í rógsherferð og gefa í
skyn að ríkissaksóknari og umboðsmaður Al-
þingis séu í annarlegri pólitískri herferð. Og
þeir eiga ekki að tala um þjóðina eins og hún
sé gengin af göflunum.
Stjórnmálamenn verða að átta sig á breytt-
um tímum. Þeir eru ekki lengur ósnertanlegt
vald sem fólk ber óttablandna virðingu fyrir.
Almenningur gerir sér æ betur grein fyrir því
að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar-
innar og eru ekki sjálfkrafa æviráðnir. En því
miður er það svo að stjórnmálamenn, og kannski sér-
staklega ráðherrar, virðast of margir líta svo á að þeir
séu í valdastöðu þar sem þeir geti hegðað sér eins og
þeim sýnist en gleyma því að þeir eru í þjónustustarfi
fyrir almenning.
Það er leitt að verða vitni að því þegar stjórnmála-
menn haga sér eins og þeir séu í baráttu við þjóðina og
tala niður til hennar. Manni finnst eins og tilhugsunin
um að sýna auðmýkt veki beinlínis með þeim hroll. Þeir
vilja svo miklu heldur messa yfir þjóðinni og átta sig ekki
á því að þjóðin er hætt að nenna að hlusta á hrokafullar
og eintóna ræður þeirra. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Lærdómur fyrir stjórnmálamenn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þó svo að atvinnuleysi hafiminnkað fjölgaði málum áseinasta ári sem komu tilkasta eftirlitsdeildar
Vinnumálastofnunar (VMST) þar
sem grunur var um misnotkun í at-
vinnuleysisbótakerfinu. Að sögn
Gísla Davíðs Karlssonar, lögfræð-
ings hjá VMST, má hins vegar ætla
að þróunin á þessu ári sé sú að þess-
um málum sé eitthvað að fækka
samhliða fækkun atvinnulausra á
skrá.
Í fyrra rannsakaði eftirlits-
deildin samtals 736 mál þar sem
grunur lék á að um misnotkun bót-
anna væri að ræða og þær væru of-
greiddar.
511 málum eða 69% allra tilvika
lauk með viðurlögum og tókst að
endurheimta ofteknar bætur eða
koma í veg fyrir greiðslur sem reynt
var að svíkja út upp á alls 565 millj-
ónir króna. Þessar upplýsingar
koma fram í ársskýrslu stofnunar-
innar.
Mesta aukningin á síðasta ári
var við rannsókn stakra mála en eft-
irlitsdeild VMST tók þá upp 259 mál
í kjölfar ábendinga eða þar sem
grunur vaknaði um að einstaklingur
í atvinnuleit hefði haft rangt við. Alls
voru þetta 120 karlar og 139 konur
og vörðuðu mörg þessara mála við
60. grein laga um atvinnuleysis-
tryggingar þar sem bóta var beinlín-
is aflað með sviksamlegum hætti.
Einnig koma upp önnur tilvik um
misnotkun á kerfinu sem ekki eru þó
talin til hreinna bótasvika, ef t.d.
bótaþegi situr ekki allt námskeið
sem honum ber að gera en heldur
áfram sækja bætur sem hann á þá
ekki lengur rétt á að fá.
1.200 milljóna sparnaður
vegna eftirlits á tveimur árum
Umfang brota í atvinnuleysis-
bótakerfinu, þar sem einstaklingar
hafa fengið bætur sem þeir hafa ekki
átt rétt á, hefur verið umtalsvert. Á
árunum 2012 og 2013 skilaði eftirlit
VMST með bótasvikum samtals hátt
í 1.200 milljóna króna sparnaði.
Forsvarsmenn eftirlitsins hafa
sagt að þörf sé á hugarfarsbreytingu
meðal Íslendinga í þessum málum. Í
ársskýrslu VMST segir að mikil-
vægt sé að fá að vita afstöðu almenn-
ings til bótasvika og leggur eftirlits-
deildin til að farið verði í gerð
viðhorfskönnunar sem fyrst.
,,Þar væri einnig hægt að fá
ákveðnar vísbendingar um umfangið
en það er mat eftirlitsdeildar VMST
að bótasvik séu algengari á Íslandi
en á hinum Norðurlöndunum. Í Sví-
þjóð er talið að bótasvik í almanna-
tryggingakerfum séu 1%, í Noregi er
matið 2% og í Danmörku 3-5%,“ seg-
ir í árskýrslunni.
Samkeyrslur við skrár skóla,
Vegagerðar og fangelsi
Upplýsinga um misnotkun í at-
vinnuleysisbótakerfinu er aflað með
ýmsum hætti. Vinnumálastofnun fær
fjölda ábendinga um möguleg bóta-
svik eða misnotkun og 16 ábendingar
bárust frá Ríkisskattstjóra um vinnu
sem ekki hafði verið tilkynnt. Einnig
eru upplýsingar úr atvinnuleysisskrá
samkeyrðar við aðrar skrár s.s. nem-
endaskrár skóla og við upplýsinga-
kerfið FINNUR sem heldur utan um
vinnustaðaeftirlit aðila vinnumark-
aðarins.
Þá samkeyrir eftirlitsdeildin
upplýsingar frá Fangelsismálastofn-
un í hverjum mánuði. Einnig eru
bornar saman skrár Vegagerðar-
innar sem halda utan um aksturs-
heimildir einstaklinga sem aka leigu-
bifreiðum. Í fyrra voru 22 beittir
viðurlögum eftir þá athugun og sam-
keyrslum við nemendaskrár lyktaði
með því að 66 sem skráðir voru í nám
máttu sæta viðurlögum.
Bótasvik algengari en á
öðrum Norðurlöndum?
Morgunblaðið/Golli
Eftirlit Atvinnuleysi minnkar og var 3,2% í október. Vinnumálastofnun hef-
ur þó nóg á sinni könnu við að uppræta misnotkun á atvinnuleysisbótum.
Flest stök mál sem eftirlitsdeild
Vinnumálastofnunar tók upp í
fyrra í kjölfar ábendinga, eða
þar sem grunur vaknaði um
misnotkun eða alls 172 mál,
snerust um það að viðkomandi
bótaþegi hafði ekki tilkynnt
dvöl sína erlendis. Þurftu 147 að
sæta viðurlögum í kjölfar þess.
Atvinnuleitendur sem fá
greiddar atvinnuleysisbætur
eiga að vera staddir á landinu
og í virkri atvinnuleit. Til að
ganga úr skugga um þetta felst
eftirlitið líka í því að IP-tölur
þeirra eru kannaðar. ,,Alls sendi
eftirlitsdeildin 194 ein-
staklingum bréf í kjölfar þess
að erlend IP-tala kom upp hjá
atvinnuleitanda í hinni mán-
aðarlegu skráningu. Af þeim
reyndust 28 ekki hafa farið til
útlanda eða höfðu upplýst fyr-
irfram um ferðalag sitt,“ segir í
ársskýrslunni. Í 73% tilvika var
viðurlögum beitt og námu fjár-
hæðirnar tæpum 79 milljónum.
Tilkynntu ekki
dvöl erlendis
RANNSAKA ÁBENDINGAR
OG SKOÐA IP-TÖLUR