Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 43
RAFRÆN SKILRÍKI Í SÍMANN
Hægt er að setja rafræn skilríki í flestar tegundir farsíma, óháð aldri
þeirra eða tegund. Þau eru vistuð á SIM-kort símtækisins.
Á www.audkenni.is og fleiri vefsíðum tengdum rafrænum
skilríkjum geturðu slegið inn símanúmer þitt og fengið
upplýsingar um hvort SIM-kortið henti fyrir rafrænt skilríki.
Ef svo er ekki pantar þú nýtt SIM-kort hjá símafélagi þínu
og færð það sent heim eða afhent í verslunum símafyrirtækja
og hjá endursöluaðilum þeirra.
Veldu þér fjögurra til átta tölustafa leyninúmer fyrir rafrænu
skilríkin.
Rafrænu skilríkin fást virkjuð á næstu skráningarstöð.
Mundu að taka símann með þér og gild persónuskilríki,
vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini með mynd.
Ljósmyndin á skilríkinu þarf að vera skýr.
RAFRÆN SKILRÍKI Í DEBETKORT
Nú þegar eru rafræn skilríki í mörgum debetkortum. Viðskiptabankarnir
veita upplýsingar um hvort unnt sé að að virkja þau. Til þess að nota
skilríkin í debetkortum þarf ákveðinn gjaldfrjálsan hugbúnað og korta-
lesara sem ýmist er innbyggður í tölvur eða lyklaborð eða fáanlegur
sem aukabúnaður sem tengdur er við tölvuna.
RAFRÆN SKILRÍKI Í EINKASKILRÍKI
Hægt er að fá rafræn skilríki í sérstöku einkakorti. Umsækjendur um
leiðréttinguna geta sótt um gjaldfrjálst einkaskilríki á www.leidretting.is.
Aðrir fá einkaskilríkin í gegnum www.audkenni.is. Til þess að nota
einkaskilríkin hleður þú niður gjaldfrjálsum hugbúnaði og nýtir korta-
lesara sem ýmist er innbyggður í tölvur eða lyklaborð eða fáanlegur
sem aukabúnaður sem tengdur er við tölvuna.
Þegar þú sækir um einkaskilríki velur þú í hvaða útibú
viðskiptabanka þíns þú vilt fá skilríkin send.
Þú færð PUK-númer sent í pósti og einkaskilríkin eru send
í viðskiptabankann sem þú tilgreindir.
Loks velur þú þér sex stafa PIN-númer og virkjar einkaskilríkin
í skráningarstöð viðskiptabankans. Mundu að taka PUK-númerið
með þér og gild persónuskilríki, vegabréf, ökuskírteini eða
nafnskírteini með mynd. Ljósmyndin á skilríkinu þarf að vera skýr.
Rafræn skilríki auka öryggi okkar í rafrænum heimi, opna fjöl-
margar nýjar og fljótvirkari leiðir að persónulegum upplýsingum
á netinu, gera okkur kleift að undirrita skjöl með rafrænum hætti
og spara bæði okkur og umhverfinu sporin á margvíslegan máta.
Rafræn skilríki leysa gömlu notandanöfnin þín og lykilorðin,
auðkennislykla, veflykla og flest aðgangsorð af hólmi. Í staðinn
býrðu til eitt nýtt númer, leggur það á minnið og gerir að
ferðafélaga hvert sem leiðin liggur. Skilríkin einfalda þér lífið,
auka öryggi til muna og greiða þér leið í netheimum með því að
sanna það á augabragði að þetta sért þú - og enginn annar.
Mundu eftir gildum
persónuskilríkjum þegar þú ferð
á skráningarstöð
1
12
2
3
3
4