Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
AF TÖFRAFLAUTU
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Óneitanlega var nú ánægju-legt að rifja upp kynni sín afTöfraflautunni eftir W. A.
Mozart við texta Emanuels Schika-
neder þegar hún var flutt í barn-
vænni útgáfu í Norðurljósasal
Hörpu fyrir skömmu fyrir troðfullu
húsi. Uppsetningin var samstarfs-
verkefni Töfrahurðar Pamelu De
Sensi, Hörpu og Íslensku óperunnar,
en nær allir listrænir stjórnendur
voru þeir sömu og í vígslusýningu Ís-
lensku óperunnar í Eldborgarsal
Hörpu á haustmánuðum árið 2011.
Þannig sá Ágústa Skúladóttir
um leikstjórn, Axel Hallkell Jóhann-
esson um leikmuni, Filippía Elísdótt-
ir um búninga, Páll Ragnarsson um
ljós, auk þess sem notuð voru fugl og
slanga úr smiðju brúðumeistarans
Bernds Ogrodnik. Að þessu sinni sá
hins vegar Magnús Ragnarsson um
hljómsveitarstjórn, en Steingrímur
Þórhallsson hafði útsett tónlistina
fyrir kammerhópinn Shéhérazade.
Kunnugleg saga
Í samtali við hljómsveitarstjór-
ann í Morgunblaðinu á frumsýning-
ardag kom fram að við uppsetn-
inguna væri stuðst við þýska útgáfu
sem sýnd hefur verið í skólum þar í
landi, en í leikskrá er Edda Aust-
mann skráð höfundur textans.
Óhætt er að segja að vel hafi tekist
til við að stytta óperuna úr þremur
tímum niður í einn, enda helst meg-
insagan skýr og til bóta er fyrir
framvinduna að sleppa öllum senum
með Sarastró og prestunum.
Töfraflautan býr yfir kunnug-
legum persónum og stefjum úr
heimi ævintýra sem börn tengja vel
við. Þannig kynnast áhorfendur
prinsinum Tamínó sem að beiðni
Næturdrottningarinnar leggur upp í
för til að bjarga dóttur hennar,
prinsessunni Pamínu, úr klóm Sara-
strós konungs sem að sögn drottn-
ingar er vondur maður. Í miðju
verki er þeirri heimsmynd snúið á
hvolf þegar veiðimaður Saratrós út-
skýrir fyrir Tamínó að konungur sé
ekki vondur heldur sé hann aðeins
Lengi býr að fyrstu gerð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sprellikarl „Papagenó var hæfilega mikill sprellikarl í meðförum Ágústs [Ólafssonar] og náði vel til barnanna í
hlutverki sögumanns sem drífur atburðarásina áfram.“ Með honum á myndinni er Valgerður Guðnadóttir.
að reyna að
bjarga prinsess-
unni frá vond-
um áhrifum
móður sinnar,
án þess að nán-
ari sönnur séu
færðar fyrir því.
Pamína þarf
sjálf að kljást
við Mónostatos gæslumann sinn sem
lagt hefur á hana ofurást. En með
Tamínó í för er hinn bráðskemmti-
legi fuglaveiðari Papagenó sem þrá-
ir ekkert heitar en að eignast konu.
Skríktu af kátínu
Þrír söngvarar báru af á svið-
inu í Norðurljósum, en það voru þau
Ágúst Ólafsson sem Papagenó,
Snorri Wium sem Mónostatos og
Valgerður Guðnadóttir sem Papa-
gena. Öll búa þau að því að hafa tek-
ið þátt í uppfærslu Íslensku óper-
unnar í Eldborg á sínum tíma þannig
að þau þekkja persónur sínar mjög
vel. Þau hvíldu afskaplega vel í því
sem þau voru að gera, en greinilegt
var að kómíkin var ríkjandi af hendi
leikstjórans í túlkun á þessum þrem-
ur persónum.
Papagenó var hæfilega mikill
sprellikarl í meðförum Ágústs og
náði vel til barnanna í hlutverki
sögumanns sem drífur atburða-
rásina áfram. Mónostatos virkaði til
að byrja með nokkuð ógnvænlegur í
svörtum búningi sínum, en missti
vald sitt með vandræðagangi sem
Snorri skilaði á skemmtilegan hátt
og börn í áhorfendasal skríktu
hreinlega af kátínu þegar sviðsmað-
urinn, sem Nicolaj Falck lék, lét Mó-
nostatos dansa eins og brúðu meðan
Papagenó spilaði á töfraklukkuspil
sitt. Valgerður var yndisleg Papa-
gena og tókst með ótrúlegum hætti
að líkja eftir tilburðum fugla með
látbragði sínu og raddbeitingu. Hún
fór einnig afar vel með hlutverk
hirðmeyjar Næturdrottningarinnar.
Önnur hlutverk óperunnar
buðu hvorki upp á eins mikið sam-
spil við salinn né kómíska nálgun.
Gissur Páll Gissurarson og Edda
Austmann fóru fallega með hlut-
verk Tamínós og Pamínu, Rósalind
Gísladóttir var glæsileg sem Nætur-
drottningin þó hún hefði að ósekju
mátt vera meira ógnvekjandi og
Viðar Gunnarsson hafði þann virðu-
leika sem Sarastró þarf að búa yfir
auk þess að vera hæfilega góðlegur.
Tónlistin naut sín vel í Norður-
ljósasalnum í flutningi söngvara og
hljómsveitar, en hins vegar hentar
rýmið ekki sérlega vel til leiks þar
sem engin upphækkun er fyrir
áhorfendur í salnum sem gerði
börnum sem sátu aftarlega erfitt um
vik að fylgjast með því sem fram fór.
Fallegar myndir
Samhliða uppfærslunni sendi
Töfrahurðin frá sér myndskreytta
barnabók um Töfraflautuna, en
bókinni fylgir hljóðritun á óperunni
í styttri útgáfu. Óhætt er að segja að
það sé mikill fengur að þessari út-
gáfu sem bæði börn og foreldrar
geta notið að hlusta á.
Edda Austmann bjó söguna til
prentunar og tekst vel að draga
saman meginsöguþráð óperunnar.
Þó saknaði undirrituð þess að út-
skýrt væri í textanum hvers vegna
Mónostatos er jafn andstyggilegur
við Pamínu og raun ber vitni, það
gleymist að geta þess hvernig Papa-
genó losnar við gulllásinn sem sett-
ur er fyrir munn hans í refsing-
arskyni fyrir að ljúga, auk þess sem
ósamræmi er milli hljóðritunar og
bókartexta þar sem Næturdrottn-
ingin er látin drepa slönguna í bók-
inni meðan það er hirðmey drottn-
ingar sem það gerir í upptökunni. Í
hljóðrituninni saknaði undirrituð
þess einnig að fá ekki að heyra
lengra brot úr hinni frægu reiðiaríu
Næturdrottningarinnar.
Myndir Lindu Ólafsdóttur eru
afskaplega fallegar og njóta sín vel.
Litagleðin ræður ríkjum í jafnt
stórum sem litlum myndum hennar,
sem höfða vel til ungra lesenda og
andlit persóna eru tjáningarrík.
Miðlað á móðurmáli
Töfraflautan hentar afskaplega
vel fyrir börn hvort heldur er á leik-
sviðinu eða í hljóðritun þar sem hún
byggist bæði á sungnum og leiknum
texta auk þess sem sú hefð að flytja
verkið á móðurmáli viðkomandi
lands hjálpar áhorfendum að skilja
mun betur það sem fyrir augu og
eyru ber. Undirrituð saknaði þess
að getið væri um Emanuel Schik-
aneder í leikskrá sýningarinnar, en
þó er minnst á hann í formála bók-
arinnar. Einnig hefði verið viðeig-
andi að nefna þýðendur verksins
bæði í leikskrá og bók, enda hefði
ekki verið hægt að flytja verkið í nú-
verandi mynd nema fyrir íslenskun
og aðlögun þeirra Þrándar Thor-
oddsen, Böðvars Guðmundssonar,
Þorsteins Gylfasonar, Gunnsteins
Ólafssonar og Þorgeirs Tryggva-
sonar.
Besta viðmiðið um hvort verk
nái að höfða til markhóps síns hlýt-
ur samt að felast í viðtökunum. Und-
irrituð þekkir einn fjögurra ára
gutta sem nýtur þess að hlusta
reglulega á hljóðritun Töfraflaut-
unnar og vill láta lesa fyrir sig bók-
ina aftur og aftur fyrir háttinn.
Hann myndi því glaður fara aftur á
sýninguna ef ákveðið verður að
bæta við aukasýningum á nýju ári.
» Óhætt er að segjaað það sé mikill feng-
ur að þessari útgáfu
sem bæði börn og for-
eldrar geta notið að
hlusta á.
„Ég hef alltaf verið mjög heillaður af
sellóinu, enda er þetta það hljóðfæri
sem kemst næst mannsröddinni í
tjáningarmöguleikum,“ segir tón-
skáldið John Speight. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands frumflytur nýjan
sellókonsert eftir John á tónleikum í
Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl.
19.30. Einleikari er Bryndís Halla
Gylfadóttir og hljómsveitarstjóri er
Israel Yinon.
„Verkið samdi ég árið 2003 og það
hefur tvisvar verið sett á dagskrá
hjá Sinfóníunni en dottið út aftur af
óviðráðanlegum ástæðum. Þannig
að allt er þegar þrennt er,“ segir
John og tekur fram að gaman verði
að heyra verkið loks á tónleikum. Að
sögn Johns samdi hann verkið á sín-
um tíma fyrir Gunnar Kvaran. „ Ég
varð innblásinn af ljósmynd af
Gunnari einum á járnbrautarpalli í
miðri tónleikaferð. Myndin fékk mig
til að hugsa um hversu einmanalegt
starf tónlistarmannsins getur oft
verið,“ segir John og tekur fram að
hann láti sellóið og hljómsveitina á
köflum rífast. „Mér finnst alltaf svo
leiðinlegt þegar ekki heyrist nóg í
einleikaranum fyrir hljómsveitinni
og gerði mér mat úr þeirri hugleið-
ingu.“
Aðspurður segist John afar
ánægður með nálgun hljómsveitar-
stjórans að verki sínu. „Hann hefur
kafað djúpt ofan í verkið og skilur
það mjög vel. Það er synd að Gunnar
gat ekki flutt verkið, en það kemur
kona í manns stað því Bryndís Halla
er ótrúlega flottur sellisti.“
Önnur verk á efnisskránni eru
forleikurinn Fingalshellir eftir Felix
Mendelssohn-Bartholdy og Sinfónía
nr. 4 eftir Ralph Vaughan Williams.
Tónleikarnir verða sendir út í beinni
útsendingu á Rás 1. silja@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Einleikari Bryndís Halla Gylfadóttir.
„Allt er þegar þrennt er“
Sellókonsert
eftir John Speight
frumfluttur í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
Tónskáldið John Speight.
Gómsætt og girnilegt konfekt Ensk jólakaka, lagkaka Stollen
Gjafakörfur með
ýmsu góðgæti
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Gómsætar jólagjafir
Jólakonfektkaka