Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 34

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur 20% afsláttur Við aðstoðum þig við að velja spilið og pökkum því inn fyrir þig. Gefðu spil í afmælisgjöf Sendum um allt land spilavinir.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Gífurlegur virðisauki hefur fengist með því að vinna nánast allan makríl sem veiðist við landið til manneldis. Í reikningsdæmi sem Sigurjón Ara- son, yfirverkfræðingur Matís, kynnti á sjávarútvegsráðstefnunni í síðustu viku kom fram að heildarútflutnings- verðmæti makrílafurða árið 2013 var um 24 milljarðar, en um 95% af mak- rílnum fór í frystingu það ár. Ef allur afli vertíðarinnar í fyrra hefði verið unninn í mjöl og lýsi hefði útflutn- ingsverðmætið verið helmingi minna eða um tólf milljarðar miðað við meðalmarkaðsverð mjöls og lýsis, samkvæmt útreikningum Sigurjóns. Ef þessir útreikningar eru notaðir um vertíðirnar frá 2010 þegar fyrst var farið að frysta yfir 90% makríl- aflans til manneldis eru tölurnar fljótar að hækka. Miðað við tíu millj- arða virðisauka á hverri vertíð má áætla virðisaukann 50 milljarða á þessum fimm árum. Hressileg umskipti Í reikningsdæmi Sigurjóns ber hann saman verðmæti sem fást með bræðslu annars vegar og frystingu hins vegar og er verð frá árinu 2013 lagt til grundvallar. Þá voru 107 þús- und tonn fryst, en við þau verðmæti sem fengust fyrir frystar afurðir bætast 44 þúsund tonn af hráefni sem fóru í bræðslu, en það er af- skurður af makrílnum, hausar og fráflokkaður makríll, sem ekki nýtt- ist við manneldisvinnsluna. Þar bættust 3,5 milljarðar við þá 20,4 milljarða sem fengust fyrir frystar afurðir 2013. Árið 2008 fóru um 95% makrílafl- ans í bræðslu, en það ár fór makrí- lafli í fyrsta skipti yfir 100 þúsund tonn. Árið 2009 fóru um 90% af 111 þúsund tonna makrílafla í bræðslu. Á vertíðinni 2010 var hlutföllunum hressilega snúið við og þá fóru um 90% af makríl í vinnslu til manneldis og hefur svo verið síðan. Síðustu ár hafa íslensk skip komið með um og yfir 150 þúsund tonn af makríl að landi. Margir horfa til Íslands Sigurjón segir að snöggkæling strax eftir að fiskurinn kemur um borð í veiðiskip sé lykillinn að þess- um árangri. Menn hafi hætt að hugsa fyrst og fremst um veiðigetu því spurningin hafi ekki síður verið um kæligetu. Á fimm árum hafi skapast gífurlegur virðisauki. „Þessi árangur náðist með sam- stilltu átaki allrar fylkingarinnar í sjávarklasanum, sjómanna, út- gerða, vinnslunnar, sérfræðinga Matís og fleiri,“ segir Sigurjón. „Það var bara allur flotinn samtaka í því að ráðast í verkefnið og finna leið til að koma í veg fyrir að rauð- átan leysti makrílinn upp. Það fannst með því að fara með hitastig- ið niður í mínus 1,5-2 gráður og á þann hátt náðist ótrúlegur árang- ur.“ Hann segir það ekki tilviljun að margir horfi til Íslendinga varðandi nýtingu á makríl. Átakið sem gert hafi verið hér á landi í meðferð og vinnslu á makríl fyrir fimm árum hafi vakið athygli, ekki síst í Noregi. Þar vilji menn gjarnan læra af Ís- lendingum um meðferð og nýtingu á fiski. aij@mbl.is Um 50 milljarða virðisauki  Aðferðir við að snöggkæla makríl og vinna til manneldis juku verðmætin mikið  Samstillt átak allrar fylkingarinnar í sjávarklasanum hefur vakið mikla athygli Sigurjón flutti erindi um árang- urinn sem náðst hefur í með- ferð makríls á sjávarútvegs- ráðstefnunni á föstudag og einnig um makrílveiðar smá- báta. Hann sagði að þar eins og annars staðar í flotanum hefði vandvirkni aukist mikið og flestir smábátasjómenn hefðu unnið eftir ákveðinni uppskrift við kælingu, þar sem sjó og ís var blandað í körin með fiskinum í ákveðnum hlut- föllum. Það hefði skilað betri afla. Gallinn við krókaveiðar á makríl væri hins vegar sá að hluti makrílsins biti ekki á krókana, heldur væri fiskurinn húkkaður. Slíkt væri ekki góð meðferð á fiski og stuðlaði ekki að góðri nýtingu. Húkkaður makríll VEIÐAR SMÁBÁTA Verkefni Sigurjóns Arasonar og Magneu Karlsdóttur, sérfræðinga hjá Matís, hafa meðal annars snúist um kælingu og frystingu á fiski síðustu misseri. Góður ár- angur hefur náðst á þeim vettvangi í sjávarútvegi og fiskiðnaði hér á landi og hefur það vakið athygli út fyr- ir landsteinana. Morgunblaðið/Kristinn Frysting og kæling á fiski „Það var svolítið sérkennilegt að þeg- ar ég varði doktorsverkefnið mitt mátti ég ekki segja allt sem ég vissi og langað að greina frá,“ segir Magn- ea Karlsdóttir, fagstjóri hjá Matís, sem fyrr á þessu ári varði doktors- ritgerð sína. Verkefnið var kostað af matvælarisanum Nestlé og fjallaði um áhrif frystingar á gæði og geymsluþol mismunandi fisktegunda. Fyrirtækið átti upplýsingarnar sem Magnea aflaði, en hún fékk þó að nýta nauðsynlegan hluta þeirra í ritgerð- ina til þess að ljúka doktorsnáminu. Ástæður þess að Nestlé leitaði til Matís voru þær að sérfræðingar þar vinna náið með fiskiðnaðinum hér á landi. Magnea kannaði í rannsóknum sínum 20 ólíkar hvítfisktegundir víðs vegar að úr heiminum og bar saman gæði þeirra og geymsluþol í fryst- ingu. Einnig áhrif á þessa þætti mið- að við fituinnihald, aldur frá veiði- degi, breytileika eftir því hvort fiskurinn var t.d. veiddur í Atlants- hafi eða Kyrrahafi. Hvaða hráefni á að nota? „Þeir voru að setja af stað nýja vörulínu úr fiskafurðum á svoköll- uðum þægindamat,“ segir Magnea. „Þá er fiskurinn brauðaður, foreld- aður og síðan frystur og er þannig geymdur tilbúinn til hitunar. Þeir vissu að fiskur er ekki bara fiskur og sáu að mikill gæðamunur var á fisk- inum eftir því hvaðan hann var. Í hnotskurn vildu þeir fá svör við þeirri spurningu hvaða hráefni ætti að nota í þessar afurðir.“ Í heildina tók verkefnið ½ ár og vann Magnea það að mestu hér heima, en að hluta til erlendis. Hún segir að Nestlé hafi fengið óhemju stóran gagnagrunn með niður- stöðum, en fyrirtækið greiddi laun Magneu í doktorsnáminu og nauð- synlegar rannsóknir. Þær voru hluti af doktorsverkefni Magneu, hún fékk aðeins leyfi til að birta ákveðinn hluta af niðurstöðunum. Margfalt meiri kröfur „Ég bý hins vegar að þekkingunni, sem ég aflaði á þessum tíma og það kemur mér og Matís til góða í áfram- haldandi verkefnum sem ég vinn í hér. Það var ótrúlega spennandi og gefandi að vinna með svona stórum aðila á matvælamarkaði og ég fann fljótlega að kröfurnar vou margfalt meiri en ég hafði kynnst áður. Hjá Matís er ég í ýmsum verk- efnum, en ég reyni að stýra vinnunni inn á svipaða braut, hvort sem það er magur fiskur eða feitur. Þetta verk- efni hefur bent okkur á hvað við vit- um lítið um stöðugleika frosinna sjáv- arafurða og þess vegna er mikilvægt að halda áfram rannsóknum á þessu sviði enda er það mjög mikilvægt fyr- ir íslenskan sjávarútveg. Núna erum við á fullu í verkefnum tengdum mak- ríl og hvernig við getum aukið stöð- ugleika og geymsluþol á honum,“ segir Magnea. Aukin neysla á sjávarafurðum Í ágripi af doktorsritgerð Magneu segir meðal annars: „Neysla á unnum og frystum sjávarafurðum hefur auk- ist talsvert á undanförnum árum vegna vaxandi eftirspurnar neytenda eftir þægilegum hágæða matvælum. Fita í fiskafurðum er náttúruleg og góð uppspretta af fjölómettuðum fitu- sýrum (PUFA) sem sýnt hefur verið fram á að hafa jákvæð áhrif á heilsu manna. Aftur á móti hefur þetta mikla magn af PUFA þær afleiðingar að fita í fiskafurðum er einstaklega viðkvæm gagnvart þránun. Varðveisla á gæðum fitu er því ein af helstu áskorunum þegar kemur að geymslu og vinnslu sjávarafurða. Frysting og frost- geymsla er skilvirk aðferð til þess að varðveita gæði og lengja geymsluþol fiskafurða, og hefur henni verið beitt í fjölda ára. Þrátt fyrir þessa kosti geta gæði afurðanna samt sem áður rýrnað í frostgeymslu. Markmið þessa verk- efnis var því að auka þekkingu á þeim mismunandi oxunarferlum sem eiga sér stað í frystum fiskafurðum, sem og kanna þann breytileika á milli magra fisktegunda hvað varðar stöðugleika við langvarandi frostgeymslu.“ aij@mbl.is Mátti ekki segja frá öllum niðurstöðum  Matvælarisinn Nestlé greiddi fyrir doktorsrannsóknir á frystum fiski
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.