Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur selt lóðir undir fyrirhugaða Smárabyggð til félagsins Grunns 1 ehf. og má ætla að söluverðið hlaupi á milljörðum króna. Bætist sú sala við mikla sölu á lóðum í eigu Hamla í Helgafellslandi í Mosfellsbæ. Fyrirhuguð uppbygging í Smára- byggð hefur verið kynnt íbúum í hverfinu og vonast fjárfestar sem að verkefninu koma til að geta hafið framkvæmdir haustið 2015. Birgir Hlynur Sigurðsson, skipu- lagsstjóri Kópavogs, segir rætt hafa verið um að uppbygging Smára- byggðar vestan Reykjanesbrautar taki allt að átta ár. Frestur til 18. desember „Við höfum unnið að skipulagslýs- ingu að gerð deiliskipulagsins. Við höfum gefið frest til 18. desember til að skila inn athugasemdum við lýs- inguna og þessi áform. Þetta er for- kynning. Ég reikna með að í byrjun næsta árs muni hin eiginlega deili- skipulagsvinna hefjast og að henni ljúki um mitt næsta ár,“ segir hann. Hömlur, dótturfélag Landsbank- ans, átti lóðir á þeim hluta svæðisins sem ekki tilheyrir Smáralind og komu þær í hlut bankans eftir fjár- hagslegt uppgjör fyrri eigenda. Reynt að lágmarka tjónið Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Hömlum, hefur verið verkefnisstjóri hjá félaginu Smárabyggð, dótturfélagi Hamla. „Lóðirnar seldust ekki þannig að við fórum í samstarf við Kópavogsbæ og Smáralind til að reyna að skapa hugmynd sem gæti gert svæðið áhugavert. Markmiðið er að skapa nýja miðborg fyrir höfuðborgar- svæðið. Í kjölfarið fórum við að grennslast fyrir um mögulega kaup- endur og var sú vinna unnin í sam- starfi við Landsbréf, sem stofnuðu fjárfestingasjóðinn Grunn 1. Eini fjárfestirinn í Grunni 1 er Klasi ehf. Okkar hlutverk var að skapa eftir- sóknarvert svæði, nýja miðborg. Við áttum von á að þurfa að fylgja þessu alla leið, líkt og í Vogabyggð. Í tilviki Smárabyggðar kemur Grunn- ur 1 inn í verkefnið og aðstoðar okk- ur. Hjá Hömlum hefur skapast sér- þekking í því að skapa verðmæti úr lífvana svæðum. Mitt hlutverk er að reyna að lágmarka tjón. Bankinn lán- aði verulegar upphæðir til þessara verkefna á sínum tíma. Menn keyptu lóðirnar á háu verði samkvæmt verð- lagi í fasteignabólunni sem var,“ segir Hannes Frímann. Eiga lóðir í Laugarnesi Auk Vogabyggðar og Smára- byggðar eru Helgafellsland í Mos- fellsbæ, Setbergsland í Garðabæ og Kassagerðarreiturinn í Laugarnesi í Reykjavík meðal uppbyggingar- svæða í eigu Hamla. „Arkitektastofan arkitektúr.is hefur verið leiðandi í hönnun Smárabyggðarverkefnisins. Þá hafa ýmsar aðrar stofur komið að hönnun, þ.m.t. á torgum. Við höfum fengið marga aðila til að leggja verk- efninu lið, hver á sinn hátt,“ segir Hannes Frímann. Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, segir áformað að byggja 500 íbúðir í Smárabyggð, alls um 84.000 fermetra og þar af 13.500 fermetra af atvinnuhúsnæði, sem skiptist í skrif- stofuhúsnæði, þjónustu og verslun. Hlutur Klasa í fermetrafjöldanum er um 62% en félag í eigu Smáralind- ar á 38%. Ræðir þar um lóðir en ekki endilega byggða fermetra. Í skipulagslýsingu segir að byggð- in geti teygt sig í tíu hæðir á hluta lóð- ar. Miðað er við fjögurra til sjö hæða byggð en næst Smáralind er til skoð- unar að leyfa byggingar sem verða allt að 14 hæðir. Verður byggt upp í áföngum „Samkvæmt skipulagslýsingu gæti deiliskipulag verið tilbúið næsta sum- ar. Ef það gengur eftir er hægt að hefja framkvæmdir eftir ár,“ segir Ingvi. „Hluti af verkefninu er á lóð Smáralindar. Ég geri ráð fyrir að uppbyggingin geti tekið þrjú til fimm ár. Framkvæmd sem þessi tekur tíma og þarf að byggjast upp í áföng- um. Okkur finnst áhugavert að hefja uppbyggingu á þéttingarreit þar sem fyrir er mikil þjónusta, góðar sam- göngur og skóli sem má nýta betur. Megináherslan er sú að byggja fjölskylduvænar, góðar og hag- kvæmar íbúðir og horfa frekar til minni en stærri íbúða. Það er mik- ilvægt að geta boðið góðar íbúðir mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu en ekki aðeins í útjaðri byggðar. Við þurfum að vanda okkur vel og meðal annars tryggja við hönnun að bílastæða- lausnir séu hagkvæmar enda er sá kostnaður of stór hluti af bygging- arkostnaði íbúða. Miðað er við eitt bílastæði í kjallara fyrir hverja íbúð,“ segir Ingvi og tekur að lokum fram að vel verði hugað að nýtingu fermetra, gæðum og endingu. Ný miðborg fyrir tugi milljarða  Dótturfélag Landsbankans hefur selt lóðir fyrir sunnan Smáralind til nýs fjárfestingasjóðs  Áætla má að söluverðið nemi nokkrum milljörðum  Framkvæmdir gætu hafist haustið 2015 Teikning/arkitektur.is Sunnan við Smáralind Svona gæti hin nýja Smárabyggð litið út. Almennt er gert ráð fyrir fjögurra til sjö hæða byggð á svæðinu. Hugmynd að risaturni austan svæðisins má sjá á vinstri mynd. Drög að útliti Svona gæti ein gatan í nýrri Smárabyggð í Kópavogi litið út. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 blaðinu 20. nóvember sl. Vonir standa til að sú uppbygging geti hafist innan nokkurra missera. Um tuga milljarða verkefni er að ræða. Eiga um 60.000 fermetra lands Félag í eigu Klasa, Elliðaárvogur ehf., á tæplega 60.000 fermetra lands á Höfðasvæðinu. Félagið Sigla ehf. á 85% hlut í Klasa og fé- lagið Stotalækur 15% hlut. Snæból og Gani eiga 50% hlut í Siglu. Tóm- as Kristjánsson á Gana og Finnur Reyr á Snæból. Þá á Ingvi Jónasson félagið Stotalæk. Til einföldunar á Finnur Reyr því 42,5% hlut í Klasa. Í þriðja lagi kemur Klasi að upp- byggingu nýrrar Smárabyggðar eins og fjallað er um hér að ofan. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjónin Steinunn Jónsdóttir og Finnur Reyr Stefánsson eiga hluti í félögum sem munu taka þátt í upp- byggingu þúsunda íbúða á höfuð- borgarsvæðinu á næstu árum. Í fyrsta lagi á Steinunn félagið Ark sem kemur að byggingu 175 íbúða í Mánatúni á svonefndum Bílanaustsreit. Arkur er ásamt Tryggingamiðstöðinni stærsti hlut- hafinn í Mánatúni hf.; bæði félög með 13,9% hlut. Þá á Klasi ehf. 3,6% og Klasi fjárfesting 10,4% í Mána- túni hf., en Finnur Reyr á hlut í Klasa. Steinunn er meðstjórnandi í BYKO, en faðir hennar er Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik. Steinunn á 2,56% hlut í MP banka sem á 11,5% hlut í Mánatúni hf. Hundruð íbúa í Mánatúni Frekari uppbygging er huguð á þessum reit og má ætla að íbúa- fjöldinn verði á milli 300 og 400. Í öðru lagi er félagið Klasi ehf. að undirbúa íbúðarbyggð fyrir 7.000 manns í Höfðahverfinu í Reykjavík, eins og greint var frá í Morgun- Miðað við að byggðir verði ríf- lega 70.000 fermetrar af íbúðar- húsnæði í Smárabyggð á vegum Klasa, í gegnum félagið Grunn 1, ætti kostnaður við það að samsvara um 21 milljarði króna, miðað við að hver fermetri kosti 300.000 krónur í byggingu. Söluverðið má varlega áætla að sé 25,2 milljarðar, miðað við að fermetrinn kosti 360 þúsund. Áætla má að um 1.500 manns muni búa í íbúðunum 500 sem ætl- unin er að reisa í Smárabyggð. Á við nær allan Mosfellsbæ Sjóðurinn Grunnur 1, sem Klasi ehf. hefur fjárfest í, á um 62% af lóðum á svæðinu og má því lauslega áætla að Klasi komi að uppbygg- ingu ríflega 300 íbúða fyrir um þús- und íbúa. Samanlagt má því segja að hjónin Finnur Reyr og Steinunn komi að uppbyggingu íbúða fyrir um 8.400 manns. Þá gætu BYKO og timburarmur Norvik tekið þátt í uppbyggingunni en Steinunn er sem fyrr segir meðstjórnandi í BYKO. Til að setja íbúðir fyrir 8.400 manns í samhengi voru 9.075 íbúar skráðir í Mosfellsbæ í ársbyrjun. Hjón byggja íbúðir fyrir samtals um 8.400 íbúa  Eru umsvifamikil í gegnum eignarhlut í ýmsum félögum Steinunn Jónsdóttir Finnur Reyr Stefánsson Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Andvirði: 8.030 kr. Ilmsápa 100 g - 660 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.160 kr. Sturtusápa 250 ml - 2.380 kr. | Húðmjólk 250 ml - 3.830 kr. VERBENA GJAFAKASSI Jólatilboð: 6.350 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.