Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 þegar kallið kæmi. Edda annaðist Rósa þangað til að hún hafði ekki orku í það lengur enda komin með tvo banvæna sjúkdóma. Rósi fékk vist á dvalarheimilinu Grund en Edda mín tók hann heim um helg- ar þótt heilsan leyfði það nánast ekki. Þetta voru stærstu stundir hans Rósa. Það kom að því að Edda þyrfti aðhlynningu sjálf og fluttist hún inn til Rósa og voru þau saman í herbergi. Starfsfólkið á Grund hugsaði svo vel um þau, frábært fólk í alla staði og erum við þeim afar þakklát. Ég heimsótti þau í vaktafríunum mínum og kom Jóel sonur minn stundum með. Þegar heimsókninni var að ljúka enduð- um við iðulega með bæn. Þau elsk- uðu að biðja og ljómuðu af gleði og þakklæti, enda var Drottinn þeirra styrkur. Það var farið að draga verulega af Eddu minni og nú tók Rósi að sér að hugsa um Eddu sína. Hann vék varla frá henni síðustu þrjár vikurnar. Edda var flutt upp á spítala hinn 6. nóvember, rétt fyr- ir miðnætti og var ekki hugað líf. Á meðan börnin og tengdabörnin fóru til hennar til að kveðja, þá slökkti Rósi á sér rétt eftir mið- nætti. Hann ætlaði aldeilis að vera samferða en það kom smá bið. Líklega vildi hann vera með í því að undirbúa komu hennar. Þau verða kvödd saman sem ég veit að var þeirra einlægur vilji. „Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ (Sálmur 121, vers 1-2.) Elska ykkur, Edda og Rósi, hvíl í friði. Nú eruð þið komin heim í dýrðina. Ykkar tengdadóttir, Birgitta Þórey. Elsku amma og afi. Ykkar verður sárt saknað enda áttuð þið stóran stað í hjarta mínu. Það er skrítið að hugsa til þess að geta ekki komið við og heimsótt ykkur aftur. Það gaf mér mikið að geta komið í heimsókn og tekið á móti gleði og kærleika frá ykkur. Ég minnist þess, að í gegn- um ykkar veikindi var ávallt stutt í gleðina og hláturinn. Þið voruð ætíð létt í lund. Þín verður ávallt minnst, afi minn, þegar þú lofaðir Drottin af öllum mætti í afmælinu hans pabba við að heyra sálminn Þú mikli Guð. Þegar ég hlusta á þenn- an sálm kemur þú ætíð í huga mér og þegar ég frétti að þú værir far- inn til Drottins hljómaði þessi sálmur í eyrum mér. Það var mér sannur heiður að fá að halda í hönd þína, amma mín, síðustu daga þína. Það gaf mér mikið að fá að vera til staðar fyrir þig og gefa þér til baka alla þá ást og umhyggju sem þú hefur sýnt mér í gegnum tíðina. Það var erf- itt að sleppa takinu en um leið mikill friður að vita það að nú ætl- aði Jesú að fá að sjá um þig. Það gaf mér mikið að fá að biðja með ykkur síðustu vikur ykkar. Nærvera Drottins var ávallt til staðar og fór maður endurnærður frá ykkur. Ég er sannfærður um að Drottinn hafi búið handa ykkur sérstakan stað í ríki sínu. Ég elska ykkur ríkulega og munuð þið bæði ávallt eiga sér- stakan stað í hjarta mínu. Takk fyrir alla ykkar ást og kærleik og við sjáumst aftur í ríki Drottins. Ykkar barnabarn, Jóel Rósinkrans. Elsku amma og afi. Þá er komið að kveðjustund hjá okkur. Ég vill þakka ykkur fyrir allt það sem þið gerðuð fyrir mig og allar þessar frábæru stundir sem ég átti með ykkur eins og þegar við vorum uppi í sumarbústað í gamla daga. Það er mjög skrítið að geta ekki hoppað yfir til ykkar og spjallað aðeins við ykkur eins og t.d. um hvað það var alltaf jafn gott að kíkja til ykkar. En þið eruð komin á betri stað núna. Guð geymi ykkur og varðveiti, ég sakna ykkar. Með söknuð í hjarta. Brynjólfur (Binni). Elsku amma og afi okkar, nú eruð þið farin saman og farin á betri stað þar sem þið getið verið án verkja eða líkamshömlunar. Erfitt að sætta sig við að nú getum við ekki lengur kíkt í heim- sókn til að spjalla um lífið og til- veruna, leitað til ykkar um ráð- leggingar eða bara fengið að létta af hjarta okkar. Nú eruð þið farin bæði tvö og skiljið eftir ykkur stórt tómarúm. Upp koma svo margar minn- ingar þegar ég hugsa til ykkar, hvort sem það er uppi í sumarbú- stað eða heima hjá ykkur, t.d. þeg- ar við fjölskyldan áttum heima hjá ykkur uppi í Grafarvogi fyrir svo mörgum árum og þú, amma, leyfðir mér að borða eins mikinn ís og ég gat látið í mig þar til mig verkjaði í magann eða þegar ég leigði við hliðina á ykkur afa og þú hugsaðir alltaf um að ég ætti hrein föt sem þú varst búin að brjóta saman á rúminu mínu. Ég man líka þegar ég og Dani elduðum stundum handa ykkur afa út- lenskan mat eins og þið kölluðuð það og afi var mishress með elda- mennskuna en þú, amma, elskaðir allt sem við elduðum. Ég man þegar ég var að gefast upp á skólanum og ég kom til ykk- ar til að létta af mér og þá varst þú, afi, alveg brjálaður, þú lést mig heyra það og sagðir mér að það væri ekki möguleiki að hætta núna sem ég gerði ekki, þökk sé þér, elsku afi minn. Ég á ykkur svo mikið að þakka hvar ég stend í dag, því án ykkar væri ég ekki sú sem ég er og ég vil að þið vitið að ég er ykkur svo þakklát og ég mun sakna ykkar svo mikið en ég veit að þið eru á betri stað því ég veit að þið áttuð lifandi trú í hjarta ykkar og Jesús tók á móti ykkur með opnum örmum Ég læt sálm 110 fylgja með því mér finnst hann lýsa ykkur svo vel, þegar ég hugsa um jólin kom- ið þið alltaf í hugann því þið bæði eru svo mikil jólabörn: Hve fagurt ljómar ljósa her á loftsins bláa geim. Hve milt og blítt þau benda mér í bústað Drottins heim. Hve björt og fögur sú var sól, er sást um austurgeim og fegurst skein hin fyrstu jól við fæðing Guðs í heim. Ó, lát þá stjörnu lýsa mér um lífsins eyðisand og sýna mér, nær fjörið fer, hið fyrirheitna land. Ó, lát þá stjörnu lýsa mér um lífsins myrka dal og leiða mig, nær lífið þverr, í ljóssins bjarta sal. (Valdimar Briem) Verið nú sæl, elsku Rósi afi og Edda amma, og hvílið í friði, ykk- ar barnabarn og vinur, Edda. Elsku besta vinkona, þá ert þú farin og orðin kvalalaus. Það er svo margs að minnast þessi 47 ár sem ég hef þekkt þig og hann Rósa. Þeir voru margir kaffiboll- arnir sem við drukkum saman. Rósi fékk heilablóðfall og var mállaus í mörg ár en alltaf brosti hann þegar hann sá mig. Edda átti lengi við alvarleg veikindi að stríða. Á hverjum morgni horfði ég út um gluggann minn til þess að at- huga hvort Edda væri vöknuð. Eftir að hún yfirgaf heimili sitt vegna veikindanna og átti ekki afturkvæmt heim, vöknar mér um vanga er ég horfi yfir til hennar. Við áttum svo vel saman og vor- um alltaf bestu vinkonur. Ég bið drottin að leiða þau sam- an í himnaríki. Ég bið fyrir börn- um hennar við þetta áfall. Drott- inn blessi ykkur bæði. Þín besta vinkona, Svala Ernestdóttir. Elsku Rósi og Edda. Föstudag- urinn 7. nóvember fer seint úr minni okkar systra, þegar hún Linda kom og sagði okkar að pabba sinn hefði dáið í nótt. Við systurnar hefðum ekki trúað því að Rósi okkar væri farinn. Hann var alltaf svo hress þegar við kom- um til hans á Grund en hann sofn- aði svefninum langa. Það liðu 14 dagar á milli þeirra þegar Edda okkar kvaddi líka. Ykkar verður sárt saknað, við trúum ekki að þið séuð farin frá okkur. Rósi átti við veikindi að stríða í 14 ár eftir að hafa fengið heila- blóðfall og Edda okkar með lungnaþembu og krabbamein. Það er svo sárt að hugsa um að þið bæði séuð farin. Edda og Rósi voru eins og foreldrar okkar núm- er tvö og við systurnar áttum margar góðar stundir með ykkur frá því við vorum litlar stelpur. Það var svo gaman að koma til þeirra, alltaf tekið vel á móti okk- ur, með opnum örmum og hlegið mikið og djókað. Edda okkar var mjög sterk og dugleg kona og talaði aldrei um veikindin sín við okkur en spurði þó alltaf hvernig okkur liði. Hún mátti aldrei vita af einhverju aumu um okkur, þá vildi hún alltaf hjálpa til. Við gerðum margt sam- an og fórum upp í sumarbústað eina helgi og áttum yndislegar stundir. Það var mikið hlegið og gaman. Við viljum ekki trúa því að þið séuð farin frá okkur. Nú eru þó kvalirnar farnar og þið komin í hvíldina. Það verður erfitt að horfa í eldhúsgluggann og sjá ekkert ljós. Edda var ein besta vinkona sem við áttum. Elsku Edda og Rósi, nú eruð þið komin til guðs og hittið fólkið ykkar aftur. Ég veit að það verður vel hugsað um ykkur þar. Þið munuð verða í hjarta okkar að ei- lífu. Guð blessi börnin ykkar og barnabörn. Samúðarkveðjur, Berglind Sif og Guðrún Bjarný Benediktsdætur. Hverjir settust að í Færeyjum? Sjóveikir norskir víkingar á leið til Íslands. Þá skoðuðum við Kirkjubæ, fórum í messu í Dóm- kirkjunni í Þórshöfn sem byggð var eftir sömu teikningu og Dómkirkjan í Reykjavík. Fær- eyjaferðinni lauk með kvöldlöng- um færeyskum línudansi. Saman stunduðum við ferðir á vélsleðum vítt og breitt á jöklum og fjöllum og keppti Jón oft í vél- sleðakeppnum. Þá fórum við í eftirminnilega ferð til Bretlands og sigldum á skipaskurðum í tvær vikur. 2012 fórum við Jón ásamt vini okkar, Emil B. Sig- urbjörnssyni, til BNA og var ferðin farin í skemmtilegri bíl- ferð með Gunnari bróður til Flórída, Norður-Karólínu, Virg- iníu og New York. Jón giftist indæliskonu, Agnesi H. Pétursdóttur, og með henni átti hann Þórhildi sem er látin, Guðjón kennara, Sigríði leigubílstjóra og Önnu Maríu húsmóður, þau skildu og Agnes er látin. Barnabörn hans eru sjö, barnabörnin sextán og eitt langalangafabarn sem dáðu hann mjög og sakna sárt. Ég votta aðstandendum hans samúð mína og mun sakna þess að heyra nafn mitt JP orðað á ensku en þannig ávarpaði Jón mig ævinlega. Guð veri með þér góði vinur. Júlíus Petersen Guðjónsson. Jæja, þá er hann kominn í „Happy hour“ með Mumma (Guðmundi föður mínum, f. 1.1. 1920, d. 7.1. 2012). Jón Guðjónsson sem við kveðjum í dag var hvers manns hugljúfi og gekk undir ýmsum nöfnum, meðal annars Nonni, Nonni pabbi og Johnni highpo- wer. Ég var um fermingu þegar ég kynntist Jóni og fannst mér hann alltaf vera á unga aldri, það var alveg sama hvað hann eltist. Þegar riðið var út þá vorum við alltaf tveir saman og fórum mik- inn. Hann kenndi mér ýmislegt gagnlegt í lífinu sem lengi hefur dugað, t.d. meðferð á skotvopn- um, bílaakstur, bæði torfæru- akstur, hraðakstur og kappakst- ur. Einnig gaf hann góð ráð um hvernig skyldi umgangast flottar tátur. Verst er þó að ég skyldi ekki fara eftir heilræðum hans um hvernig ætti að umgangast hinn tæra vökva, en enginn mað- ur fór eins vel með og var jafn prúður og kurteis með víni og hann. Nonni afrekaði það að leika við fjóra ættliði, það er föður minn Guðmund, undirritaðan, Guðmund son minn og dótturson minn Einar sem er fæddur 1999. Það var víst skrautlegt upplitið á fóstrunni þegar Guðmundur son- ur minn bað um leyfi til þess að fara með afa sínum og Nonna norður í land til þess að skoða graðhesta og skjóta rjúpur. Þeg- ar hann kom til baka sagði hann okkur mömmu sinni að hann hefði aldrei leikið við skemmti- legri strák en Nonna. Löngu seinna fórum við faðir minn ásamt Nonna og dóttursyni mín- um Einari, þá á fimmta ári, aust- ur í sveit. Nokkrum vikum seinna fórum við í svipaðan leið- angur en þá var Nonni ekki með og þá sagði Einar hálfkjökrandi að það væri ómögulegt að fara í svona ferð nema Nonni væri með, en þá hefur Nonni verið kominn á níræðisaldur. Ég held að þessar sögur dugi til þess að lýsa Jóni eins og við öll munum hann. Þegar við Hilmar heimsóttum hann í vor þá var bjart yfir vötn- unum, hann var á þessu fína el- limannaheimili þar sem spiluð var músík með Ellý og Hauki Morthens, ung brún stúlka leit eftir honum og greinilegt var hver var vinsælasti maðurinn á deildinni. Jón ljómaði sem aldrei fyrr og tjáði okkur að hann væri búinn að eignast nýja kærustu sem hann vildi kynna okkur fyr- ir. Hún birtist brátt og þau ljóm- uðu af hamingju. Síðsumars þeg- ar við Hilmar komum þá þekkti hann okkur varla, var kominn í tveggja manna herbergi, engir persónulegir munir lengur sjá- anlegir og ekkert heyrðist í Ellý eða Hauki. Hann tjáði okkur að hann væri búinn að pakka og kominn á „geitið“ og biði nú bara eftir síðasta útkalli. Ég bið guð að blessa alla ást- vini Jóns. Gísli. „Það er gott að eiga góðs að minnast.“ Þetta var sagt um góð- an fjölskylduvin þegar hann lést fyrir allmörgum árum. Setningin kom upp í hugann þegar fréttir bárust af andláti Jóns Guðjóns- sonar. Fáir menn, sem ég hef þekkt um ævina, hafa verið hressari töffarar og meiri gleði- gjafar. Og ég held að hann hafi notið þess að lifa, enda var hann ungur í anda allt til hinstu stund- ar. Þó að ég hafi ekki fylgst með því í eigin persónu, grunar mig að hann hafi alltaf notið mikillar kvenhylli. Hann minntist gjarn- an á táturnar sínar við okkur Lionsbræður sína og naut minn- inganna augljóslega með glampa í auga og brosi á vör. Jón var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Njarðar í Reykjavík árið 1960. Hans er nú sárt saknað en um leið er honum þökkuð skemmtileg samleið enda er gott að eiga góðs að minnast. Hvíl í friði, kæri vinur. F.h. Lionsklúbbsins Njarðar, Daníel Þórarinsson. Minningar- steinar Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544 5100 Frá 59.900 HÁTÍÐARVERÐ Aðeins 2ja vikna afgreiðslufrestur Fullbúinn ✝ Þór Hróbjarts-son fæddist á Lambafelli í Aust- ur-Eyjafjallahreppi 27. nóvember 1940. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 18. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Hróbjartur Pétursson, f. 20. júní 1907, d. 10. febrúar 1992, og Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 21. mars 1908, d. 27. apríl 2000, bændur á Lambafelli. Systkini Þórs eru: 1) Kristín, f. 18. júní 1935, maki Sveinn Jóns- son, f. 30. júní 1924, d. 30. maí 1983, og eiga þau átta börn. 2) Guðsteinn Pétur, f. 26. júní 1937, maki Árný Magnea Hilm- arsdóttir, f. 14. mars 1944, d. 3. janúar 1997, og eiga þau tvö börn. 3) Einar Jón, f. 6. mars 1942, maki Ólafía Oddsdóttir, f. 13. nóvember 1941 og eiga þau þrjú börn. 4) Unnur, f. 22. nóv- ember 1946, og á hún átta börn. 5) Ólafur, f. 15. janúar 1949, maki Kristín Guðrún Geirs- dóttir, f. 26. júlí 1951, og eiga þau fjögur börn. Þór kvæntist 1972 Ingveldi Sigurðardóttur húsmóður, f. 6.4. 1942, d. 14.10. 2012. Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson bakarameistari og Unnur Lilja Jóhannsdóttir húsmóðir. Sonur Ingveldar og fóstursonur Þórs er Sigurður Kristinn Hjartarson, f. 8. júní 1961. Þór ólst upp á Lambafelli og sinnti öllum almennum sveita- störfum. Skólagangan var hin hefðbundna barnaskólaganga og skóli lífsins, sem snerist nær ein- göngu um vinnu við búskapinn. Upp úr sextán ára aldrinum vann Þór utan heim- ilisins, m.a. við brú- arsmíði á brúnni yf- ir Ytri-Rangá og við byggingu Borg- arspítalans. Hann hafði samt ætíð djúpar rætur til bú- skaparins og glöggt auga hafði hann fyrir ræktun sauðfjár, þekkti hverja á með nafni og átti marga verðlaunahrúta. Hann hafði einnig mikinn áhuga á hestum og sinnti tamningum á Lambafelli. Á síldarárunum í kringum 1961 var Þór á síldarbátnum Frigg VE og reri frá Vest- mannaeyjum. Á Hornafirði varð einmitt örlagadagur í lífi Þórs en þann dag hrasaði hann ofan um opna lestarlúgu við löndun úr skipinu og kom niður á bakið. Eftir það fór heilsu hans hrak- andi þar til hann lamaðist alveg ári síðar og var bundinn hjóla- stól það sem eftir var ævinnar. Þrátt fyrir mikla fötlun var vinnusemin sú sama og áður. Hann vann við plastframleiðslu á Reykjalundi meðan hann dvaldi þar, eftir það vann hann á Hús- gagnaverkstæði Benedikts Björnssonar í Hafnarfirði í 20. ár. Síðustu æviárin áttu þau Þór og Inga góða daga í SEM-húsinu á Sléttuveginum. Þór verður jarðsunginn frá Grensáskirkju í dag, 27. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin klukkan 11. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um sína nánustu, en þannig er lífið, menn koma og fara en aldrei er maður viðbúinn kveðjustund. Ég horfi á mynd af ungum dreng á fermingardaginn sinn, þar sem hann heldur um hálsinn á uppáhaldsfolaldinu sem hann fékk í fermingargjöf, besta gjöf fyrir ungan og vaskan sveitadreng sem eflaust hefði orðið bóndi ef örlögin hefðu ekki gripið í taumana. Þór var hörkuduglegur, sem smápatta var oft erfitt að halda aftur af hon- um, ofvirkur væri sagt í dag. Vinnusemin var honum í blóð bor- in, hann hafði ódrepandi áhuga á sauðfé og ungur sinnti hann rækt- un á því. Hann var ekki gamall þegar hann þekkti hverja einustu rollu með nafni, jafnvel í mikilli fjarlægð og þær hópuðust í kring- um hann um leið og kallað var. Það var honum því mikils virði þegar ráðist var í stóra fjárhús- byggingu á Lambafelli á sjötta áratugnum. Þá má ekki gleyma áhuga hans á hestum en hann átti nokkra ágæta reiðhesta sem hann hafði tamið sjálfur og var oft tíð- rætt um. Þór og Inga dvöldu oft á Lambafelli og þá sérstaklega á vorin, en það var sko engin tilvilj- un því þá var sauðburður í fullum gangi og í mörgu að snúast. Þór keyrði þá gjarnan um túnin á Moskvitsinum sínum og markaði lömbin út um bíldyrnar. Margar voru ferðirnar í SEM- húsið, oft hringt og spurt hvort maður ætti leið um svæðið, þá var oft spjallað, sérstaklega um gamla daga, snjallar sögur úr sveitinni rifjaðar upp og þegar maður gerði sig líklegan til að standa upp var fitjað upp á einhverju nýju. Þór var stálminnugur, mikill ættfræð- ingur sem hafði gaman af að rekja ættina okkar langt aftur í tímann. Í SEM-húsinu við Sléttuveginn var heimili þeirra í 20 ár. Hann hefði aldrei getað hugsað sér betra heimili, umhyggja hans fyr- ir húsinu var oft aðdáunarverð og gerði hann við það sem hann komst yfir, bólstraði m.a. alla stól- ana í veitingasalnum, samtals um 80 stk., auk þess að líma þá sem bilaðir voru. Margs er að minnast þegar rifj- aður er upp æviferill Þórs, fimm- tíu ára þrautaganga er langur tími, með ólíkindum hvað kallinn bar sig vel, aldrei kvartað og alltaf stutt í húmorinn, stundum til að fela kvalir, bera sinn harm í hljóði, láta ekki vorkenna sér. Í minningunni heyrði ég oft tal- að um að hægt væri að bera fram eina ósk ef maður stæði undir regnboganum. Undantekningar- laust var óskin sú að Þór fengi nú heilsuna á ný. Síðustu dagar Þórs á spítalan- um þar sem ég heimsótti hann oft voru honum ekki eins þungbærir og svo oft áður þegar hann hafði þurft að dvelja þar vegna veikinda sinna. Hann var sáttur, vissi að hverju stefndi. Kærar þakkir til allra sem gerðu honum kleift að komast í gegnum alla sína þraut- argöngu. Við systkinin kveðjum góðan bróður með þakklæti í huga, við munum allar skemmti- legu stundirnar sem hann veitti okkur. Meira: mbl.is/minningar Ólafur Hróbjartsson. Þór Hróbjartsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.