Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Gamla bíó við Ingólfsstræti hefur heldur betur hlotið nýtt útlit á árinu og undanförnum mánuðum. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á menningarhúsinu og vonast Guð- varður Gíslason, framkvæmdastjóri P. Petersen, til þess að hægt verði að opna húsið að mestu leyti í des- embermánuði. Reiknar hann þó með því að framkvæmdum verði ekki lokið að fullu fyrr en næsta vor. Einhver starfsemi hefur verið í Gamla bíói þrátt fyrir fram- kvæmdir. Þannig var gólf hússins sléttað svo hægt var að halda þar standandi tónleika fyrir 750 manns á vegum tónlistarhátíðarinnar Airwaves sem fór fram fyrr í mán- uðinum. Hátíðarhöldin gengu vel fyrir sig að sögn Guðvarðar. „Tónleikahaldið var rosalega skemmtilegt og gekk vel,“ segir Guðvarður. Um 2600 manns sóttu tónleika í Gamla bíói og greinilegt þótti að fólk væri hrifið af húsinu. Lítil vinna er eftir í sal Gamla bíós og verður hann tilbúinn fljót- lega að sögn Guðvarðar. Hvað varð- ar aðra hluta hússins á mest eftir að framkvæma á efri hæð hússins og í kjallara þess. Þar verður meðal ann- ars komið fyrir lyftu sem nær upp á þak og mun bæta aðgengi fatlaðra og þeirra sem eiga erfitt með að komast ferða sinna gangandi. Síminn hefur varla stoppað Mikil eftirspurn er eftir því að leigja sal menningarhússins þó svo að framkvæmdum á húsinu verði ekki lokið fyrr en í vor. „Síminn hef- ur varla stoppað og tölvupóstarnir hrúgast inn. Fólk er farið að bóka viðburði fyrir næsta árið og húsið er mjög undirlagt í enda janúar,“ segir Guðvarður. Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt Gamla bíói áhuga og hefur húsið verið bókað undir tónleikahald, ráðstefnur, brúðkaupsveislur og árshátíðir en auk þess verða leiksýningar settar upp á næstu mánuðum. Næst á döf- inni eru svo stórtónleikar hljóm- sveitarinnar Kaleo, sem hlutu þrenn verðlaun á Hlustendaverðlaunum útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM 957 og X-ins 977 í ár. Eru tónleik- arnir þeir stærstu sem haldnir hafa verið í Gamla bíói eftir að fram- kvæmdir hófust. Vonast Guðvarður til þess að framkvæmdirnar eigi eft- ir að gera það að verkum að hægt verði að nýta húsið fyrir viðameiri starfsemi en áður. „Nasa með meiru“ Eins og kunnugt er var tónlistar- staðnum Nasa við Austurvöll lokað í lok júní 2012 og til stendur að reisa þar hótel. Áformunum var mótmælt harðlega á sínum tíma, meðal ann- ars á þeim forsendum að engan sambærilegan tónleikarstað væri að finna í Reykjavík en Nasa þótti henta vel undir stærri tónleika og gat tekið á móti 500 manns. Hið nýja og endurbætta Gamla bíó erþví kærkomið og þykir sumum það jafn- vel geta fyllt það skarð sem Nasa skildi eftir sig. Guðvarður telur Gamla bíó þó ekki vera hið „nýja“ Nasa. „Við er- um ekkert að grípa þá gæsina. Nasa var mjög einhliða staður en við höfðum til fleiri viðburða. Ætli við gætum ekki sagt að við séum Nasa með meiru.“ Dansspor stigin á gólfi Gamla bíós  Menningarhúsið Gamla bíó talið mögulegur arftaki tónleikahússins Nasa  Fyrstu stóru tónleik- arnir verða haldnir um helgina þegar Kaleo stíga á svið  Framkvæmdum á að ljúka næsta vor Morgunblaðið/Ernir Hiti Það var mikill hiti og sviti þegar Quarashi-tróðu upp á NASA. Morgunblaðið/Eggert Trylltur lýður Haldnir voru tónleikar í Gamla bíói í samstarfi við Iceland Airwaves og virtust tónleikagestir skemmta sér konunglega. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Gamla bíó er fyrrverandi kvik- myndahús og óperuhús. Húsið var reist árið 1927 yfir starfsemi „gamla bíós“ af Peter Petersen og tók það við af Fjalakettinum. Fyrsta kvikmyndin, Ben Húr, var sýnd 2. ágúst 1927. Upphaflega tók salurinn 602 í sæti en þeim fækkaði í 479 þegar húsinu var breytt og sviðið var stækkað til þess að mæta þörfum óperunnar. Var sætunum svo aftur fækkað í 300 í sumar. Húsið var rekið sem kvikmyndahús til ársins 1980 þegar Íslenska óperan keypti það undir sýningar sínar. Fyrsta óperusýningin sem var frumsýnd í húsinu var „Sígaunabaróninn„ eftir Johann Strauss, 9. janúar 1982. Samhliða óperusýningum hefur húsið hýst fjölda leiksýninga og tónleika. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Virðulegt Fjölmargir Íslendingar hafa skemmt sér í Gamla bíói síðan 1927. Gamla bíó var vinsælt kvikmyndahús í áratugi Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.