Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 ÁRMÚLA 38 – SÍMI 588 5010 – www.tivoliaudio.de Opið mánud. - föstud. 11-18 – laugardaga 12-16 Model One White/silver Model One Walnut /beige Model One Black/silver einnig í Cherry/silver Jólagjöfin... í eldhúsið verð 26.995,- Grísalappalísa skaust eins ogskrattinn úr sauðarleggn-um, smaug inn í hlustirokkar, blés út og blómstr- aði fyrir hálfu öðru ári eða svo. Á breiðskífunni Ali voru sveitarmenn andsetnir af hetjum síðustu áratuga og gusuðu yfir okkur rokki frá áttunda og ní- unda og tíunda áratugar síðustu aldar en þó allt glænýtt og frum- legt og skemmti- legt. Eftir annasamt ár af spila- mennsku og flakki kom svo út næsta skífa, Rökrétt framhald, sem er þó í sjálfu sér hvorki rökrétt né framhald. Rökrétt framhald hefst með sama viðkunnanlega frekjuganginum og við var að búast, hljómsveitin rífur upp dyrnar og argar: ERU EKKI ALL- IR Í STUÐI? með ruddalegum saxó- fón, grófum gíturum og groddalegum hryndynkjum – hann er mættur aftur leiðinlegi frændinn sem grenjar á öxl- ina á þér og þurrkar svo hor og slef í skyrtuna þína áður en hann fer til að bæta á sig meira brennivíni, meira grasi, meira kvenfólki og meiri óham- ingju. Svona gæjar fá aldrei nóg. Á Ali var sögð saga eymdar og von- leysis og fyllirís og einmanaleika, en hér er sögusviðið snúnara. Víst birtist ömurlegi gæinn í upphafslaginu, sam- býlismaðurinn sem er alltaf skakkur, en síðan skrunum við út, nú er ekki bara sambýlismannablús undir, held- ur víðara sjónarhorn á dreggjarnar af íslenskri menningu og manlífi; „hvar er ruslatunnan / hafa allir gleymt skáldinu að sunnan“. Kannski komst skáldið úr A, í B yfir í C, tók tvær til að gá hvað myndi ske og situr nú fast í niðurfallinu. Við erum semsé að hreinsa út for- tíðina, dæla úr ranghugmyndum og reynslusögum, og í Þurz birtist kunn- ugleg mynd af samskiptum foreldra og barna sem frekar má reyndar kalla samskiptaleysi; „Þau vilja að ég hætti að ljúga þroskist & segi satt / þau vilja að ég klári það sem ég byrj- aði á / & væri ekki næs að heyra í þér Viðkunnanlegur frekjugangur Vagg og velta Grísalappalísa – Rökrétt framhald bbbbn Í Grísalappalísu eru Albert Finnbogason gítar- og hljóðgervlaþór, Baldur Baldursson söngvari, Bergur Thomas Anderson bassaleikari, Gunnar Ragn- arsson söngvari, Sigurður Möller Sívert- sen trommuleikari og Tumi Árnason saxófónleikari. 12 tónar gefa út. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Kvikmyndir bíóhúsanna Tuttugu ár eru liðin frá því að kjánarnir Harry Dunne and Lloyd Christmas héldu af stað í fyrra ævintýrið. Mbl. bbmnn Metacritic 35/100 IMDB 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Smárabíó 16.30, 17.30, 20.00, 20.15, 22.30 Háskólabíó 17.15, 20.00, 22.45 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Dumb and Dumber To Nokkrir menn fara út í geim og kanna nýuppgötvuð ormagöng sem gera þeim kleift að ferðast um óravíddir alheimsins á nýjan hátt. Mbl. bbbmn Metacritic 75/100 IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 17.30, 20.00, 20.30, 21.30 Sambíóin Egilshöll 18.30, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 17.30, 21.00, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.10, 20.30, 22.20 Interstellar 12 Katniss Everdeen efnir til byltingar gegn spilltu ógn- arstjórninni í Höfuðborginni en verður að ákveða hverjum hún getur treyst og hvað hún skuli gera á meðan allt sem henni er kært hangir á bláþræði. Metacritic 63/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Smárabíó 17.15, 17.15 LÚX, 17.45, 20.00, 20.00 LÚX, 20.30, 22.40 LÚX, 22.40, 23.10 Háskólabíó 18.00, 20.00, 21.00 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 The Hunger Games: Mockingjay – Part 1 12 The Railway Man 16 Sönn saga breska her- mannsins Eric Lomax, sem var neyddur ásamt þúsund- um annarra til að leggja járn- brautina á milli Bangkok í Taílandi og Rangoon í Búrma árið 1943. Metacritic 59/100 IMDB 7,1/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 21.00 Sambíóin Akureyri 20.00 St. Vincent 12 Uppgjafahermaðurinn Vin- cent eignast óvæntan félaga þegar Oliver, 12 ára drengur í hverfinu, leitar til hans eftir að foreldrar hans skilja. Metacritic 64/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Egilshöll 17.40 Háskólabíó 17.30, 22.30 Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum Erkióvinur Sveppa og Villa er enn á ný að reyna lands- yfirráð. Í þetta skiptið hefur hann byggt dómsdagsvél sem getur komið af stað jarðskjálftum og eldgosum. Mbl. bbbnn Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.40 Sambíóin Akureyri 17.40 Nightcrawler 16 Ungur blaðamaður sogast niður í undirheima Los Ang- eles í för með kvikmyndaliði sem tekur upp bílslys, morð og annan óhugnað. Metacritic 76/100 IMDB 8,4/10 Háskólabíó 17.15, 20.00 Laugarásbíó 20.00, 22.30 John Wick 16 John Wick er fyrrverandi leigumorðingi. Þegar fyrr- verandi félagi hans reynir að drepa hann neyðist Wick til að rifja upp ómælda hæfi- leika sína í faginu. Metacritic 67/100 IMDB 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Grafir og bein 16 Þegar Dagbjört, dóttir Gunn- ars og Sonju, deyr er veröld þeirra kippt undan þeim. Mbl. bbnnn Háskólabíó 22.30 Afinn Eftirlaunaaldurinn blasir við Guðjóni á sama tíma og erfiðleikar koma upp í hjóna- bandinu og við undirbúning brúðkaups dóttur hans. Mbl. bbbmn Sambíóin Kringlunni 18.20 Gone Girl 16 Mbl. bbbbn Metacritic 79/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 22.15 The Rewrite Staurblankur kvikmynda- handritshöfundur fer að kenna handritaskrif í há- skóla. Þar kynnist hann lífs- glaðri konu sem heillar hann upp úr skónum. Bönnuð innan 7 ára. IMDB 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Töfrahúsið Kettlingur á vergangi kemst í kynni við gamlan töframann. Með íslensku tali. Sambíóin Álfabakka 17.50 Kassatröllin Mbl. bbbnn IMDB 7,2/10 Metacritic 63/100 Smárabíó 15.30 Laugarásbíó 17.50 Borgríki 2 16 Lögreglumaðurinn Hannes ræðst gegn glæpa- samtökum og spilltum yfir- manni fíkniefnadeildar. Mbl. bbbbn Bíó Paradís 22.30 (English subtitles) Turist 12 Mbl. bbbbn Bíó Paradís 20.00 (English subtitles), 22.15 (E.s.) 20.000 Days on Earth Bíó Paradís 22.15 Jöklarinn Bíó Paradís 18.00 White God Bíó Paradís 17.30, 20.00 Leviathan Bíó Paradís 17.00 Clouds of Sils Maria Bíó Paradís 20.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.