Morgunblaðið - 27.11.2014, Side 78
78 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Sæþór Orri Guð-jónsson, einn eig-enda Smart-
media, stofnaði
vefsíðufyrirtækið
Smartmedia árið 2008.
„Við erum búnir að
vera í mikilli þróun á
kerfinu okkur undan-
farna mánuði og erum
að klára nýja útgáfu af
vefumsjónarkerfinu
okkar ásamt því að við
erum að koma vefsíðum
og netverslunum í loftið
hægri vinstri, en við
vorum t.d. að setja upp
glæsilega netverslun
fyrir Heilsuhúsið.“
Sæþór Orri er fædd-
ur og uppalinn í Vest-
mannaeyjum og sinnir
fyrirtækinu sínu þaðan
ásamt því að vera tíður
gestur á skrifstofu
Smartmedia í Reykja-
vík „Við erum með
framkvæmdastjóra sem
vinnur í Reykjavík en
ég hef yfirumsjón með
rekstrinum.“
En hvað með áhugamál? „Fyrir utan vinnuna þá finnst mér gott
að fara upp í bústað með fjölskyldunni, slaka á og hugsa. Körfubolti
hefur alltaf spilað stóran sess í lífi mínu en ég er í pásu frá spila-
mennsku þessa dagana en skelli mér stundum í blakæfingu hér í
Eyjum. Svo elska ég að ferðast en við hjónakornin erum nýkomin úr
átta daga siglingu um Karíbahafið sem við fórum í ásamt dönskum
vinahjónum til að fagna 10 ára brúðkaupsafmæli okkar beggja sem
við áttum fyrr á árinu, þetta var rosalega gaman og enn sem komið
er, er þetta toppurinn á því að ferðast. Fljóta um á 5 stjörnu hóteli,
stoppa á nýjum stöðum, prófa nýjan mat og upplifa nýja menningu.“
Kona Sæþórs Orra er Karen Inga Ólafsdóttir. Hún er íþróttafræð-
ingur að mennt, er þjálfari í frjálsum íþróttum hjá ÍBV og fram-
kvæmdastjóri heildsölunnar Dedicated ehf. sem flytur meðal annars
inn heilsu- og íþróttavörur. Börn þeirra eru Birta Sól 13 ára, Lúkas
Orri 9 ára og Alex Ingi 7 ára.
Sæþór Orri Guðjónsson er 35 ára í dag
Hjónin Sæþór Orri og Karen Inga á einni
af ströndum Turks og Caicos-eyjum.
Var í siglingu
um Karíbahafið
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hjónin Sæmund-
ur Ingólfsson
vélstjóri og
Guðlaug Ósk-
arsdóttir hús-
freyja fagna nú
60 ára brúð-
kaupsafmæli
sínu en þau giftu
sig 27. nóvember
1954.
Demants-
brúðkaup
B
Björg fæddist í Reykja-
vík 27.11. 1964. Hún
ólst upp á Möðruvöll-
um í Hörgárdal frá
fjögurra ára aldri, en
faðir hennar var skipaður sókn-
arprestur í Möðruvallaklausturs-
prestakalli árið 1968. Þegar Björg
var 18 ára flutti hún til Akureyrar
er faðir hennar var kjörinn sókn-
arprestur við Akureyrarkirkju.
„Ég var í Hjalteyrarskóla til 12
ára aldurs en þar var mamma
skólastjóri og pabbi kenndi þar
einnig. Síðustu þrjá grunnskólavet-
urna var ég svo á heimavist í Þela-
merkurskóla, lauk stúdentsprófi
frá MA 1983, og BSc-prófi í hjúkr-
unarfræði frá HÍ 1988.“
Björg var hjúkrunarfræðingur á
Landspítalanum 1988-90, aðstoðar-
deildarstjóri og deildarstjóri á
Sjúkrahúsinu á Akureyri 1990-96
og lektor við HA 1991-96.
Björg stundaði söngnám við
Tónlistarskólann á Akureyri hjá
Michael Jóni Clarke og Guðrúnu
Önnu Kristinsdóttur 1991-96: ,,
Árið 1996 snéri ég algjörlega við
blaðinu, flutti til Manchester og
hóf framhaldsnám í óperu- og
ljóðasöng.“ Björg stundaði nám
við Konunglega tónlistarháskólann
þar í þrjú ár og lauk námi vorið
1999 með sérstakri viðurkenningu
fyrir framúrskarandi túlkun á
þýskum ljóðasöng. Hún varð fyrst
íslenskra listamanna til að hljóta
British Counsil námsstyrk til
framhaldsnáms í Englandi.
Björg bjó í Lundúnum á árunum
Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur – 50 ára
Við Stonehenge í Englandi Tríó Elísabet Waage, Björg Þórhallsdóttir og maður Bjargar, Hilmar Örn Agnarsson.
Söngfugl að norðan
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sálumessa Verdis Björg Þórhallsdóttir, Annamaria Chiuri, Kristján Jó-
hannsson og Kristinn Sigmundsson, í íþróttahöllinni á Akureyri árið 2003.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
Það borgar sig að nota það besta!
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagið
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Kúlu- og
rúllulegur