Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 27.11.2014, Blaðsíða 75
Gisting Þjónusta AKUREYRI Sumarbústaður til leigu. Sumarbústaður til sölu Orlofshus.is Leó 897-5300 Hljóðfæri Gítarinn ehf. Stórhöfða 27 S. 552 2125 • gitarinn.is Ukulele í úrvali Verð við allra hæfi Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Antík Skápur frá 1840-60 Úrval antikstóla Eðavörur, postulín og kristall Antik húsgögn í úrvali. Postulíns matar- og kaffistell. Silfurborðbúnaður, postulíns- styttur, kristall og gjafavara. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga, laugardaga frá kl. 11-16. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Bílar Audi A4 Avant 2013. 2,0 Diesel. Sjálfskiptur. Leðurinnrétting ofl. Start / stopp búnaður sem sparar eldsneyti enda eyðir hann aðeins 4,9 L í blönduðum akstri. Verð : 5.480 þús www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Hópbílar Bjóðum hópferðabíla frá 8-67 farþega. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 568-1410 / 482-1210 Hópferðabílar til leigu með eða án bílstjóra Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur, hreinsa ryð af þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar Ný sending – kristalsljósakrónur Ný sending af glæsilegum kristals- ljósakrónum, veggljósum, matar- stellum og kristalsglösum til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8. Sími 7730273 Til sölu Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga að og margar fyndnar sögur sagðar. Öll fjölskyldan hittist alltaf í Austurberginu eftir jóla- matinn hjá þér og pabba og þá voru jólin fyrst virkilega komin. Þú áttir auðæfi í systrum mín- um. Ég hef verið búsett í áratugi í kóngsins Kaupmannahöfn og á meðan hafa mínar fjórar frá- bæru systur hugsað stórkostlega vel um þig. Þær hafa séð til að þú fékkst heimsókn á hverjum ein- asta degi og skipt með sér helg- um og virkum dögum í yfir tíu ár frá því að pabbi dó. Þar varstu ofboðslega heppin, elsku mamma mín, og þú hefur oft talað um hversu þakklát þú ert. Þú varst ekki allra. Það er ég heldur ekki og enginn sem ég þekki. En þinn kærleikur og ást til þinna dætra og fjölskyldunnar var innileg og sönn. Í staðinn fyr- ir að segja hæ, heilsaðir þú okkur alltaf með setningum sem: „Ást- arengillinn minn,“ „hjartans blómið mitt“ eða „elsku ljósið mitt“ og þegar við fórum var síð- asta orðið alltaf „Guð blessi þig“ og það allra síðasta sem þú sagð- ir við mig þegar þú kvaddir mig, var: „Guð veri alltaf með þér – að eilífu“. Guð veri alltaf með þér, elsku mamma mín – ég veit að þú verð- ur alltaf með mér og í mínu hjarta Kærar þakkir til starfs- fólksins á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir einstaka umönn- un og hlýhug. Þín elskandi dótt- ir, Hrafnhildur. Yndislega amma mín kvaddi þennan heim 15. nóvember. Við áttum margar góðar stundir saman og er mér það minnis- stæðast þegar ég var lítil að við tókum oft strætó með afa Jonna niður í miðbæ. Þar röltum við um bæinn, fengum okkur heitan kakóbolla og gáfum öndunum brauð. Ég gleymi því heldur aldrei hvernig hún lét mig brjóta fötin mín fallega saman, þegar ég gisti hjá henni, eftir að ég hafði hent þeim af mér fyrir svefninn – þau þyrftu nefnilega að vera á sínum stað og vel brot- in saman ef það kæmi upp eldur og ég þyrfti að klæða mig hratt – þá gengi nú ekki að hafa fötin öll í kuðli á gólfinu, sagði elsku amma. Amma var greinilega klók kona, því ég sá aldrei í gegnum þetta. Enn þann dag í dag hugsa ég til hennar ef ég gleymi að ganga „rétt“ frá föt- unum. Amma var alltaf svo glöð og þakklát þegar ég kom í heim- sókn til hennar í Skógarbæinn og ég mun sakna þess mikið að fá ekki að heyra: „Mikið er gam- an að sjá þig, engillinn minn.“ Ég mun aldrei gleyma því sem amma sagði við mig í síðasta skiptið sem við töluðum saman sem var „ömmuhjartað geymir þig.“ Þessi orð mun ég alltaf hafa hjá mér. Elsku amma mín, þín verður sárt saknað, en ég veit að þú ert á góðum stað með afa Jonna. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ókunnur) Þitt barnabarn, Tanja Dögg. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína, Unni Mar- inósdóttur. Margs er að minnast frá þeim 26 árum sem leiðir okk- ar lágu saman. Ég var svo hepp- inn að kynnast dóttur hennar, Önnu Maríu og eftir það voru leiðir okkar Unnar óaðskiljan- legar. Helst er að minnast Unn- ar fyrir létt fas bæði andlegt og líkamlegt. Hún var mikið fyrir útvist og fjallaferðir. Naut hún þess að vera í faðmi íslenskrar náttúru umvafin fjöllum. Mínar bestu minningar með Unni eru samverustundirnar með henni, tengdapabba og stórfjölskyld- unni á aðfangadagskvöld. Þar var ekki komið að tómum kof- anum, kræsingar og góðgæti borið fram, þó svo allir kæmu úttroðnir til hennar, var ekki um annað að ræða hjá Unni en að hlaða meira á sig. Hún var á harðahlaupum allt kvöldið við að þjóna okkur og nutum við gest- risni hennar. Hafðu þökk fyrir. Eitt sem Unni var tamt, var að mæla á erlenda tungu í tíma og ótíma, sumum til armæðu, öðr- um til skemmtunar. Eins og ég orðaði það í 90 ára afmæli henn- ar, þá voru það forréttindi að kynnast henni í þessum ham, þar sem orðið „yes“ kom mjög oft fyrir, enda Unnur alltaf já- kvæð á góðri stund. Sólin var einn af hennar bestu vinum og naut hún þess að koma til okkar Önnu í Funafoldina, setjast út á pall og njóta sólarinnar. Á 90 ára afmælinu naut hún þess sérstak- lega, þar sem sólin skein skært þann dag, dansaði hún á pallin- um eins og enginn væri morg- undagurinn. Unnur naut umönnunar síðustu tvö árin á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, þar sem hún lést aðfararnótt 15. nóvember. Ég veit að núna er hún komin í faðm Jonna Jóns tengdapabba. Elsku Unnur, takk fyrir allt og allt og megir þú njóta þín á nýjum slóðum. Björn Ingólfsson. eftirlifandi eiginmanns, Geirs Ragnars Gíslasonar, og einnig til barna Steinunnar, Attýjar, Óla Jóns, Ellu, Rúnu, Denna og Gústa. Þinn tengdasonur, Heimir Heimisson. Elsku besta amma mín. Ég sit hér og reyni að ímynda mér hvern- ig lífið getur haldið áfram án þín. Þú varst svo stór fastur og mik- ilvægur punktur í tilverunni, það er svo erfitt að skilja að þú sért ekki lengur hér. Þó svo að þú hafir verið veik, þá hélt ég alltaf í vonina um að sterka amma mín myndi ná sér. Amma Steinunn á jú alltaf að vera til. Amma hafði einstakt lag á því að láta mér líða eins og ég væri mikilvægasta manneskjan í heim- inum. Ég eyddi miklum tíma af minni barnæsku uppi í Tunguseli hjá ömmu. Þar átti ég mína sér skeið til að borða cocoa puffsið og mína eigin litlu mjólkurkönnu til að hella mjólkinni. Amma skildi bara svo vel að litla dekurdúkkan varð að hafa hlutina á sinn hátt. Mér fannst best í heimi að eyða helg- unum mínum í Tunguselinu. Ég og amma röltum út í sjoppu, keyptum okkur ís og nammi. Svo var legið á sófanum, ég í bláa síða silkisloppn- um hennar, háhæluðu marglituðu glitrandi skónum, amma með prjónana sína og við horfðum á bíó- myndir langt fram á kvöld. Amma hafði alltaf tíma fyrir mig, í minningunni var hún aldrei of upptekin til að fá mig í heim- sókn. Ef hún hafði önnur plön þá fékk ég bara að koma með. Ég fékk að fara með henni í vinnuna, í sum- arbústaðaferðir, til vinkvenna, í búðir, já bara hvert sem er. Amma var ein af mínum bestu vinkonum, það var hægt að segja henni allt, betri trúnaðarvinkonu var ekki hægt að hugsa sér. Það er ótrúlega skrítið að hugsa til þess að sá fasti punktur að fara í heimsókn til ömmu þegar ég kem til Reykja- víkur er ekki lengur til staðar. Ég mun ekki lengur geta farið til ömmu, sest við eldhúsborðið, drukkið kaffi, spjallað um alla heima og geima og fengið svo inni- legt faðmlag og koss þegar við kveðjumst. Elsku afi Geir, mamma, Attí, Óli, Rúna, Denni og Gústi, ykkur sendi ég mínar dýpstu og innileg- ustu samúðarkveðjur. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund kem ég heim og hitti þig. Verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem blasir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson.) Elsku amma, ég sakna þín meira en orð fá lýst. Þín, Ásta Steinunn. Mikið óskaplega sem það var sárt að kveðja elsku bestu ömmu Steinunni í síðustu viku. Amma hefur nefnilega ávallt verið til staðar, stoð mín og stytta, við hlát- ur og grát. Hún var sérlega góður hlustandi og veitti mér ófáar ráð- leggingar um lífið og tilveruna, eða jú matseld sem var sérlegt áhugamál okkar beggja. Við kveðjustund sem þessa er mér þakklæti efst í huga, ég veit hversu lánsöm ég er að hafa feng- ið að alast upp með jafn góða fyr- irmynd og hana ömmu mér við hlið. Minningarnar um hana eru óteljandi og mikið sem ég hlakka til að segja sögur af ömmu í Tungó um ókomna tíð. Hún var nefnilega líka þrælskemmtileg og hress og oft var ekki hægt að gera neitt annað en að skellihlæja að hennar samblöndu af þrjósku og glettni. Eitt slíkt var þegar ég, mamma, amma og vinkona mín fórum sam- an í þvílíka skvísuferð til Mallorca árið 2004. Það kom þó á daginn að móðir mín og amma voru með afar ólíkar hugmyndir um þessa sólar- landaferð. Amma sá ferðina fyrir sér sem tveggja vikna letilíf á ströndinni með sígó, kók og bók með einstaka kæliferð í sjóinn inn á milli. Á meðan var móðir mín með vekjaraklukkuna stillta á 7 alla morgna, búin að plana skoð- unar- og gönguferðir út í eitt og skráði okkur í alla mögulega fé- lagshittinga á vegum hótels eða ferðaskrifstofu. Amma aldeilis fussaði og sveiaði og sagði í hví- vetna að öll þessi svaðalegu læti væri engum til bóta. Eitt kvöldið á leið á veitingastað var allt við það sama, mamma fremst í flokki, við vinkonurnar á eftir og amma rak lestina. Þá heyrist í þeirri gömlu „vofff, vofff, vofff – voff voff“. Fremri fylkingin snarhemlar og snýr sér við með eitt stórt spurn- ingamerki framan á sér. „Já, við hverju búist þið? Þið gangið svo hratt og með mig í eftirdragi að þið getið allt eins gengið hér um með hund í bandi,“ segir amma á innsoginu með þvílíkt glettnibros meðan hún klárar sígarettuna sína í makindum. Mér til mikillar lukku hefur amma verið svo stór partur af mínu lífi. Allt sem mér hefur þótt fréttnæmt þá náði tilkynninga- skyldan til mömmu, pabba og ömmu Steinunnar. Það var alveg sama hvort ég væri að gorta mig af góðri einkunn, nýju starfi, nýj- um kjól eða hreinu herbergi – amma fékk fréttirnar fyrst. Hjá ömmu var stoltið og samgleðin nefnilega ávallt skilyrðislaus. Og það var svo einkennandi fyrir ömmu, góðmennskan uppmáluð og fallega hjarta hennar sem sannanlega var úr gulli gert. Þegar ég kvaddi Ísland í lok september kúrðum við saman uppí rúmi hjá ömmu eins og svo oft áður. Ég kvaddi hana að venju með að segja að ég elskaði hana og hún svaraði um hæl „ó, elsku besta stelpan mín – ef þú bara vissir“. Elsku besta amma mín, ef þú bara vissir hversu sárt ég mun sakna þín. Elsku afi Geir, mamma og systkini, ég sendi mínar innileg- ustu samúðarkveðjur við fráfall elsku bestu ömmu Tungó. Mardís.  Fleiri minningargreinar um Steinunni Þorsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.