Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 27.11.2014, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Jólabjór í verslunum ÁTVR hefur verið rifinn út síðan hann kom í hillurnar þann 14. nóvember. Sala á jólabjór hefur aukist um 5.850% á þeim 25 árum sem bjór hefur verið leyfður hér á landi. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og annálaður bjóráhugamaður, seg- ir að jólabjórinn sé ein af fáum hefðum sem Norðurlöndin hafi lagt til á hlaðborð bjórmenningar heimsins. „Jólabjór er ekki stíll heldur hefð. Það er löng hefð víða um Skandinavíu að búa til jólabjór sem er í flottari flöskum og með ögn betri hráefnum eins og gengur og gerist í matvælum almennt um jólin.“ Fyrsti jólabjórinn er þó ekki frá Norðurlöndum heldur er það Stella Artois bjórinn sem kom á markað 1926. Hann var markaðsettur í Kanada sem jólabjór með því að setja jólastjörnu í miðann. Ekkert annað. Hann var áfram ljós og létt- ur lagerbjór. „Það er hægt að fá allskonar bjór sem jólabjór ef farið er sunnar í Evrópu. Hjá Norður- landabúum er hægt að rekja jóla- bjórsneyslu langt aftur í tímann. Jólablótin hjá heiðnum mönnum voru drykkjusamkomur, gamla ásatrúin gerði ráð fyrir áfengi á samkomum. Það var hreinlega talið afbrot að drekka ekki. Þetta heldur sér þrátt fyrir kristni.“ Erfitt að finna vín með hangikjötinu Stefán bendir einnig á mat- inn sem Norðurlandabúar borði á hátíð ljós og friðar. Það séu fá vín sem ná utan um þann mat, þar henti bjórinn mun betur. „Það er auðvitað kaldara á norðurslóðum og jólin eru tími reykta kjötsins, ekki bara á Íslandi heldur í Skandinavíu. Í gamla daga var af þessu tilefni brugg- aður aðeins dekkri bjór, ögn sterkari og hann hafð- ur sérlega máttugur í kringum jólin. Í seinni tíð kom þetta með mjög góðri markaðs- setningu sem Tuborg byrj- ar með. Nú er búið að negla það rækilega inn í kollinn á fólki að þegar talað er um jólabjór þá þarf hann að vera svolítið reykt- ari, með karamellu, rauði liturinn er kominn inn, finnst mér, og hann á að vera sterkari til að fá smá yl í kroppinn. Jólabjórinn passar líka svo of- boðslega vel við þennan mat sem við borðum hér á norðurslóð. Það er í raun heila málið. Hátíðarrétt- irnir okkar og í Skandinavíu eru þannig að vín virka ekkert með þeim. Það er erfitt að velja vín með hangikjöti. Flestir bjórar ráða reyndar ekkert við hangikjöt held- ur og í staðinn fyrir að drekka vatn þá fórum við Íslendingar að blanda malt og appelsín.“ Stefán segir að hann sé feginn því að bjórmenning sé orðin vin- sælli en gamla góða jólaglöggið. „Ég verð nú að segja að það er framför. Ég sem bjóráhugamaður fagna slíkum tíðindum. Bjórsmekk Íslendinga hefur líka fleygt fram á síðustu árum. Brugg- húsin komast upp með að setja á markað hluti, sem eru framsækn- ari, kryddaðari og annað, sem aldr- ei hefðu selst fyrir nokkrum árum. Fyrir vikið eru brugghúsin að nota negul, krydd, furunálar, viðarkubba eða jafnvel piparkökur í bjórana sína. Því hafa opnast möguleikar í breidd og núna er til dæmis hægt að vera með 20 tegundir án þess að þær séu eins.“ Ekki stíll heldur hefð  Frá því fyrsti jólabjórinn kom á markað hér á landi árið 1989 hefur salan aukist um rúm 5.850% Morgunblaðið/Ómar Alltaf að aukast Í ár eru 29 tegundir af jólabjór á boðstólum og 36 mismunandi vörunúmer. Gamalt og gott Þrjár fréttir úr fréttasafni Morgun- blaðsins, frá 1991, 92 og 93. Framleiðendur voru fljótir að átta sig á þorsta Íslendinga í jólabjór. Sala á jólabjór frá 1989 1989 2013 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Heimild: ÁTVR Sælgæti Þrír af íslensku jólabjórunum. Saga jólabjórsins » Fyrsti jólabjórinn sem kom á markað var Stella Artois sem kom á markað í Kanada 1926. » Tuborg jólabjór kom á mark- að í Danmörku 1981. » Víking setti jólabjórinn sinn á markað 1990 en enginn ís- lenskur jólabjór var á boð- stólum 1989. » Jólabjór er alla jafna dekkri en sá bjór sem er boðið upp á venjulega. STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.